Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 6
6 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR fyrir alla sem www.gottimatinn.is gerður fyrir mat! – 5x5x5 cm kubbur af rjómaosti gjörbreytir sósunni. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 Fitsroy 60+10 23.995 26.995 27.995 Vango og Mammut 6.995 8.995 38.995 20% afsláttur af Mountain hardwear fatnaði - 20% Margar gerðir af göngubuxum Mammut Mount trail xt gtx gönguskórnir okkar vinsælustu skór FJARSKIPTI Íbúar við Hörpugötu í Reykjavík eru ósátt- ir við að ekki verði lagður ljósleiðari í hús í götunni þrátt fyrir rask á vegum Reykjavíkurborgar og Orku- veitunnar í götunni. Hverfið er ekki á áætlun ársins segir framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. „Við undrumst að gengið sé hálfa leið þegar hægt er, og tækifæri til, að ganga alla leið,“ skrifar Bald- vin Gunnar Árnason, íbúi við Hörpugötu, í bréfi til Gagnaveitunnar. Reykjavíkurborg ákvað að endurnýja gangstéttir við Hörpugötu, Góugötu og Þjórsárgötu og eins og venjan er í slíkum tilvikum nota Orkuveita Reykja- víkur og Gagnaveita Reykjavíkur tækifærið til að leggja þær lagnir sem þarf, segir Birgir Rafn Þráins- son, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið lagður ljós- leiðari undir gangstétt og að lóðarmörkum, en þar sem Orkuveitan hafi ekki endurnýjað leiðslur heim að húsum hafi Gagnaveitan ákveðið að tengja ljósleiðara við húsin síðar. Birgir segir að þar sem hverfið hafi ekki verið á framkvæmdaáætlun Gagnaveitunnar í ár sé einfald- lega ekki til fé til að leggja ljósleiðara að húsunum. Óverulegur kostnaður sé við að fresta því, og ekki þurfi að raska gangstéttum eða götunni aftur þegar það verði gert. - bj Íbúar ósáttir við að rask í götunni sé ekki nýtt til að koma ljósleiðara í hús: Bíða eftir heimtengingum RASK Reykjavíkurborg ákvað að endurnýja gangstéttir við nokkrar götur í Skerjafirðinum í sumar, og nota veitufyrirtæki tækifærið til að koma lögnum í jörð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNA Allir starfsmenn SPRON á uppsagnarfresti fengu launin sín greidd í gær en slitastjórn SPRON hafði lofað því að það yrði gert. „Mér finnst gott að þingmenn sýndu þann vilja að breyta þessu,“ segir Ósvaldur Knudsen, talsmað- ur fyrrum starfsmanna SPRON, sem segist jafnframt feginn að þessu sé lokið. Mikill styr hefur staðið um launagreiðslur til starfsmanna SPRON en sett voru lög á mánu- dag þar sem slitastjórninni var veitt heimild til að greiða út laun- in. Slitastjórninni hafði ekki talið sér heimilt að greiða út launin. - vsp Slitastjórn borgaði laun í gær: Feginn að þessu sé lokið UTANRÍKISMÁL Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir lögfræðinga Seðlabankans hafa blekkt utanríkismálanefnd. Minnisblað sem Sigríður Loga- dóttir aðallögfræðingur og Sig- urður Thoroddsen, lögfræðingur á Alþjóða- og markaðssviði bank- ans, lögðu fyrir utanríkismála- nefnd Alþingis, var ekki umsögn Seðlabankans. Þetta áréttaði Sig- ríður í tölvubréfi á þriðjudags- kvöld. Nefnd- armenn stóðu í þeirri meiningu að um formlegt álit bankans væri að ræða. Álitið er nei- kvætt í garð samninganna og hafði vakið nokkur v ið - brögð. Í bréfinu segir Sigríður: „Við lögfræðingar SÍ viljum undirstrika að minnis- blaðið til utanríkismálanefndar er samantekt á því sem kom fram á fundinum þar sem lögfræðingar mættu sem gestir og ber ekki að líta á sem umsögn Seðlabankans sem slíka.“ Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir að alltaf hafi legið ljóst fyrir að verið væri að leita eftir umsögn bankans, ekki tveggja lögfræðinga. Aðrir nefnd- armenn sem Fréttablaðið talaði við tóku undir það. Ekki náðist í Sigríði í gær, en í svari frá Seðlabankanum segir að minnisblaðið sé hluti af gögnum sem notuð eru við gerð álits fyrir fjárlaganefnd, en fulltrúar bank- ans munu kynna það fyrir nefnd- inni í dag. Minnisblaðið sé því vinnugagn sem verði notað við lokaútgáfu álitsins. Minnisblaðið er ritað á bréfsefni Seðlabankans. Árni Þór var harðorður í garð Sigríðar og í viðtali við Ríkis- útvarpið talaði hann um „einka- flipp“ starfsmanna bankans. „Fyrir mér virðist sem viðkom- andi starfsmaður sé enn að vinna fyrir Davíð Oddsson.“ Þessi ummæli vöktu hörð við- brögð á Alþingi og Ólöf Nordal og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- menn Sjálfstæðisflokksins, kröfð- ust þess að Árni bæði starfsmenn- ina afsökunar. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar um Ice- save, segist vona að nefndin skoði álit lögfræðinganna eins og önnur álit. Það hafi þó allt aðra stöðu nú þegar búið sé að upplýsa að það er ekki álit Seðlabankans. Það breyti því þó ekki að það verði að skoða samviskusamlega, líkt og ótal önnur álit og greinargerðir sem hjálpi mönnum að komast að skyn- samlegri niðurstöðu. kolbeinn@frettabladid.is Segir lögfræðinga Seðlabankans blekkja Formaður utanríkismálanefndar segir lögfræðinga Seðlabankans hafa blekkt utanríkismálanefnd með því að gefa í skyn að persónulegt álit þeirra væri um- sögn bankans. Minnisblaðið var á bréfsefni Seðlabankans en er vinnugagn. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON REYKJAVÍK Umhverfis- og samgöngu- ráð Reykjavíkur ákvað í gær að mæla með því við borgarráð að sam- þykkja ekki skilyrði sem sett hafa verið fram vegna endurfjármögnun- ar Strætó bs. „Skiljanlega hafa sveitarfélögin áhyggjur af því að það sé endalaust að fara peningur í Strætó og þar af leiðandi settu þau fram ýmis skil- yrði. Við viljum í raun endurfjár- magna og að fyrirtækið haldi áfram en okkur fannst skilyrðin of bind- andi fyrir rekstur Strætó á næstu árum. Til dæmis er varla hægt að gera ráð fyrir því að áætlanir þessa árs standist,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs. Hún kveður alla fulltrúana í ráðinu sammála um nauðsyn þess að endurfjármagna Strætó en að skilyrði séu of ströng og heftandi. Samkvæmt tillögu Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu á að setja samanlagt um þrjá milljarða króna til að bæta skuldastöðu Strætó. Hlutur Reykja- víkurborgar nemur 1,4 milljörðum. Þorbjörg Helga segir alla fulltrúana í umhverfis- og samgönguráði sam- mála um að áðurnefnd skilyrði séu óaðgengileg. Hins vegar sé nauðsyn- legt að endurfjármagna Strætó. Ólafur F. Magnússon, sem lagði fram sérstaka bókun á fundinum í gær segist orðinn langþreyttur á umræðu um að Strætó sé á hausn- um. „Sum sveitarfélögin hafa verið þung í taumi og virðast heldur vilja bæta við þriðja einkabílnum hjá fjöl- skyldum en að bæta þennan sam- göngumáta,“ segir Ólafur. - gar Vilja endurfjármögnun Strætó en telja fyrirtækinu settar ósveigjanlegar skorður: Telja skilyrðin alltof bindandi Hefur þú leitað í Rauðakrosshúsið? Já 3,8% Nei 96,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Langar þig að skoða kjól Jóhönnu Guðrúnar sem verður til sýnis á Hringbraut 49 á næstunni? Segðu þína skoðun á vísir.is. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR Skilyrði meðeig- enda Reykja- víkurborgar í Strætó bs. eru of bindandi segir formaður umhverfis- og samgönguráðs. Fyrir mér virðist sem viðkomandi starfsmað- ur sé enn að vinna fyrir Davíð Oddsson.“ ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON FORMAÐUR UTANRÍKISMÁLANEFNDAR ALÞINGI Minnisblað sem utanríkismálanefnd Alþingis vissi ekki betur en að væri formleg umsögn Seðlabankans reyndist aðeins vera álit aðallögfræðings og lögfræð- ings á Alþjóða- og markaðssviði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.