Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 16
16 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
Var gaman eða ekki?!
DV gerir sér mat úr því að árið 2007
hafi Gísli Marteinn Baldursson verið
í hópi þeirra sem Glitnir bauð í veiði-
ferð til Rússlands, þar sem gestum
var meira að segja
boðið í herþyrlu. Að
sögn Gísla Marteins
var hann í hlutverki
„eins konar veislu-
stjóra“ í ferðinni en
fékk þó ekki „greitt
sérstaklega“ fyrir
viðvikið. Athygli vekur
að þótt Gísla
hafi að
eigin
sögn
„alltaf fundist gaman að vera veislu-
stjóri“ sér blaðamaður ástæðu til að
taka sérstaklega fram að Gísli hafi
ekki viljað gefa upp hvort honum
hafi fundist gaman í ferð-
inni eða ekki. Verður DV
ekki að draga Gísla fyrir
upplýsinganefnd til að fá
úr því skorið hvort ferðin
hafi verið skemmtileg?
Friðarsinnar
fagna
Boðsgestir
Glitnis í lax-
veiðiferðum til
Rússlands skor-
uðu óvænt stig
hjá Samtökum hernaðarandstæð-
inga, undir forystu Stefáns Pálssonar,
sem sendu frá sér tilkynningu vegna
fréttarinnar í gær. Þar segir meðal
annars: „SHA taka ekki afstöðu til
réttmæti þátttöku kjörinna fulltrúa
í slíkum ferðum, en fagna að öðru
leyti förinni, enda hafa viðkomandi
herþyrlur þá ekki nýst til að drepa
fólk á meðan, til dæmis í stríði Rússa
í Téténíu. Samtök hernaðarand-
stæðinga hvetja til þess að gengið
verði enn lengra í þessa átt og
öllum herþyrlum heimsins falin
ný verkefni, svo sem í tengslum
við menningar tengda ferða-
mennsku eða sportveiðar.“
bergsteinn@frettabladid.is
R
íkisstjórn Íslands átti í meiri vandræðum með heim-
sókn Dalai Lama en nágrannaþjóðirnar eins og Dan-
mörk til að mynda. Ástæðan er ekki ósnoturt hjartalag
ráðherranna. Þvert á móti má vitna til margra yfir-
lýsinga þeirra frá stjórnarandstöðutímanum sem bera
vott um sterka samstöðu með undirokuðum minnihlutahópum.
Það er hins vegar önnur hlið á viðbrögðunum við heimsókn
þessa friðarverðlaunahafa Nóbels til Íslands sem vert er að
skoða. Hún snýr að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Segja má
að tvær kenningar hafi verið ráðandi um hvernig Ísland kæmi
ár sinni best fyrir borð í alþjóðasamfélaginu.
Önnur er sú að best sé að skipa landinu í sveit og bindast þeim
þjóðum sem næst okkur standa í menningarlegum efnum, pólitík
og viðskiptum. Um þetta snerist aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu. Sókn og vörn fyrir þá stefnu hvíldi á þeirri tíð mest á herðum
Bjarna Benediktssonar.
Hin leiðin felst í því að aka seglum eftir vindi og leita skjóls
og samstöðu í alþjóðasamfélaginu eftir því hvernig vindar blása
hverju sinni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, talaði
fyrir þeirri hugmyndafræði á ráðstefnu í Andorra fyrir rúmu
ári um tækifæri smáríkja í hagkerfum veraldarinnar.
Þar minnti forsetinn á að Ísland væri fyrsta og eina Evrópu-
ríkið sem ætti í sjálfstæðum fríverslunarviðræðum við Kína. Um
leið ítrekaði hann að Ísland gæti tryggt stöðu sína og sveigjan-
leika með því að stofna sjálfstætt til viðskiptatengsla við þjóðir
og fyrirtæki víðs vegar í heiminum án þess að vera bundið af
flóknu samningaferli Evrópusambandsins.
Þessi kenning lítur betur út í orði en á borði. Vandræðagangur
ríkisstjórnarinnar með Dalai Lama er lítið saklaust dæmi um
að heimurinn er harðari og hagsmunirnir flóknari en svo að það
gangi upp að tryggja stöðu þjóðar með samningum við Kína í
dag og Bandaríkin á morgun. Stærri þjóðir en Íslendingar hafa
komist að þeirri niðurstöðu.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra töldu að stoðir full-
veldisins væru ekki sterkari en svo að þær þyldu ekki andúð
kínverskra stjórnvalda. Danski forsætisráðherrann mat styrk
fullveldis þjóðar sinnar á annan veg.
Sveigjanleikakenningin byggist á sömu hugsun og hlutleysis-
stefnan. Um hana var algjör pólitísk eining í byrjun. Hún hrundi
hins vegar í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Í stað þess að
endurreisa hana með orðaleppum var farin önnur leið.
Heimurinn hefur breyst síðan. Atlantshafsbandalagið, sem var
þungamiðjan í utanríkispólitík Íslands, missti áhrifavald sitt í lok
kalda stríðsins. Norðurlandaráð hefur nú menningarlegt gildi en
enga pólitíska þýðingu. Þannig hefur losnað um kjölfestu Íslands
í alþjóðasamfélaginu.
Spurningin um aðild að Evrópusambandinu snýst ekki einasta
um peningastefnu og viðskipti. Í ljósi nýrra aðstæðna er hún
nauðsynlegt og rökrétt framhald af þeirri utanríkisstefnu sem
mótuð var fyrir sex áratugum. Hún er mikilvæg til að festa pólit-
ískan þyngdarpunkt landsins í alþjóðasamfélaginu eftir að aðrar
stoðir hafa veikst. Svo má ekki gleymast að íslensk menning er
hluti af evrópskri arfleifð.
Hin hliðin á heimsókn Dalai Lama varpar nokkru ljósi á þennan
veruleika.
Vandræðin með heimsókn Dalai Lama:
Hin hliðin
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Hrannar Pétursson svarar forstjóra
Símans
Síminn hefur á undanförnum árum misst marga af sínum stærstu við-
skiptavinum yfir til Vodafone. Þau eru
teljandi á fingrum annarrar handar
útboðin sem Síminn hefur unnið, oft-
ast vegna þess að fyrirtækið hefur ekki
boðið sambærilegt verð og aðrir en í
sumum tilvikum hefur Síminn einfald-
lega ekki staðist tæknilegar kröfur í
útboðunum.
Í því ljósi er sá pirringur forstjóra Símans,
sem birtist m.a. á forsíðu Fréttablaðsins í gær
og beindist að Vodafone, skiljanlegur. Hinn
eflaust ágæti forstjóri hlýtur hins vegar að tala
gegn betri vitund þegar hann heldur því fram,
að skattgreiðendur þurfi að greiða tugi milljarða
svo Vodafone og önnur dótturfélög Teymis (sem
er móðurfélag Vodafone) geti starfað áfram á
markaði. Slík ummæli eru beinlínis kjánaleg, því
ekkert slíkt stendur til. Þvert á móti er
fjárhagslegri endurskipulagningu Teym-
is ætlað að tryggja hagsmuni íslensku
bankanna og koma í veg fyrir að byrðar
lendi á skattgreiðendum. Engar skuldir
verða felldar niður, heldur verður hluta
þeirra breytt í hlutafé. Fyrri eigendur
missa allt sitt, en nýir eigendur standa
eftir með verðmæt fyrirtæki sem skapa
þeim miklar tekjur.
Rekstur Vodafone gengur vel og sann-
gjarn hagnaður af starfseminni mun
renna til nýju eigendanna. Bankarnir hafa
hins vegar lýst því yfir, að þeir hyggist
ekki eiga fyrirtækið til lengri framtíðar og selja
það hæstbjóðanda í opnu og gagnsæju ferli síðar
meir líkt og önnur dótturfyrirtæki Teymis.
Starfsmenn Vodafone láta það ekki trufla sín
daglegu störf, þótt stærsti keppinauturinn okkar
sé með Vodafone á heilanum. Þvert á móti eykur
það samheldnina í okkar hópi og viljann til að
veita bestu fjarskiptaþjónustuna á markaðnum.
Höfundur er upplýsingafulltrúi Vodafone.
Kjánalegar fullyrðingar
HRANNAR
PÉTURSSON