Fréttablaðið - 05.06.2009, Blaðsíða 8
8 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR
1 Hver var valinn orðheppnasti
leikarinn í lokahófi leikara-
boltans?
2 Hvaða lið er í efsta sæti í
efstu deild knattspyrnu kvenna?
3 Hvað heitir nýskipaður ráðu-
neytisstjóri félagsmálaráðuneyt-
isins?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
EGYPTALAND, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti kallaði eftir
nýju upphafi í samskiptum Banda-
ríkjanna og múslima í ræðu sinni
í Kaíró í Egyptalandi í gær. Hann
sagði að binda þyrfti enda á víta-
hring tortryggni og ósættis. Í sam-
einingu væri hægt að takast á við
hryðjuverkamenn og öfgastefnur
um allan heim og vinna að friði í
Mið-Austurlöndum.
Obama talaði um friðarviðræður
í Mið-Austurlöndum, Íran, stríðin
í Afganistan og Írak og Al-Kaída.
Hann sagði íslam ekki vera hluta
af vandamálinu í baráttunni gegn
hryðjuverkum, heldur mikilvægan
hluta þess að stuðla að friði.
Ræða Obama fékk góð við-
brögð, meðal annars frá tals-
manni Hamas-samtakanna í Pal-
estínu, sem sagði breytingar á
orðum Obama og ræðum George
Bush á sínum tíma. Fyrrverandi
varaforseti Írans tjáði sig líka um
ræðuna og sagði hana sárabætur
fyrir það fjandsamlega umhverfi
sem hefði verið búið til í tíð Bush.
Þá sagði hann ræðuna geta verið
fyrsta skrefið í því að eyða rang-
hugmyndum Vesturlanda um mús-
limaheiminn og öfugt.
Obama heldur í dag til Þýska-
lands þar sem hann mun ræða við
Angelu Merkel kanslara. Á morgun
verður hann í Frakklandi, áður en
hann heldur aftur til Bandaríkj-
anna. - þeb
Barack Obama ávarpaði múslima í ræðu sinni í Egyptalandi í gær:
Kallar eftir nýju upphafi
Í KAÍRÓ Forsetinn hélt ræðu sína í
Háskólanum í Kaíró í gær. Þar sagðist
hann meðal annars vilja eyða staðal-
ímyndum Vesturlanda um múslima og
öfugt. Þá vitnaði hann í Kóraninn í ræðu
sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UTANRÍKISMÁL Reynsla Kýpur og
annarra smáþjóða af aðild að ESB
var meðal umtalsefna á fundi for-
seta Íslands og Kýpur í gær.
Forseti Íslands er á Kýpur
vegna Smáþjóðaleikanna sem þar
fara fram.
Í tilkynningu frá forsetaemb-
ættinu kemur fram að orku-
mál voru einnig til umræðu.
Lýsti Kýpurforseti áhuga á auk-
inni samvinnu ríkjanna í þróun
hreinnar orku. Þá lýsti hann til-
raunum sínum til að ná samkomu-
lagi við forystusveit tyrkneska
minnihlutans um skiptingu eyj-
arinnar sem tryggt gæti friðsam-
lega sambúð allra eyjarbúa. - bþs
Forsetar Íslands og Kýpur:
Ræddu um ESB
og orkumál
AFMÆLIS-
HÁTÍÐ 1
ÁRS
Lindir Kópavogi eiga afmæli og af því
tilefni verður afmælishátíð alla vikuna.
Ný tilboð á hverjum degi hjá öllum fyrirtækjum.
TILBOÐ DAGSINS:
KÓPAVOGI
2GB
3.495
Dagstilb
oð
MP3 - m
.USB
59.995
Dagstilb
oð
Alsjálfvi
rk
MP3 spilari. LOGMP31002. Espressovél, SAE240.
(fullt verð 11.990)(fullt verð 6.490)
DAGSTILBOÐ
Gildir aðeins í dag 5.júní
FERSKT & NÝB
AKAÐ!
kr.
stk.99
Baguett
e
Rúnstyk
ki m/bir
ki
3 stk
á 99 kr
kr.
pk.199
Jarðarb
er í ösk
ju
Virðing
Réttlæti
Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda?
Gleðilegt sumar!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Þeir félagsmenn VR sem eru í starfi í
fyrstu viku maí, eða hafa starfað samfellt
hjá sama vinnuveitanda í 12 vikur á
orlofsárinu, eiga rétt á orlofsuppbót að
upphæð 19.000 kr. miðað við fullt starf.
Annars hlutfallslega miðað við starfs-
hlutfall og starfstíma síðastliðið orlofsár.
Þeir sem eru í hlutastarfi eiga að fá
greidda orlofsuppbót í samræmi við
starfshlutfall sitt.
Orlofsuppbótina á að greiða síðasta lagi
þann 1. júní.
Nánar á www.vr.is
LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítugur lit-
háískur karlmaður slasaðist lífs-
hættulega um miðjan dag í gær
þegar til átaka kom í húsi við Grett-
isgötu í Reykjavík. Sex manns voru
handteknir í kjölfarið, fjórir karl-
menn og tvær konur. Fólkið er allt
af erlendu bergi brotið en hefur
verið búsett hér á landi um hríð.
Eftir því sem næst verður kom-
ist brutust átökin út fyrri hluta
dags í gær. Um eittleytið var lög-
reglan kvödd á staðinn og reynd-
ist einn þeirra sem var á staðnum
illa særður eftir átökin. Ekki er
ljóst hvort áverkarnir voru eftir
högg og spörk einungis eða egg-
vopn og barefli einnig. Íbúi í hús-
inu sem Fréttablaðið ræddi við í
gær sagði að þar byggi nú hópur
fólks, einkum frá Austur-Evrópu,
sem hefði misst vinnuna en lifði á
atvinnuleysisbótum. Mikið væri
um áfengis neyslu á staðnum jafnt
daga sem nætur.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins var fólkið sem handtekið
var frá Litháen og Póllandi. Hinn
yngsti hinna handteknu er á þrí-
tugsaldri en sá elsti á fimm-
tugsaldri. Flest er fólkið búsett í
umræddu húsi.
Í dag verður tekin ákvörðun um
hvort farið verður fram á gæslu-
varðhald yfir einhverjum þeirra
sem inni sitja eða þeim sleppt að
loknum yfirheyrslum. Maðurinn
sem særðist fór beint í aðgerð á
Landspítalanum í gær, þar sem
gert var að sárum hans. Tvísýnt
var um líf hans í gærkvöld þegar
blaðið fór í prentun.
Karlmaður í lífshættu
eftir misþyrmingar
Fjórir karlar og tvær konur eru í haldi lögreglu eftir átök í heimahúsi í Reykja-
vík í gærdag. Þrítugur karlmaður er lífshættulega slasaður eftir misþyrmingar.
Maðurinn fór beint í aðgerð á Landspítalanum í gær. Tvísýnt er um líf hans.
GRETTISGATA 43 Flestir þeirra sem handteknir voru búa í þessu húsi við Grettisgötu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
VEISTU SVARIÐ?