Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 2
2 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR FRAKKLAND, AP Enginn mögu- leiki er á því að nokkur hafi lifað af flugslysið yfir Atlantshafi á sunnudagskvöld. Þetta hafa for- svarsmenn flugfélagsins Air France sagt ættingjum þeirra sem voru um borð í vélinni. Margar kenningar eru uppi um það hvers vegna og hvernig vélin hrapaði. Á miðvikudag fannst löng olíubrák í sjó í nágrenni braks og þótti það benda til þess að vélin hefði ekki brotnað fyrr en hún lenti í sjónum. Í gærdag sagði svo einn rannsóknarmann- anna að sjálfvirk skilaboð frá vél- inni bentu til þess að vélin hefði brotnað í sundur í loftinu. - þeb Flugslysið í Atlantshafi: Ættingjum sagt að gefa upp von FÓLK Samtök hernaðarandstæð- inga (SHA) lýsa ánægju sinni með fréttir af laxveiðiferðum íslenskra banka- og sveitarstjórnarmanna í Rússlandi. Samkvæmt frétt í DV í gær voru rússneskar herþyrlur notaðar til að ferja veislustjór- ann, Gísla Martein Baldursson, og félaga milli veiðistaða á Kóla- skaga. „SHA taka ekki afstöðu til rétt- mætis þátttöku kjörinna fulltrúa í slíkum ferðum, en fagna að öðru leyti förinni, enda hafa viðkom- andi herþyrlur þá ekki nýst til að drepa fólk á meðan, til dæmis í stríði Rússa í Tsjetsjeníu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. - kg Hernaðarandstæðingar: Fagna laxveiði- ferðum banka DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest refsidóma yfir þremur mönnum sem réðust með ofbeldi inn í íbúðarhús í Keilufelli í Breiðholti í mars í fyrra. Þre- menningarnir, Marcin Labuhn, Robert Kulaga og Tomasz Roch Dambski, voru allir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hæstiréttur lækkar hins vegar bæturnar sem þeim er gert að greiða fórnarlömbum sínum um rúman helming. Mennirnir réðust ásamt öðrum inn í húsið og stórslösuðu sjö íbúa með ýmsum vopnum, meðal annars járnstöng, hamri, sleggju, járnröri, gaddakylfu, golfkylfu, hafnaboltakylfu, hníf og öxi. - sh Hæstiréttur lækkar bætur: Refsing staðfest í Keilufellsmáli Á S B R Ú - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T Nánari upplýsingar á www.keilir.net. Umsóknarfrestur rennur út í dag! Nám á framhaldsskólastigi og starfsnám: Einkaflugmannsnám Nám á háskólastigi: Undirbúningsnám fyrir háskólanám: ALÞINGI Þingmenn Framsóknarflokksins reyndu á Alþingi í gær að sannfæra stjórnarliða um ágæti tillögunnar um afskriftir hluta lána heimila og fyrirtækja. En allt kom fyrir ekki; stjórnarliðar sátu við sinn keip. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir þingsálykt- unartillögu flokks síns. Sagði hann rangt, sem haldið hefur verið fram, að gríðarlegur kostnað- ur falli á ríkið verði leiðin farin. Í raun væri verið að lágmarka tap. Ekki væri um fjármagn ríkis- ins að ræða heldur lán sem bankarnir veittu og fjármögnuð voru af erlendum kröfuhöfum gömlu bankanna. Þau teljist nú að miklu leyti töpuð enda gangi skuldabréf þeirra kaupum og sölum á broti af upphaflegu verði. Sú staðreynd ætti að gefa til- efni til afskrifta gagnvart þeim sem tóku lánin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði það ákaflega fallega hugsun að vilja leið- rétta þessi mál í heild sinni, líkt og hverja aðra skekkju. Sérstaklega ef menn héldu að það kostaði ekki neitt. En hann gæti ekki með nokkru móti séð að sú væri raunin. Það gæti ekki orðið útgjalda- laust fyrir ríkissjóð að færa niður eignasöfn upp á hundruð milljarða. Undir lok máls síns lét Steingrímur að því liggja að tillaga Framsóknarflokksins væri alls ekki raunhæf. - bþs Formaður Framsóknarflokksins segir lán þegar töpuð og því óhætt að afskrifa: Ríkið ber ekki kostnað STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON SJÁVARÚTVEGUR Búið er að veiða sjö hrefnur frá því að veiðar hófust 26. maí. Fjórar veiddi áhöfn Jóhönnu ÁR á miðvikudaginn. „Það hefur allt gengið vel, vinnslan og skurður um borð. Salan er líka framar vonum,“ segir Gunnar Berg- mann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna. Hvalaskoðunarfélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagt er að Jóhanna ÁR hafi verið alltof nálægt hvalaskoðunarskipum á miðvikudaginn. „Hvalaskoðunarsamtök Íslands ítreka að veiðar og hvalaskoðun geta ekki farið saman og það að leyfa veiðar í svo mikilli nálægð við svæð- in eins og raun ber vitni er fásinna, nema að tilgangurinn sé að gera út af við hvalaskoðun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Gunnar Bergmann segir Jóhönnu ÁR alltaf vera langt fyrir utan svæð- in sem kölluð eru hvalaskoðunar- svæði. „Þeir verða bara að passa sig að halda sig innan þessarar línu sem liggur í kringum 12 mílurnar,“ segir Gunnar. Í reglugerð eru hvalveiðar á tilteknum svæðum bannaðar. Stefnt er að því að klára hrefnu- kvótann, hundrað dýr, í sumar og haust. Af þeim sjö dýrum sem veiðst hafa eru fimm tarfar og tvær kýr. „Kjötið af kvendýrunum er betra. Við veiddum þær utarlega og munum fara þangað meira í sumar. Við höfum verið að fara 50 mílur út frá Gróttu og þar er allt krökkt af hrefnu,“ segir Gunnar Bergmann. - vsp Sjö hrefnur hafa nú veiðst frá því að Jóhanna ÁR hóf veiðar í síðustu viku: Halda sig vel innan línunnar HREFNA Hvalaskoðunarfélag Íslands segir fásinnu að leyfa veiðar í mikilli nálægð við hvalaskoðun. DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl- maður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hæsta- rétti, auk greiðslu miskabóta að upphæð 800 þúsund krónur, vegna kynferðisbrots gegn fimm ára stúlku í september 2008. Hann ruddist inn í svefnher- bergi húss þar sem litla telpan svaf við hlið ömmu sinnar. Hann færði telpuna úr náttbuxum og nærbuxum og áreitti. Maðurinn, Jóhann Sigurðar- son, neitaði sök og bar við minn- isleysi vegna áfengisneyslu. Fingrafar hans sem fannst innan á rúðu og hráki á tröppum hússins, reyndist við DNA-rann- sókn vera úr manninum. Þá passaði lýsing ömmunnar við hann. Dómurinn taldi því að fram væri komin sönnun um að hann hafi brotist inn í húsið og verið staddur í svefnherberginu um nóttina. - jss Fékk fjögurra ára fangelsi: Braut á fimm ára stúlkubarni UTANRÍKISMÁL Ekkert er gefið upp um af hvaða sökum sendiherra Kínverja hefur verið kallaður heim, og hvort annar verður skip- aður í hans stað. Benedikt Jónsson, starfandi ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, neitar að ræða þetta við fjölmiðla, en segist ekki vita betur en að sendiherrann sé hér enn. Hann mælti með því að kínverska sendiráðið svaraði þessu. Þar fékkst einungis staðfest að sendiherrann væri ekki farinn af landi brott, en sá sem varð fyrir svörum í sendiráðinu sagðist ekki vita meira um málið. - kóþ Óvissa um sendiherrann: Sambandið við Kínverja óljóst Gunnhildur, kemur Rauði krossinn til hjálpar ef menn vita ekki svarið? „Ja, nú er tækifæri fyrir fólk að sjá hvernig Rauði krossinn bregst við þegar mest á reynir.“ Haldin verður spurningakeppni í Rauða kross-húsinu í kvöld í tilefni af því að spilið „Spurt að leikslokum“ kemur þá út. Gunnhildur Sveinsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. SLYS „Auðvitað verður manni brugðið. Maður væri ekki heil- brigður annars. Ég hef verið á sjó síðan ég var krakki og veit hvað sjórinn getur gert. Hann gefur og tekur,“ segir Karl Einar Óskars- son, annar hafnsögumannanna sem voru hætt komnir þegar bát þeirra hvolfdi í innsiglingunni í Sandgerði í gær. Varðskipið Týr hafði verið ásamt dráttarbátum að draga af stað togarann Sóleyju Sigur- jóns, sem hafði strandað í inn- siglingunni, og var búið að toga hátt í klukku- stund þegar skipið losnaði. Samkvæmt til- kynningu Land- helgisgæslunnar voru það landfestar Sóleyjar, sem tengdar voru í hafnsögubátinn, sem drógu hann á hliðina þegar Sóley losnaði, en Karl Einar vill ekki fjöl- yrða um hvers vegna fór sem fór, ekki fyrr en eftir sjópróf. Karl Einar var sjálfur úti á dekki og fór því beint í sjóinn. Hann var kominn í bát björgunarfélagsins Sigurvonar innan við hálfri mín- útu síðar. Skipstjóri bátsins, Aðalsteinn, var hins vegar inni í stýrishúsinu þegar bátnum hvolfdi og birtist ekki ofansjávar fyrr en eftir eina til tvær mínútur. Guðmundur Ólafsson, formað- ur björgunarsveitarinnar Sigur- vonar, segir björgunina sem slíka hafa gengið vel, þangað til bátnum hvolfdi. „Það var svolítið sjokk,“ segir hann. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir þessu. En það var verið að draga þrettán hundruð tonna skip og við vorum á tiltölu- lega mikilli ferð. Þú stoppar ekki þrettán hundruð tonn á einu augna- bliki,“ segir Guðmundur. Í gærkvöldi vann köfunarfélag að því að ná hafnsögubátnum úr höfninni með því að koma belgj- um á hann. Togarinn Sóley er tal- inn óskemmdur og sigldi undir eigin vélarafli til hafnar. „Þetta er mjög þykkt stál í honum, byggt fyrir ísinn við Grænland,“ segir Guðmundur. Ekki var vitað hvort olía hefði lekið úr togaranum í gær. klemens@frettabladid.is Mönnum bjargað fyrir utan Sandgerði Tveir menn fóru í sjóinn þegar hafnsögubát hvolfdi við björgunarstörf. Hann hafði flækst í landfestar togarans Sóleyjar, sem var verið að draga af strandstað. Skipstjórinn var inni í stýrishúsi neðansjávar í allt að tvær mínútur. GUÐMUNDUR INGI ÓLAFSSON Á STRANDSTAÐ Litlu munaði að Tý tækist ekki að draga Sóleyju Sigurjóns á flot, en það tókst að lokum. MYND/VÍKURFRÉTTIR LAUS ÚR GREIPUM ÆGIS Fagnaðar- fundir urðu við höfnina þegar allir voru komnir heilu og höldnu úr volkinu. Þrír mánuði fyrir að rífa í hár Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árás á tvo lögregluþjóna, konu og karl. Maðurinn var ósáttur við afskipti lög- regluþjónanna af sér inni á skemmti- stað, kýldi annan þeirra í brjóstkassann og reif síðan í hárið á þeim báðum. DÓMSTÓLAR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.