Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 18
18 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is NOEL GALLAGHER ER 42 ÁRA Í DAG. „Ég ber hvert einasta lag sem ég sem saman við lög Bítlanna. Málið er að þeir voru bara á undan mér. Ef ég hefði fæðst á sama tíma og John Lennon þá væri það ég sem væri þarna uppi.“ Noel Gallagher er gítarleik- ari hljómsveitarinnar Oasis. Hljómsveitin varð heimsfræg árið 1994 með sinni fyrstu plötu, Definitely Maybe. MERKISATBURÐIR 1935 Lokið er við byggingu Hoover-stíflunnar. 1947 Farþegaflugvél frá Flug- félagi Íslands á leið frá Reykjavík til Akureyrar rekst á Hestfjall við Héðinsfjörð og farast 25 manns. 1971 Minnisvarði um Bjarna Benediktsson forsætis- ráðherra, konu hans og dótturson er afhjúpaður á Þingvöllum þar sem þau fórust í eldsvoða 10. júlí 1970. 1973 Tom Bradley er kosinn fysti þeldökki borgarstjóri Los Angeles. 1999 Hin sænska Charlotte Perrelli vinnur Eurovision- söngvakeppnina sem haldin er í Ísrael. Selma Björnsdóttir frá Íslandi er í öðru sæti. Þennan dag árið 1953 náðu þeir Edmund Hillary og Tenzing Norgay á tind Everest fyrstir manna. Hillary var nýsjálenskur fjallamaður og landkönn- uður sem ekki einungis afrekaði að ganga á Ever- est heldur líka á Suður- pólinn fimm árum síðar. Norgay var nepalskur leið- sögumaður hans sem tók í heildina þátt í sjö ferð- um á Everest. Þetta var níundi breski leiðangurinn á tindinn og tóku 400 manns þátt í honum. Getgátur hafa verið uppi um hvort Bretarnir George Mallory og Andrew Irvine hafi komist á tindinn 24 árum áður, en þeir týnd- ust báðir á fjallinu. Lík George fannst árið 1997 í 8.530 metra hæð og benda ýmsar vísbending- ar til þess að hann hafi verið á niðurleið, en tind- ur Everest er 8.850 metra yfir sjávarmáli. Fyrstu Íslendingarnir til að klífa Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrím- ur Magnússon sem kom- ust á tindinn hinn 21. maí árið 1997. Hinn 16. maí árið 2002 fetaði Haraldur Örn Ólafsson síðan í fótspor þeirra en það var lokahluti leiðangurs hans sem fólst í því að komast á norður- og suðurheim- skautin og hæstu tinda allra heimsálfa. ÞETTA GERÐIST: 29. MAÍ ÁRIÐ 1953 Fyrstu mennirnir ná á tind Everest Nýtt hús líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður vígt á Sólheimum í Grímsnesi á morgun en það verður notað fyrir hvíldarvikur sem Bergmál býður krabbameinssjúkum og öðrum langveikum upp á. Félagar í Bergmáli gefa alla sína vinnu og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Húsið, sem er tæpir sex hundruð fermetrar, var reist með guðs og góðra manna hjálp,“ segir formað- urinn, Kolbrún Karlsdóttir. „Við feng- um mikið af byggingarefninu gefins og hér unnu 32 sjálfboðaliðar baki brotnu í fyrrasumar. Í heildina hafa mörg hundruð manns komið að bygg- ingunni á einn eða annan hátt og er morgundagurinn því hátíðardagur í okkar huga,“ segir Kolbrún, sem hefur ásamt öðrum náð að safna fé og sjálf- boðaliðum til verksins. Bergmál, sem var stofnað árið 1994, var í fyrstu sönghópur gam- alla skólafélaga frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi. „Við erum kórinn sem varð líknarfélag,“ segir Kolbrún og hlær en einn aðalhvatamaður að stofnun hans var Ólafur Ólafsson söngvari. Þegar Ólafur veiktist af krabbameini og lá banaleguna ritaði hann meðal annars í dagbók sína: „Ég vildi óska þess að til væri staður uppi í sveit, þar sem langveikt fólk gæti átt athvarf.“ Þessi orð urðu kórfélögum hvatning og var fyrsta orlofsvikan haldin í Hlíðardals- skóla árið 1995. „Síðustu tíu ár höfum við svo leigt gistiheimilin Brekkukot og Veghús á Sólheimum í Grímsnesi undir starf- semina og boðið upp á tvær orlofs- vikur á ári. Við höfum getað tekið á móti rúmlega fjörutíu manns í hvert skipti eða hátt í níutíu manns á ári.“ Dvöl gesta er þeim að kostnaðarlausu og gefa hjúkrunarfólk, matreiðslu- menn, umönnunaraðilar og aðrir sem að vikunum koma vinnu sína. „Hér er dásamlegt umhverfi sem gestir njóta auk þess sem landsþekktir skemmti- kraftar koma og gefa af hæfileikum sínum og frítíma,“ segir Kolbrún. En hvernig kom það til að ráðist var í húsbygginguna? „Upphaflega ætluð- um við eignast upphitaða húsgagna- geymslu. Við gengum á fund stjórn- enda á Sólheimum, sem hafa ávallt hlúð einstaklega vel að okkur, en var tjáð að búið væri að skipuleggja allt Sólheimasvæðið og það eina sem við gætum fengið væri lóð undir sumar- bústað. Við slógum til og ætluðum upp- haflega að nýta hann sem samastað fyrir starfsfólk. Síðan tók hann nokkra vaxtarkippi og endaði í 560 fermetrum með 28 rúmum og sérhannaðri aðstöðu fyrir fatlaða. Fyrir vikið er hægt að fjölga orlofsvikum sem var orðið löngu tímabært.“ Kolbrún er að vonum í skýjunum með húsið. „Ég er svo stolt af því að búa í landi þar sem er til svona gott fólk og finnst dásamlegt að það skuli vera hægt að sameina svona margar hend- ur til góðra verka. Við ætlum því að halda upp á þetta með, mér liggur við að segja, lúðrasveit og söng og byrjum á at- höfn í Sólheimakirkju. Þá verður geng- ið að nýja húsinu og það vígt og síðan verða veitingar og dagskrá í Sesselju- húsi. Á sunnudag verður svo opið hús milli 14 og 16 og þá eru allir hjartanlega velkomnir.“ vera@frettabladid.is LÍKNAR- OG VINAFÉLAGIÐ BERGMÁL: TEKUR Í NOTKUN HÚS FYRIR LANGVEIKA FJÖLMARGIR HAFA LAGST Á EITT HRÆRÐ Kolbrún Karlsdóttir er uppnumin yfir því að það skuli vera hægt að sameina svona margar hendur til góðra verka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFREK Í húsinu, sem var reist með hjálp styrktaraðila og sjálfboðaliða, verður boðið upp á hvíldarvikur fyrir langveika. MYND/Birgir Thomsen Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Kristíana Hólmgeirsdóttir Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.30. Valgerður E. Valdemarsdóttir Baldur Guðvinsson Þórhildur S. Valdemarsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Hólmgeir Valdemarsson Birna S. Björnsdóttir Baldvin Valdemarsson Vilborg E. Sveinbjörnsdóttir Sigrún B. Valdemarsdóttir Ingólfur Ingólfsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Brynjólfsson frá Króki, Norðurárdal, Kirkjusandi 3, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti aðfaranótt 26. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 13.00. Sigurbjörg Sigurðardóttir Brynjólfur Haraldssson Jóhanna Birgisdóttir Guðrún J. Haraldsdóttir Þorkell D. Jónsson Arndís Haraldsdóttir Ingþór K. Sveinsson Ingibjörg E. Ingimundardóttir Kristján V. Kristinsson Sigurður S. Ingólfsson Kristín S. Steingrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn og sonur, Árni Ragnar Árnason Þrastargötu 8, Reykjavík, sem lést af slysförum þann 21. maí, verður jarð- sunginn frá Neskirkju 2. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning í banka 0115, höfuðbók 14, reikningsnúmer 750663, kt. 250797-2579. Elmar Freyr Árnason Ingigerður R. Árnadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur E. Levy ljósmóðir, frá Katadal, verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardag- inn 30. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Ögn Levy Guðmundsdóttir Benedikt Jóhannsson Sigurður Ingi Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Magnúsar Finnbogasonar frá Lágafelli, Gilsbakka 2, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Kirkjuhvols fyrir góða umönnun. Auður Hermannsdóttir Vilborg Magnúsdóttir Gunnar Hermannsson Finnbogi Magnússon Þórey Pálsdóttir Ragnhildur Magnúsdóttir Guðmundur Erlendsson og barnabörn. AFMÆLI MELISSA ETHERIDGE TÓNLISTAR- KONA ER 48 ÁRA. RUPERT EVERETT LEIKARI ER FIMMTUGUR. ANNETTE BENING LEIKKONA ER 51 ÁRS. MARGRÉT FRÍMANNS- DÓTTIR, FORSTÖÐU- MAÐUR FANG- ELSISINS Á LITLA-HRAUNI, ER 55 ÁRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.