Fréttablaðið - 15.07.2009, Page 8

Fréttablaðið - 15.07.2009, Page 8
 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR FYLLTU VASANN AF MENTOS TYGGJÓI! NÝ TT ! NOTAÐU FREKAR VISA TÖFRASTUNDIR VISA Í SUMAR ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI! 100 stórglæsilegir ferðavinningar að verðmæti yfir 4.000.000 kr. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir BANDARÍKIN Frá árinu 2001 var bandaríska leyniþjónustan CIA með áætlun tilbúna um að ráða helstu leiðtoga hryðjuverkasam- takanna Al Kaída af dögum. Þeirri áætlun var aldrei hrint í fram- kvæmd, en hún var heldur ekki lögð á hilluna fyrr en í síðasta mánuði. Bandarísku dagblöðin Wall Street Journal og New York Times hafa skýrt frá þessu síðustu daga. New York Times segir vandræða- gang hafa einkennt málið frá upp- hafi. Óljóst hafi verið hvernig ætti að standa að framkvæmdinni og sömuleiðis óljóst hverjir innan stjórnkerfisins mættu eða ættu að fá að vita af þessari áætlun, sem vitað var að yrði umdeild. Dick Cheney, fyrrverandi vara- forseti, lagði frá upphafi áherslu á að þessu væri haldið leyndu fyrir Bandaríkjaþingi. Fljótlega eftir að Leon E. Panetta, nýr yfirmaður CIA, frétti af þessu tók hann ákvörðun um að hætt skyldi við öll áform af þessu tagi. Jafnframt skýrði hann leyni- þjónustunefndum beggja deilda þingsins frá málinu. Strax á fyrstu vikunum eftir árásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin þann 11. september árið 2001 kom upp sú hugmynd að gera þyrfti leyniþjónustunni kleift að taka Osama bin Laden og aðra helstu leiðtoga Al Kaída af lífi hve- nær sem tækifæri gæfist. Útfærslan í framkvæmd reynd- ist þó heldur flókin. „Þetta hljóm- ar vel í bíómyndum, en þegar að framkvæmdinni kemur þá er þetta ekki svo einfalt,“ hefur New York Times eftir ónefndum heimildar- manni, fyrrverandi leyniþjónustu- manni: „Hvar eiga þeir að hafa bæki- stöðvar? Hvernig eiga þeir að líta út? Eiga þeir að sitja í höfuðstöðv- unum og bíða tilbúnir til útkalls hvenær sem er sólarhringsins?“ Lögfræðilega hliðin olli yfir- mönnum leyniþjónustunnar ekki síður heilabrotum en útfærslu- atriðin, því þótt ýmsir lögfræð- ingar á vegum Bandaríkjastjórn- ar hafi reyndar komist að þeirri niðurstöðu að þetta ætti ekkert að brjóta í bága við alþjóðasamninga þá voru þær vangaveltur lögfræð- inganna umdeildar. Ísraelsk stjórnvöld hafa árum saman stundað það að senda fámennar morðsveitir til að taka andstæðinga sína af lífi hvar sem til þeirra næst án dóms og laga. Þau hafa til þessa látið sér fátt um finnast, þótt sú iðja hafi sætt gagn- rýni. gudsteinn@frettabladid.is Leynileg áætlun um morðsveitir frá CIA Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt árum saman leyndri fyrir þinginu áætlun leyniþjónustunnar um aftökusveitir til höfuðs leiðtogum Al Kaída. Áætluninni var aldrei hrint í framkvæmd. DICK CHENEY Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna lagði áherslu á að Bandaríkja- þing fengi ekkert að vita. NORDICPHOTOS/AFP Þetta hljómar vel í bíómyndum, en þegar að framkvæmdinni kemur þá er þetta ekki svo einfalt. ÓNEFNDUR HEIMILDARMAÐUR Í VIÐTALI VIÐ NEW YORK TIMES FERÐAIÐNAÐUR Velta vegna hvalaskoðunar í heimin- um hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu tíu árum. Árið 1998 fóru 9 milljónir ferðamanna í 87 löndum í hvalaskoðun og var heildarveltan um 127 milljarðar íslenskra króna. Tíu árum síðar, árið 2008, fóru 13 milljónir manna í hvalaskoðun í 119 löndum og var heildarveltan um 267 milljarðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðadýraverndunar- sjóðsins (IFAW) sem kynnt var á blaðamannafundi um borð í hvala- skoðunarskipinu Eldingu í gær. Robbie Marsland, yfirmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins í London, segir að skýrslan leiði í ljós ábata strandsvæða af mjög aukinni ásókn í hvalaskoðun. „IFAW styður ábyrga hvalaskoðun sem mannúð- lega, sjálfbæra og efnahagslega jákvæða nýtingu á hvalastofnum,“ segir Robbie. Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðun- arsamtaka Íslands, segir að skýrslan sýni að enn eru gríðarlega mikil sóknarfæri á Íslandi í hvala- skoðun að því gefnu að réttar pólitískar ákvarðanir verði teknir sem styðji við greinina en skaði hana ekki. Fjöldi hvalaskoðara hefur tvöfaldast í Evrópu síðastliðinn áratug og veltir greinin þar um 12,7 milljörðum íslenskra króna. Fjöldi hvalaskoðara í Asíu hefur hins vegar fimmfaldast á síðustu tíu árum. - vsp Velta vegna hvalaskoðunar í heiminum hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum: Sóknarfærin eru gríðarleg Í ELDINGU Robbie Marsland, yfirmaður Alþjóðadýraverndunar- sjóðsins, kynnir niðurstöðu skýrslunnar á blaðamannafundi um borð í Eldingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RANNVEIG GRÉTARSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Kristján Gíslason, skipstjóri á Mars RE, segir óþol- andi að sjávarútvegsráðherra taki ekki mark á neinum öðrum en Haf- rannsóknastofnun þegar kemur að ákvörðun um fiskveiðikvóta. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra ákvað á dögunum að minnka þorskkvótann um rúm 12 þúsund tonn. Telur Kristján að auka hefði mátt kvótann í staðinn um 10 þús- und tonn, hið minnsta. „Þetta er þyngra en tárum tekur að þessi maður skuli voga sér að hunsa reynslu okkar skipstjóra því að við erum vitnin á staðnum. Það er miklu meira af þorski á ferðinni en Hafró viðurkennir enda er stofn- stærðarmat þeirra gallað,“ segir Kristján. Með minnkun þorskkvótans tapar íslenska ríkið um 3,5 millj- örðum í útflutningstekjur sem þjóð- inni veitti ekki af í þessu árferði, að mati Kristjáns. „Svo er þetta vinna fyrir 270 manns ef þetta er unnið í landi. Með því að auka kvótann í staðinn um 10 þúsund tonn áhyggjulaust hefði það aukið útflutningstekjur um 7 millj- arða frá því sem nú verður,“ segir Kristján. Meiri fiskur er í sjónum en hefur verið í háa herrans tíð, að mati Kristjáns, því nú sé hellingur af þorski kominn frá Grænlandi. - vsp Skipstjóri skilur ekkert í ákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka þorskkvótann: Minnkar tekjur um 3,5 milljarða FISKVINNSLA Aukning kvóta um 10 þúsund tonn hefði skapað 270 störf og aukið útflutningstekjur um 7 milljarða frá því sem nú verður, að sögn skip- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.