Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 12
12 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 15 Velta: 152 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 262 0,00% 713 +0,13% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUMIN. 2,32% FØROYA BANKI 0,84% MAREL FOOD S. 0,54% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 5,17% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,00 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,10 -5,17% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +0,84% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 55,70 +0,54% ... Össur 106,50 +0,00% Margt smátt Seinni partinn í dag stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir málþingi undir heitinu „Margt smátt gerir eitt stórt“. Orðatiltækið á líkast til vel við nú um stund- ir eftir fall risafyrirtækjanna sem bankarnir voru orðnir. Viðskiptaráð bendir á að lítil og meðalstór fyrirtæki séu samanlagt stærsti vinnuveitandi landsins og því burðarás í atvinnulífinu. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu gagnvart íslensku viðskiptalífi á þá leið að litlum og meðalstórum fyrirtækjum verði gert hærra undir höfði en verið hefur. Þingið verður haldið í Þjóðminjasafninu klukkan þrjú, en meðal framsögumanna verður Christina Sommer, forseti Sambands evrópskra smáfyrirtækja (European Small Business Alliance). Óvíst er þó að smáfyrirtæki á meginlandinu hafi sömu merkingu og smáfyrirtæki hér. Hvað á barnið að heita? Hér voru fyrir skömmu á ferðinni alþjóðlegir sérfræðingar bæði í efnahagskreppum og skóla- málum og veltu fyrir sér hvernig hér mætti laga mennta- kerfið að nýjum aðstæðum þannig að hjálpaði til við endur- reisn og yrði grunnur sem byggja mætti á framtíðarhagvöxt. Sérfræðingarnir skiluðu merkri skýrslu um málið þar sem meðal annars er lögð til víðtæk sameining skóla á háskólastigi. Kvisast hefur út að í framhaldi af birtingu skýrslunnar sé verið að kanna hugsanlega sameiningu eða samvinnu háskólanna þriggja, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskólans. Sá brandari gengur meðal skólamanna að vart gengi annað nafn á nýjan sameinaðan skóla en Samvinnuháskólinn. Og myndi það líklega ylja mörgum gömlum sambandsmanninum. Peningaskápurinn ... „Þetta er allt of skammt farið, því miður, og veldur veruleg- um vonbrigð- um,“ segir Finn- ur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands, um hundrað punkta lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í gær. „Í ljósi þess hve augljós þörf er á frekari lækkun vaxta fyrir atvinnulíf og heimili almennt, sýnir þetta skref líklega fyrst og fremst óánægju Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins með framvindu í mikil- vægum málum sem hann telur forsendu frekari vaxtalækkana,“ bætir hann við og vísar þar til áætlunar um fjármál hins opin- bera og endurreisn bankakerfis- ins. Finnur segir flesta átta sig á að samband vaxta og gengis hafi rofnað, eða jafnvel snúist við. „Og því virðist afstaða sjóðsins til vaxtamála hér notuð til að pressa á stjórnvöld um framgang þess- ara mála, sem hafa dregist allt of lengi. Spjótin beinast því að stjórnvöldum að gera grein fyrir áætlunum og hefja framkvæmd þeirra.“ - óká FINNUR ODDSSON Spjótin beinast að stjórnvöldum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við því að mikill fjárlagahalli í Bandaríkj- unum geti ógnað stöðugleika í bandarísku efnahagslífi og leitt til þess að lánakjör hins opinbera versni til muna. Seðlabankastjórinn, sem sat fyrir svörum hjá fjárlaganefnd bandaríska þingsins í vikunni, sagði uppkaup ríkisins á slæmum eignum banka og fjármálafyrir- tækja eiga þar hlut að máli. Seðla- bankinn geti ekki fjármagnað hít- ina til lengri tíma. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt aðgerðina, sem Englandsbanki hefur sömuleiðis tekið upp, mis- ráðna og bjóða hættunni heim. Bloomberg-fréttastofan segir gert ráð fyrir því að halli á fjár- lögum bandaríska ríkisins verði fjórfalt meiri á þessu ári en í fyrra. Munar þar mestu um aðgerðir stjórnvalda til að bæta eiginfjárgrunn stærstu banka Bandaríkjanna og koma í veg fyrir að þeir fari á hliðina. Barack Obama, forseti lands- ins, hefur lagt upp með að skera fjárlagahallann niður um helm- ing á kjörtímabili sínu, að sögn Bloomberg. - jab Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, svarar þingnefnd: Fjárlagahalli ógnar stöðugleika BEN BERNANKE Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir ekki útilokað að lánakjör ríkisins versni til muna vegna hallareksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Lánasýsla ríkisins býður út nýjan flokk ríkisbréfa næstkom- andi föstudag, nefndan RIKB25- 0612. Athygli vekur að skulda- bréfin eru óverðtryggð og segir í greiningu IFS að með útgáfunni sé tekið skref í þá átt að draga úr vægi verðtryggingar. IFS segir skrefið jákvætt, en hingað til hafi ekki verið í boði langtíma óverðtryggð skulda- bréf. Nú sé búinn til markaður með slík bréf og ætti ávöxtunar- krafa flokksins að „hjálpa til við verðlagningu langtíma óverð- tryggðra útlána og opna mögu- leika á slíkum lánum“. Með nýjum flokki verði hægt að meta verðbólguálag til nærri tíu ára sem bæti verðmyndun á skulda- bréfamarkaði. Skuldabréfin eru annars sögð hefðbundin, þau eru með vaxta- greiðslufyrirkomulagi og greið- ast vextir eftir á, einu sinni á ári. „Ársvextir verða ákvarðaðir í kjölfar tilboða sem berast og verða tekin í fyrsta útboði flokks- ins. Skuldabréfin eru óverð- tryggð og til sextán ára.“ - óká Skref frá verðtryggingu Vegna veikari krónu en gert hafði verið ráð fyrir gerir IFS Greining ráð fyrir því að verðbólga hjaðni líka hægar og verði 3,3 prósent í lok þessa árs. Fyrri spá gerði ráð fyrir 3,0 prósenta verðbólgu. Í endurskoðaðri hagspá IFS sem út kom í gær er áfram gert ráð fyrir veikri krónu þótt hún eigi eitthvað að braggast þegar líða tekur á árið. Reiknað er með að vöruskipti verði „heldur skárri“ á næstu mánuðum, en bráðabirgða- tölur um þau hafi valdið vonbrigð- um. „Ljóst er að núverandi afgang- ur af vöruskiptum er hvergi nægur og ef afgangur af vöruskiptum fer ekki vaxandi mun krónan enn halda áfram núverandi veikingar- ferli.“ Ljósir punktar eru þó sagðir að álverð hafi hækkað, auk þess sem sala sjávarafurða virðist ganga betur en í vetur. „Tekjur af erlend- um ferðamönnum aukast mikið yfir sumarmánuðina sem styrkir stoðir krónunnar. Útflæði gjald- eyris er sömuleiðis minna vegna vaxtagjalddaga seinni hluta árs og nýrra reglna um útborgun vaxta,“ segir í endurmati IFS á efnahags- málum. olikr@frettabladid.is Hægir á hjöðn- un verðbólgu Veikari króna breytir stöðunni segir IFS Greining. Á BENSÍNSTÖÐINNI Í endurskoðaðri efnahagsspá IFS Greiningar er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,3 prósent í lok ársins, í stað fyrri spár upp á 3,0 prósent. Koma þar til áhrif af veikari krónu en reiknað hafði verið með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í einu prósenti. Þeir hafa aldrei verið lægri. Jean-Claude Trichet seðlabanka- stjóri sagði, á vaxtaákvörðunar- fundi í gær, bankastjórnina ekki hafa í hyggju að lækka vextina frekar í bráð. Bloomberg-fréttastof- an segir ekki einhug innan banka- stjórnarinnar enda vilji sumir stjórnarmenn feta sömu stigu og kollegar þeirra hjá bandaríska seðlabankanum og Englandsbanka og færa stýrivexti nálægt núlli. Trichet vísaði ágreiningi innan bankastjórnarinnar á bug í dag og sagði þvert á móti að ákvörðunin nú hafi verið samhljóða. - jab Óbreyttir vextir á evrusvæðinu Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T ORKU- OG TÆKNISKÓLI Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í orkutæknifræði og mekatróník við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands. Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník (e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Umsóknarfrestur rennur út í dag!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.