Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 10
10 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR
Í Miðbæjarskólanum – Fríkirkjuvegi 1
laugardaginn 6. júní kl. 10:00-14:00
Fyrirlestrar og kynningar á metnaðarfullu leikskólastarfi í
leikskólum Reykjavíkurborgar
- ALLIR VELKOMNIR -
Jafnrétti í leikskólum Tilfinningatjáning Nýjungar í
foreldrasamstarfi Kynning á ASSIST Fjörulallar
Íslenskukennsla í útinámi Söguaðferðin Tónlistarverkefni
Leikur er heilsubót Skapandi starf, smíðar og þæfingar
Leirvinna – taflmenn Verðlaust efni Heimsins börn
Stærðfræði í leikskóla Jóga og slökun Umhverfismennt
Hollt mataræði Þróunarverkefni um vísindi Handbækur og
námskrár Samstarf við myndlistarskóla Vinna með
þjóðsögur Gaman saman Ferilmöppur Útikennsla
Skilaboðaskjóða Efling sjálfsmyndar og félagsfærni
Fjölmenningarvefur Leikið og lært
Nánari upplýsingar um dagskrá á www.leikskolar.is
SJÁVARÚTVEGSMÁL Formaður sjáv-
arútvegsnefndar segir ekki koma
til greina að fara fyrningarleið í
sjávarútvegi ef það sannast að
hún hafi neikvæð áhrif á byggð-
irnar í landinu. Hann segir að
sátt verði að ríkja um málið svo
það fái framgang.
Þetta var meðal þess sem kom
fram á málþingi um auðlinda-
stýringu og fyrningarleið ríkis-
stjórnarinnar sem haldið var í
Vestmannaeyjum í gær.
Atli Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna og formaður sjáv-
arútvegsnefndar, sat málþingið í
fjarveru flokksbróður síns, Jóns
Bjarnasonar sjávarútvegsráð-
herra. Hann sagði að vandi sjáv-
arútvegs væri stærri og meiri en
hugmyndin um innköllun kvóta
og endurúthlutun. „Þar á ég við
framsalið, skuldsetningu grein-
arinnar og Evrópusambands að-
ild.“ Hann sagði jafnframt að
fyrningarleið yrði ekki farin ef
sýnt yrði fram á það að leiðin
gengi gegn því markmiði að efla
atvinnu og byggð í landinu. „Ég
mun ekki fara leið sem kollvarp-
ar sjávarútvegi.“
Þorvarður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri endurskoðunar-
fyrirtækisins Deloitte, greindi
frá útreikningum sínum um þýð-
ingu fyrningarleiðarinnar á fyr-
irtæki í rekstri. Niðurstaða hans
er að vegna skuldsetningar eigi
þau erfitt með að keppa um heim-
ildir sem fyrnast og verða end-
urseldar. „Ef fyrirtækin ná ekki
að leigja til sín allt sem verður
fyrnt frá þeim, þá munu þau fara
í greiðsluþrot á örfáum árum.
Kostnaðurinn við að umbylta
kerfinu með þessum hætti er sá
að skuldir þessara fyrirtækja
falla á bankana og ríkið þarf að
endurfjármagna bankana upp
á nýtt. Mér sýnist að ávinning-
ur ríkisins verði óverulegur og
því sé þessi leið allt of dýr til að
umbylta sjávarútvegi með þess-
um hætti“, segir Þorvarður.
Þórólfur Matthíasson, próf-
essor við Háskóla Íslands, sagði
fyrningu draga úr yfirfjárbind-
ingu í sjávarútvegi og minnki
því vaxtagreiðslur fyrirtækja.
„Í staðinn fyrir að greiða útlend-
ingum vexti þá renna þessir fjár-
munir í ríkissjóð og minnka þar
með skattheimtuþörf hins opin-
bera.“
Ólína Þorvarðardóttir, þing-
maður Samfylkingar, sagði mál-
flutning á þinginu einhliða gegn
fyrningarleiðinni og gagnrýndi
val framsögumanna. Hún sagði
málþingið „messu“ gegn fyrn-
ingu sem næði ekki til sjónar-
miða og hagsmuna nema hluta
þjóðarinnar. Hún minnti á af
hverju leiðin væri íhuguð; flótti
útgerðarmanna með milljarða út
úr greininni og byggðir í sárum
þess vegna.
svavar@frettabladid.is
Fyrning þýðir
gjaldþrot
Skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja þýðir að þau
geta ekki keypt fyrndar veiðiheimildir sem þýð-
ir gjaldþrot. Formaður sjávarútvegsnefndar segir
fyrningarleiðina ekki djúpstæðasta vanda útgerða.
ÞINGMAÐUR OG FISKVERKAKONA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sótti þingið og
ræðir hér við Elínbjörgu Magnúsdóttur fiskverkakonu sem hélt kröftugt erindi. Hún
varaði mjög við fyrningarleið og lagði áherslu á mikilvægi stöðugleika til að vernda
störf síns fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Ef fyrirtækin ná ekki
að leigja til sín allt sem
verður fyrnt frá þeim, þá munu
þau fara í greiðsluþrot á örfáum
árum.
ÞORVARÐUR GUNNARSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI DELOITTE
ATVINNUMÁL „Miðað við það
hvernig verið er að með-
höndla íslenskt atvinnulíf
í vaxtamálum, haftamál-
um og varðandi fyrningar-
leið í sjávarútvegi þá sé ég
ekki betur en fyrningarleið
sé hugsuð fyrir allt íslenskt
atvinnulíf“, sagði Þór Sig-
fússon, formaður Samtaka
atvinnulífsins, á málþingi í
Vestmannaeyjum í gær. Þór
sagði að í raun væri verið að fyrna
allt íslenskt atvinnulíf og vitnaði
til stýrivaxtalækkunar Seðlabank-
ans í gær. „Maður óttast að stefnt
sé að því að setja íslensk fyrirtæki í
þrot. Hugmyndin er sú að íslenskur
einkarekstur hafi sýnt
svo mikið ábyrgðarleysi
á undan förnum árum að
það sé ástæða til að taka
þetta fólk og setja það út
af sakramentinu og setja
nýtt fólk í staðinn. Fyrn-
ingarleiðin í sjávarútvegi
er bara ein birtingarmynd
þessa.“ Hann sagði að hug-
mynd um eignasýslufélag
sem tæki yfir þjóðhags-
lega mikilvæg fyrirtæki væri að
breytast í umfjöllun Alþingis og
nú sé rætt um að taka yfir „skuld-
sett fyrirtæki“ sem í grunninn væri
hugmynd um að leggja allt íslenskt
atvinnulíf undir ríkið. - shá
Þór Sigfússon var harðorður á málþingi í Eyjum:
Fyrning nær til alls
ÞÓR SIGFÚSSON