Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 5. júní
Ísak Freyr Helga-
son er 19 ára mennt-
aður förðunarfræðingur
og kom fyrst fyrir sjónir
landsmanna í þætt-
inum Nýtt útlit á Skjá
einum í vetur. Í viðtali
við Föstudag segir hann
frá uppvaxtar árunum,
vinnunni og framtíðar-
draumunum.
Viðtal: Alma Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Anton Brink
É
g ætlaði alltaf að
verða hárgreiðslu-
maður þegar ég var
yngri og þegar frænk-
urnar komu í heim-
sókn voru ekki liðnar fimm mín-
útur áður en ég var kominn í hárið
á þeim,“ segir Ísak og viður kennir
að tískuáhuginn hafi kviknað
snemma. „Þegar ég var lítill fannst
mér mjög gaman að hlusta á tón-
list, dansa og klæða mig í alls
konar föt. Ég málaði líka mikið,
samdi ljóð og var alltaf á línu list-
arinnar. Ég skar mig því fljótlega
úr og það varð til þess að ég var
mikið einn með sjálfum mér,“
bætir hann við.
Ísak er fæddur og uppalinn á Ól-
afsfirði, en á leikskólaaldri greind-
ist hann með ofvirkni og athygl-
isbrest sem mörkuðu djúp spor í
æsku hans. „Við mamma fluttum
suður á Hofsvallagötuna árið 1997
og ég fór í Melaskóla. Það var mjög
erfiður tími þar sem mamma vann
vaktavinnu í sjoppu á Hverfisgöt-
unni og ég þurfti alltaf að ganga
einn heim og opna fyrir mér sjálf-
ur. Hálfu ári síðar fluttum við
aftur heim, en árið 1998 komum
við aftur suður og ég var vistað-
ur inni á Bugl. Þá var ég bara átta
ára og man því óljóst eftir þessu,
en ég man að mér fannst erfitt að
koma aftur í bæinn, þurfa að gista
einn á Bugl og vera án mömmu
í fyrsta skipti. Það var alltaf mik-
ill ótti í mér sem ég tengdi ef til
vill eineltinu heima á Ólafsfirði.
Ég var með mikinn athyglisbrest
og þráhyggju sem fólst til dæmis
í að opna og loka hurðum oft í röð
og var settur á þunglyndislyf. Þau
gerðu það að verkum að ég hafði
litla stjórn á skapinu og fitnaði
mikið, sem gerði illt verra þegar ég
kom aftur heim til Ólafsfjarðar og
var orðinn miklu þyngri,“ útskýr-
ir Ísak. „Ég hætti því á lyfjunum,
en var síðan látinn á Ritalin. Það
hjálpaði mikið til, en samt ekki
nóg því ég átti mjög erfitt með að
hafa stjórn á mér og átti því nán-
ast engan vin á þessum tíma,“ út-
skýrir Ísak. „Það er mín upplifun
að maður læri að lifa með þessu
eftir því sem maður þroskast og
verður eldri, að töflur einar og sér
leysi ekki vandann. Auk þess hefur
mamma hjálpað mér alveg gríðar-
lega mikið að takast á við þetta
og hefur verið minn helsti stuðn-
ings maður hvað þetta varðar,“ út-
skýrir Ísak sem flutti alfarinn til
Reykjavíkur árið 2001, þegar hann
var ellefu ára.
ÖFGANNA Á MILLI
„Við mamma fluttum í Breið-
holtið og ég fór í Seljaskóla, en
út af veikindunum var mikið
vesen með mig í grunnskóla. Ég
var meira fyrir að skapa og gera
öðruvísi hluti heldur en að fara út
í fótbolta og varð því fyrir miklu
einelti. Ég átti líka mjög erfitt með
að einbeita mér í tímum. Okkur
var ráðlagt að ég færi í Öldusels-
skóla þar sem var sérdeild og ég
hafði sérkennara, en ég fann mig
aldrei og var sendur í aðra grein-
ingu á Bugl. Þá var búið að reyna
allt svo síðasta úrræðið var að ég
færi á Geldingalæk, sem var með-
ferðarstofnun úti á landi,“ segir
Ísak. „Allt var mjög stórt í snið-
um á Geldingalæk. Húsið var stórt,
búgarðurinn risastór og umhverfis
var ekkert nema náttúran og víð-
áttan. Við vorum um sex strákar
hjá hjónunum sem ráku þetta auk
tveggja starfsmanna. Þetta var erf-
itt til að byrja með því ég mátti
ekki sjá mömmu í tvo mánuði og
mér fannst reglurnar strangar. Ég
lærði mikið á því að vera þarna,
en fyrirkomulagið var þannig að
því fyrr sem árangurinn kom í ljós
því fyrr varstu tilbúinn að fara
aftur heim. Ég man eftir því að allt
gekk vel þangað til í lokin, þá fór
fullkomnunaráráttan að gera vart
við sig og hugsunin um að kom-
ast heim orðin það sterk að ég
var kominn í mína eigin geðveiki,
sem ég þó leyndi. Ég var á Geld-
ingalæk í ár og kom heim í miðj-
um áttunda bekk. Þegar ég byrj-
aði í Breiðholtsskóla var áráttan
á fullkomnun orðin það mikil að
mig var farið að verkja í allan lík-
amann. Ég hélt að ég væri kom-
inn með sjúkdóm og að ég væri
ekki fullkominn lengur, sem þýddi
vikulega heimsókn á læknavakt-
ina. Eina vikuna heilaæxli og hina
eitthvað annað,“ útskýrir Ísak.
„Sumarið eftir áttunda bekk
urðu miklar breytingar á lífi mínu.
Ég var djúpt sokkinn í þráhyggju
og átti erfitt með að fara út því
ég var ekki nógu fallegur fyrir al-
menning að mér fannst. Ég fór því
að hreyfa mig á kvöldin þegar fólk
var ekki á sveimi og endaði síðan
á að kaupa mér kort í ræktina.
Ég æfði alltaf snemma á morgn-
ana, um miðjan daginn og síðan
á kvöldin. Eitt grænt epli var nán-
ast það eina sem fór upp í mig yfir
daginn. Á fjórum mánuðum var ég
kominn úr 108 kílóum niður í 55
kíló. Ég var orðinn það mjór að
mamma hafði rosalegar áhyggjur
af mér og ég þurfti að fara í mæl-
ingar í hverri viku,“ útskýrir Ísak
og segist hafa ákveðið að snúa við
blaðinu.
„Á einum tímapunkti stóð ég
inni í herberginu mínu og hugs-
aði: „Hvað er ég að gera sjálfum
mér?“ Það eru ekki allir sem geta
bara sagt stopp, en þarna kom
einhver hugur í mig. Ég man að
ég stóð upp úr rúminu mínu, lagði
frá mér epli sem ég var að borða á
gluggakistuna og ákvað að þessu
yrði að linna,“ segir Ísak sem leit-
aði sér hjálpar vegna veikindanna
sín í kjölfarið.
KYNHNEIGÐIN AUGLJÓS
Aðspurður segist hann fyrst hafa
komið út úr skápnum í 10. bekk.
„Það var mjög fyndið því það var
svo greinilegt. Það eina sem ég
var ekki búinn að gera var að segja
það upphátt. Ég man að ég fór og
sagði við mömmu þar sem hún
sat og var að lesa, að við þyrftum
að ræða saman. Hún leit upp og
spurði hvort eitthvað væri að í
skólanum. Þegar ég neitaði því
spurði hún: „Ísak minn, ætlarðu
að segja mér að þú sért samkyn-
hneigður?“ Þegar ég játaði því
sagði hún: „Elskan mín, ég vissi
það þegar þú varst tveggja ára,“
útskýrir Ísak brosandi og segir
kynhneigðina aldrei hafa verið
neitt mál gagnvart vinum hans
á þeim tíma. „Ég eignaðist mjög
góða vini, reyndar aðal lega stelp-
ur, en það var aldrei neitt vanda-
mál. Mér var aldrei strítt vegna
kynhneigðar minnar. Ég gerði
bara það sem ég vildi og klæddi
mig eins og mér sýndist,“ bætir
hann við.
Í HEIMI TÍSKUNNAR
Í byrjun síðasta árs hóf Ísak förð-
unarnám í EMM school of make
up og útskrifaðist þaðan um vorið.
Í kjölfarið bauð Sóley Ástudóttir,
eigandi EMM, honum vinnu við
að aðstoða sig og síðasta sumar
tók Ísak þátt í förðunar- og hár-
greiðslukeppninni Hamskiptum
þar sem hann bar sigur úr býtum.
„Eftir að ég fór að vinna fyrir Sól-
eyju fór allt að rúlla. Ég sá svo
auglýst hárgreiðslunámskeið fyrir
förðunarmeistara hjá Kalla (Karli
Berndsen, hárgreiðslu- og förðun-
armeistara), en hann var þá ný-
kominn til landsins og ekki búinn
að opna stofuna sína Beauty-bar-
inn. Ég fór á námskeiðið og mán-
uði síðar bað hann mig um að að-
stoða sig í verkefni. Ég var svolítið
stressaður og misskildi verkefnið
þannig að ég víxlaði förðuninni á
konunum tveimur sem var verið
að mála. Ég man að ég stóð þarna
í sjokki, fannst ég vera búinn að
rústa samstarfi okkar og fór nán-
ast grenjandi heim. Hann hringdi
svo aftur í mig stuttu síðar, bað
mig um að aðstoða í öðru verkefni
og bauð mér svo vinnu eftir að
hann opnaði Beauty-barinn,“ út-
skýrir Ísak og segir þá Karl vinna
mjög vel saman, en Ísak var einnig
aðstoðarmaður hans í þáttunum
Nýtt útlit á Skjá einum í vetur.
„Ég er mjög hlédrægur í eðli
mínu og fíla mig bara við að
farða, taka þátt í verkefnum sem
tengjast því, sem aðstoðarmaður
Kalla, að svara símanum og sjá til
þess að við nærumst og svoleið-
is, svolítið svona „The devil wears
Prada“. Ég vissi því ekkert að ég
yrði í Nýju útliti en í fyrsta þætt-
inum þegar Kalli var að skoða
inn í einn fataskápinn kallaði
hann á mig; „nennirðu að koma,
þú ert líka í þessu,““ segir hann
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
SAGÐI SKILIÐ VIÐ ÞRÁHY
Stjörnumerki:
Naut.
Besti tími dagsins:
Kvöldið. Sérstaklega á sumrin
þegar heitt er.
Geisladiskurinn í spilaranum:
Hlusta voðalega lítið á geislaspil-
ara, en iPodinn hlusta ég mikið
á og það fer rosalega mikið eftir
skapinu hvernig tón-
listin er. Allt frá
hörðu elektrói til
arabískra tóna.
Uppáhalds-
verslunin:
Ég myndi segja að hérna heima
væri það Belleville. Það er allt-
af eitthvað brjálað „piece“ sem
maður verður að fá, en úti þá er
það örugglega Kokon To Zai.
Uppáhaldsmaturinn:
Kjúklingur, innbakaður í parm es-
an-osti og raspi.
Líkamsræktin:
Mér finnst mjög gott
að taka göngu á
kvöldin. Bæði til að
fá smá afslöppun og
hreinsa hugann.
Mesta dekrið:
Að vera á góðum stað
þar sem manni líður vel
og slappar af. Gæti svo
sem verið hvar sem er.
Ég lít mest upp til:
Móður minnar.