Fréttablaðið - 15.07.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 15.07.2009, Síða 10
 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR Ísland er land þitt Njóttu þess í góðum gönguskóm HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 59 7 06 /0 9 Vakuum Men GTX Toppskór fyrir þá sem gera kröfur. Skór sem henta í lengri og krefjandi göngur. Vatnsvarið Nubuk leður. MFS sér til þess að skórnir passa. GTX vatnsvörn. Vibram sóli. Þyngd: 800 g. Verð: 49.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu. Colorado Lady GTX Vinsælir, vandaðir og liprir skór. Meindl Multigriff sóli. GTX vatnsvörn. Nubuk vatnsvarið leður. Þyngd: 590 g. Verð: 39.990 kr. Einnig fáanlegir í herraútfærslu. TNF Mens Adversary Mid GTX Léttir, liprir og snaggaralegir göngu- og ferðaskór. Vatnsvarðir með GTX. Vibram sóli. Þyngd: 470 g. Verð: 25.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu (Minx Mid GTX) Bílahreinsivörur Þú sparar 3.746.- TILBOÐ 2.990.-PAKKI 1Verð áður 6.736.- SAMFÉLAGSMÁL Starfsmenn Reykja- víkurborgar unnu í gær að því að hreinsa upp rusl á lóð borgarinn- ar við Hestavað í Norðlingaholti. Fréttablaðið greindi frá því í gær að börn hefðu slasað sig á lóðinni, meðal annars lá drengur á spítala með blóðeitrun eftir að hafa stig- ið þar á nagla. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Katrín Garðarsdóttir, íbúi í Kambavaði. Hún segir íbúana alla ánægða með þróun mála. Að sögn Jóhanns S. D. Christiansen, verk- efnastjóra hjá Reykjavíkurborg, gekk hreinsunin vel í gær og gert er ráð fyrir því að farið verði langleiðina með að klára hreins- unina á svæðinu í dag. Þá verður farið á fleiri svipaðar lóðir, bæði í Norðlingaholti og Úlfarsárdal. „Við erum líka að vinna í bygg- ingalóðunum, erum að reyna að minnka hættuástandið eftir bestu getu,“ segir Jóhann, en bygginga- lóðirnar sem um ræðir eru ekki í eigu borgarinnar. Vegna slysa- hættu og rusls ætlar borgin hins vegar að senda erindi til lóðar- hafa þar sem þeim er gert að ganga vel frá eftir sig og skilja við lóðir svo ekki sé hætta á slys- um. Ef ekki verður brugðist við því mun borgin hreinsa lóðirnar á kostnað eigenda. - þeb Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna við hreinsun á lóðum í Norðlingaholti: Hættulegar lóðir hreinsaðar UNNIÐ AÐ HREINSUN Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að því að hreinsa burt byggingarefni og rusl af svæðinu við Hestavað í gær. Vonast er til að mesta ruslinu verði komið í burtu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN Olíufélagið Royal Dutch Shell er stærsta fyrirtæki heims, samkvæmt nýrri saman- tekt viðskiptatímaritsins Fortune. Tímaritið birtir árlega lista yfir stærstu fyrirtæki heims. Þetta bresk-hollenska fyrirtæki skilaði 458 milljörðum dala í tekj- ur, þar af 26 milljörðum í hagn- að. Þetta samsvarar nærri 60.000 milljörðum króna í tekjur og 3.300 milljörðum í hagnað. Flest stærstu fyrirtækin á list- anum í ár eru olíufélög og orku- fyrirtæki, en í þriðja sæti er þó verslunarkeðjan Walmart og í sjö- unda sæti er hugbúnaðarfyrirtæk- ið Microsoft. Í öðru sæti á listanum er olíu- fyrirtækið Exxon Mobil, í fjórða sæti er BP og í fimmta sæti Chevr- on. Bandarískum fyrirtækjum hefur fækkað töluvert á listanum, og tíðindi þykja að efsta fyrirtæk- ið sé ekki bandarískt. Slíkt hefur ekki gerst í tíu ár. Walmart lendir hins vegar í efsta sæti þegar fjöldi starfs- manna er skoðaður. Verslunar- keðjan er með 2.1 milljónir starfs- manna. Á þennan mælikvarða kemur Ríkisolíuverslun Kína með 1,6 milljónir starfsmanna. Stærsta tap ársins kom hins vegar í hlut bandaríska húsnæðis- lánabankans Fannie Mae, sem rann svo eftirminnilega á hausinn í fyrra og glataði nærri 59 milljón- um dala. - gb Tímaritið Fortune fylgist með stærð fyrirtækja: Orkufyrirtækin stærst í heimi DÆLT Á TANKINN Shell er stærsta fyrir- tæki heims. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.