Fréttablaðið - 29.05.2009, Side 56

Fréttablaðið - 29.05.2009, Side 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 29. maí, 149. dagur ársins. 3.31 13.25 23.22 2.45 13.10 23.38 Einhvern tímann seint á 20. öld-inni (geri ég ráð fyrir) datt ein- hverjum velmeinandi verkfræð- ingi – eða óforbetranlegu letiblóði – í hug að „betrumbæta“ vekjara- klukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæða- skerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, held- ur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugs- ar ekki um annað en hversu marg- ar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra – að ekki sé minnst á ærlegra – að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. HVERSU MARGAR gæðastundir ætli fari í súginn af þessum völdum? Hversu margar góðar hugmynd- ir sem lýstur niður í höfuð okkur týnast í svefnþokunni? Hversu mikil verðmæti, andleg og verald- leg, verða ekki til? Hversu mörg andartök til að staldra við og njóta tilverunnar fara til spillis? Hversu mörgum stundum við morgunverð- arborðið missum við af eða nærandi samræðum við þá sem við elskum, þessum hversdagslegu augnablik- um sem gera lífið einhvers virði? NÚ MÁ VERA að einhverjum þyki fulldjúpt tekið í árinni, það sé engin frágangssök að fresta fóta- ferðartímanum um nokkrar mín- útur á hverjum morgni. En það er öðru nær. Sá sem dormar í fimm mínútur alla virka daga ársins – og þeir eru svo sannarlega til – dormar í tæpan sólarhring á ári. Á Íslandi eru um það bil 267 þúsund manns á vinnumarkaði og við nám í grunn- , framhalds- og háskólum landsins. Ef helmingur þeirra dormar að meðaltali í fimm mínútur á hverj- um virkum degi, sem er varlega áætlað, gerir það um 130.000 sól- arhringa á ári. Með öðrum orðum dorma Íslendingar samanlagt í um 356 ár á hverju ári. Það er ígildi þess að við höfum legið í móki frá árinu 1653! ÞETTA eru óhugnanlegar tölur. Dormið er skaðvaldur; kerfisbund- in innleiðing frestunaráráttu í morgunsárið sem eitrar út frá sér allan daginn. Með því að ýta á dorm- hnappinn er stefnan mörkuð; þetta verður dagur tafa, hiks og hálfkáks; dagur hinna óþvegnu nærfata, frest- uðu þingfunda og ósögðu ástarjátn- inga. Dormhnappurinn er yfirlýs- ing um að lífið geti beðið betri tíma; þegar veröldin slær á þráðinn svar- ar kuldaleg rödd sem segir: „Þú ert númer fimm í röðinni.“ SAGT ER að siðrof hafi orðið í sam- félaginu. Er þá ekki mál til komið að nú verði svefnrof? Svefnrof Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.