Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 36
5. júní 2009 FÖSTUDAGUR
NUDD
Verð frá
1690.-
Selásbraut 98
110 Árbæ S:577 3737
LAUGAVEG 54
SÍMI: 552 5201
Upplifið nýjasta S
ims leikinn sem e
r mun
stærri, opnari og
fjölbreyttari en áð
ur!
SENDU SM
S EST SIMS
Á NÚMERIÐ
1900
- ÞÚ GÆ
TIR UNNÐ E
INTAK!
Fullt af aukavinni
ngum: Tölvuleikir
,
DVD myndir, g
os og margt fleira
!
KOMIN
N Í
ELKO!
9. HVER VINNUR!
199 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Þri 9/6 kl. 20:00 forsýn. U
Mið 10/6 kl. 20:00 forsýn. U
Fim 11/6 kl. 20:00 frums. U
Fös 12/6 kl. 20:00 2.sýn Ö
Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn Ö
Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö
Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn Ö
Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö
Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýn
Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýn
Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýn
Grease – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma!
folk@frettabladid.is
„Nokkrum dögum fyrir
tökur varð ég alveg
ótrúlega stressuð og sú
hugsun hvarfl aði að
mér að kannski væri
ég búin að gleyma
hvernig ætti að
leika.“
JENNIFER LOPEZ
Var nokkuð taugatrekkt
þegar hún átti að fara að
leika í sinni fyrstu kvikmynd
eftir nokkurt hlé.
„Mig langar í stærri rass. Og fá
meira kjöt á beinin, verða aðeins
ávalari. En það er víst ekki minn
líkamsvöxtur.“
CAMERON DIAZ
Er ekki alveg sátt við líkama sinn og ólíkt
mörgum öðrum konum vill hún
sjá hærri tölu á vigtinni.
„Mér finnst það yndislegt. Ég ákvað
ekki að gerast leikkona af því að ég
þráði viðurkenningu fyrir skákhæfi-
leika. Hluti af því að vera Hollywood-
stjarna er að vera talinn aðlaðandi.“
MEGAN FOX
Þykir greinilega ekkert leiðinlegt að vera álitin
kyntákn.
Djúpið, einleikur eftir
Jón Atla Jónasson, verður
frumsýnt á Íslandi í kvöld í
Borgarleikhúsinu en það er
stórleikarinn Ingvar E. Sig-
urðsson sem flytur verkið.
Djúpið hefur verið sýnt við
góðan orðstír í Skotlandi
– sem þjónar þá hlutverki
„Off Broadway“ fyrir ís-
lenska leikhúsgesti.
„Ég var dálítið á sjó þegar ég var
yngri og í fyrsta bekk í mennta-
skóla íhugaði ég það alvarlega að
fara í Stýrimannaskólann. En ég
fór aðra leið. Þetta er spennandi
umfjöllunarefni og að mörgu leyti
séríslenskt. Það er útgangspunkt-
ur minnar vinnu að skrifa og gera
leikhús fyrir Íslendinga,“ segir
Jón Atli Jónasson, leikskáld og
leikstjóri.
Frumraun Jóns Atla sem leik-
stjóra getur að líta í Borgarleik-
húsinu í kvöld en þá verður ein-
leikur hans, Djúpið, frumsýndur
á Íslandi. Það er stórleikarinn
Ingvar E. Sigurðsson sem flytur
verkið. Djúpið byggist á nokkrum
skip sköðum sem hafa orðið undan
ströndum landsins. Það fjallar um
mann sem vaknar, fer út á sjó, allt
í góðu. Hann leggur sig og vaknar
við þau ósköp að skipið er á hvolfi.
Eftir Jón Atla liggja nokkur leik-
rit og þar hefur hann tekið sjó-
mennskuna fyrir – sem er ekki
algengt meðal manna á borð við
Jón Atla, sem hafa fremur á sér
yfirbragð listamannatýpunnar
sem má sjá bregða fyrir á kaffi-
húsum í póstnúmeri 101.
Nú ber svo til að Djúpið var
frumsýnt um páskana úti í
Glasgow í Oran Mor-leikhúsinu
og var einn þekktasti leikari Skot-
lands, Liam Brennan, í aðalhlut-
verkinu. Viðtökur gagnrýnenda
voru frábærar en Djúpið fékk
fjórar stjörnur í The Scotsman.
Í kjölfarið var farið með verkið
á leikferðalag um norðurströnd
Skotlands og það sýnt í litlum sjáv-
arþorpum. „Við erum eitt af aðal-
verkum Edinburg Fringe Festival í
ár. Sýnum allan ágústmánuð í Ass-
embly Rooms í hjarta borgarinn-
ar. Edinburg Fringe Festival er ein
stærsta leiklistarhátíð í Evrópu og
um milljón gestir koma á hátíðina.
Hún er stærsta túrista „attraks-
jón“ í Bretlandi. Okkur hafa borist
mörg tilboð um að sýna verkið og
fara með það á sýningarferðalag
um Evrópu,“ segir Jón Atli. Þannig
þjónar Skotland nú hlutverki „Off
Broadway“ fyrir íslenska leikhús-
gesti. En sá háttur er hafður á í
bandarísku leikhúsi að áður en til
frumsýninga á Broadway kemur
eru verk prufukeyrð annars stað-
ar. En af hverju Skotland?
„Ég hafði séð uppsetningu í leik-
stjórn skoska leikstjórans Graeme
Maley á Svörtum fugli eftir David
Harrower. Í framhaldinu ákváð-
um við að setja verkið upp í Skot-
landi,“ segir Jón Atli en stefnt er
að sýningum Djúpsins eitthvað
fram eftir vori. „Við stefnum líka
að því að sýna verkið úti á landi.
Okkur finnst við bera skyldu til
þess. Skoska uppsetningin fór úr
þjóðleikhúsi þeirra og í nokkur
lítil sjávarþorp þar sem var sýnt
í félagsheimilum. Mér þótti afar
vænt um það.“
jakob@frettabladid.is
Sjómennskan ekkert grín
INGVAR OG JÓN ATLI Það er alvöru viðfangsefni sem þeir félagar glíma við í Djúpinu
en sjómaður vaknar við þau ósköp að bátur hans er kominn á hliðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR