Fréttablaðið - 15.07.2009, Side 12
12 15. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Sigrún Elsa Smáradóttir svarar grein
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.
Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, seldi ríkið hlut sinn
í Hitaveitu Suðurnesja með þeim skilyrð-
um að opinberir aðilar eða fyrirtæki í opin-
berri eigu mættu ekki kaupa hlutinn. Þannig
hófst einkavæðingarferli í orkugeiranum
án þess að fyrir væri tryggt eignarhald opinberra
aðila á auðlindum. Í kjölfarið fóru sveitarfélög sem
áttu hlut í HS að losa hlut sinn í félaginu. Fulltrú-
ar Samfylkingar samþykktu kaup Orkuveitunnar á
hlutum HS á þeim forsendum að mikilvægt væri að
tryggja eignarhald opinberra aðila á orkuauðlindum
og tryggja samfélagslega hagsmuni. Fulltrúar Sam-
fylkingarinnar hafa sett sömu fyrirvara um sölu á
hlut OR í HS og að þessi atriði séu tryggð. Það breyt-
ir því ekki þegar verðið sem greitt var fyrir 16,6%
hlut í HS er borið saman við verðið sem ríkið greiddi
Reykjavíkurborg fyrir 44,5% hlut í Landsvirkjun
um svipað leyti, í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, þá er samanburðurinn mjög óhagstæð-
ur fyrir borgina. Fyrir hlutinn í HS voru greiddir
8,7 milljarðar og hlutur í Landsvirkjun er aðeins
seldur á 26,9 milljarða. Þrátt fyrir að Landsvirkjun
sé margfalt stærra fyriræki. Enda var verðið sem
fékkst fyrir hlutinn í Landsvirkjun gagn-
rýnt harðlega af hálfu fulltrúa Samfylkingar
í borgarstjórn auk annarra þátta sölusamn-
ingsins, enda greiddu fulltrúar Samfylkingar
atkvæði gegn honum. Samkvæmt sölusamn-
ingnum er borgin ennþá í ábyrgðum fyrir
44,5% af skuldum Landsvirkjunar sem stofn-
að var til fyrir 1.janúar 2007, en stofnað var
til meginþorra skuldanna fyrir þann tíma.
Andvaraleysi Sjálfstæðismanna fyrir
hagsmunum borgarinnar virðist ekki minna
nú, en í tíð Vilhjálms sem borgarstjóra, því hlutur
Reykjavíkurborgar í því ábyrgðargjaldi sem Lands-
virkjun þó greiðir virðist allt of lítill. Samkvæmt
ársreikningi Reykjavíkurborgar 2008 fékk borgin
greiddar 208 milljónir króna í ábyrgðargjald vegna
ábyrgða á lánum Landsvirkjunar. Samkvæmt árs-
reikningi Landsvirkjunar greiðir fyrirtækið um 845
milljónir í ábyrgðargjald vegna lána sinna. Þannig
virðist hlutur Reykjavíkurborgar í ábyrgðargjalds-
greiðslunum vera innan við fjórðungur meðan hlut-
fallsleg ábyrgð borgarinnar er mun meiri. Ætlar
meirihlutinn að sætta sig við þetta, bæði að láta
snuða sig við söluna á hlutnum í Landsvirkjun og nú
um eðlilegt ábyrgðargjald á skuldunum sem borgin
situr ennþá uppi með ábyrgðir á?
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Lengri
útgáfa birtist á vísi.is
Kaup og sala á orkufyrirtækjum
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
E
rfitt getur verið að átta sig á því hver vill hvað í þing-
inu. Þetta á svo sannarlega við í umræðum um aðildar-
umsókn að Evrópusambandinu.
Stefna Samfylkingarinnar í Evrópumálum er ljós og
hefur lengi verið. Jafnljóst er að skoðanir eru skiptar
í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstrihreyfingunni
grænu framboði, jafnvel í Borgarahreyfingunni sem virtist sam-
stíga í aðdraganda kosninga um að ganga til aðildarviðræðna.
Þegar ríkisstjórnin var mynduð var ljóst að ekki ríkti einhugur
um Evrópusambandsmálið milli stjórnarflokkanna. Vinstrihreyf-
ingin grænt framboð gekk þó til samstarfs við Samfylkinguna
um norræna velferðarstjórn og kyngdi þeim bita að stjórnin hefði
afdráttarlaust á verkefnaskrá sinni að gengið skyldi til viðræðna
um aðild að Evrópusambandinu.
Þeir menn sem nú gegna formennsku bæði í Sjálfstæðisflokki
og Framsóknarflokki lýstu því yfir í vetur sem leið að þeir teldu
hagsmunum þjóðarinnar betur borgið innan Evrópusambands-
ins en utan þess. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið
enn skýrari í þeirri afstöðu sinni. Afstaða formanns Sjálfstæðis-
flokksins lagaði sig svo að samþykkt landsfundar, þess sama og
kaus hann til formanns og þeirri línu hefur hann fylgt síðan.
Svo virðist sem skoðun forráðamanna Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á því hvort Íslendingum sé betur borgið innan
eða utan Evrópusambandsins skipti þau minna máli en viðleitnin
til þess annars vegar að vera Þrándur í Götu ríkisstjórnarinnar
og hins vegar að leitast við að sætta sjónarmið innan flokka sinna.
Þarna verður að segjast að heldur minni hagsmunir og lægri
hvatir víki fyrir því sem raunverulegu máli skiptir.
Breytingartillaga stjórnarandstöðuflokkanna, um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um hvort farið skuli í aðildarviðræður eða ekki,
er vesöl og til þess eins fallin að tefja málið. Vissulega er gott og
gilt að leggja stórmál í dóm þjóðarinnar. Hins vegar er erfitt að
leggja það sem ekkert er í þann dóm.
Ríkisstjórnin lagði upp með það markmið að leggja inn umsókn
um aðild að Evrópusambandinu. Svo virðist sem meirihluti sé
fyrir tillögunni í þinginu og ef hver einasti þingmaður greiddi
atkvæði um tillögu meirihluta utanríkismálanefndar er einsýnt
að meirihlutinn væri verulegur.
Vinstri grænum hefur verið legið á hálsi fyrir að beita þing-
mann sinn ofríki, ekki síst af forráðamönnum Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er
formaður Framsóknarflokksins þó ekki par ánægður með að að
minnsta kosti þrír úr þingflokki hans ætli að greiða atkvæði gegn
flokkslínunni, í samræmi við sannfæringu sína. Formanni Sjálf-
stæðisflokks tekst betur með flokksagann því þar verða líklega
sýnu færri þingmenn, ef nokkrir, sem fylgja sannfæringu sinni
í atkvæðagreiðslunni um aðildarumsóknina. Þar fylgja menn
spakir formanni sínum sem leggur línurnar um að hagsmunir
þjóðarinnar víki fyrir hagsmunum flokksins.
Það liggur sem sagt ljóst fyrir hvar flokksaginn er mestur.
Flokksaginn og sannfæring þingmanna:
Hver vill hvað í
Evrópumálum?
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Eftir næstum fimm mánaða verkföll í frönskum háskólum
til að mótmæla fyrirætlunum
stjórnarinnar í málum þeirra hófst
kennsla aftur í byrjun júní; reynd-
ar þurfti sums staðar að senda til
þess lögreglu á vettvang og láta
hana bera verkfallsmenn á braut í
fanginu. En þá var ekki eftir nema
mánuður af skólaárinu; því var
sums staðar ákveðið að láta prófin
fara fram síðast í júní – sem er
mun seinna en venjulega – en ann-
ars staðar sáu menn ekki annan
kost en að bíða með þau fram í sept-
ember. Þeir sem skrifuðu um þessi
mál í blöð og tímarit voru svartsýn-
ir mjög og töldu að hætta væri á að
prófskírteini sem fengjust við slík-
ar aðstæður yrðu ekki mikils virði,
og þekktur skopteiknari tók undir
með þeim: hann teiknaði stúdenta
sem veifuðu mótmælaspjöldum
í janúar, febrúar, mars, apríl og
maí og svo skírteininu í júní. En
þetta er tæpast nein nýlunda, með
stanslausu lagahringli í málefnum
háskólanna, sem jafnan er kallað
„umbætur“, hafa stjórnvöld tor-
veldað raunverulegt starf þeirra
á marga lund og dregið að sama
skapi úr gildi þeirra prófa sem
þar eru tekin. Tilgangur þeirra
er að hafa háskólana sem ódýra
geymslustaði fyrir ungt fólk svo
það fari ekki á skrár yfir atvinnu-
leysingja, hrúga þangað sem flest-
um og sem lengst.
Þó eru enn þeir staðir á heims-
kringlunni þar sem prófskírteini
úr frönskum háskólum eru gulls
ígildi, og á öld frjálshyggjunnar
hafa menn að sjálfsögðu kunnað
að notfæra sér það. Fyrir nokkru
var þannig stofnuð deild úr Sorb-
onne í Abúdabí þar sem afkvæmi
olíufursta gætu stundað nám gegn
ærnu gjaldi og var því mjög hælt
hve vel væri þar að öllu búið, t.d.
var tekið fram að ekki væri nema
takmarkaður fjöldi nemenda í
hverjum tíma. En ef ekki eru fleiri
en það í tíma í hinum upprunalega
Sorbonne í París er eins líklegt að
sá tími verði lagður niður, segja
mér kunnugir menn. Svo fylgdi
það með í fréttunum að tekjurnar
af Sorbonne olíufurstanna ættu að
koma Parísarháskóla til góða, en
það segja mér einnig kunnugir, að
ekki hafi þar enn sést ein sentíma
af þeim peningum, þeir fara sjálf-
sagt eitthvað annað.
En það er víðar en við Persaflóa
að prófskírteini úr frönskum
háskólum eru mikils virði; Kín-
verjar sækjast mjög eftir þeim.
Það hefur að vísu ekki enn komið
til tals að stofna einhvern Svarta-
skóla við Gula fljótið, en kínversk-
ir stúdentar koma gjarnan til
Frakklands, og í einum háskóla að
minnsta kosti, í Toulon á frönsku
Rivierunni, hafa þeir fengið sér-
lega góðar viðtökur. Nú er sem sé
hafin lögreglurannsókn í málum
einnar háskólastofnunar sem ann-
ast kennslu í „stjórnun fyrirtækja“
og leikur sterkur grunur á að þar
hafi prófgráður verið seldar kín-
verskum stúdentum gegn ríflegu
gjaldi síðan 2004. Gerð var húsleit
í skrifstofum stofnunarinnar í vor
og hafði lögregla á brott með sér
tíu pappakassa fulla af prófblöðum
Kínverjanna. Á nú að rannsaka
hvort einkunnagjöfin sé í samræmi
við innihaldið.
Svo er að sjá að málið sé flókið
og háttsettir menn í skólan-
um kunni að vera flæktir í það.
Stundum virðist svo sem um ein-
staklingsframtak að ræða. Þannig
sagði einn af heimildarmönnum
blaðsins „Le Monde“ að kínversk-
ur stúdent hefði selt þrjú hundruð
löndum sínum fölsk prófskírteini
árið 2008 og hefði hvert skírteini
farið á 2700 evrur, en verðið hafi
þó verið breytilegt. Það fylgdi með
að þessi arðbæra verslun hefði
sífellt verið að aukast, en í þessu
máli var ekkert getið um hvort
einhverjir hefðu verið í vitorði
með stúdentinum í stjórn háskól-
ans sjálfs, sem verður þó að teljast
sennilegt. Í öðrum málum berast
böndin hærra. Grunurinn vakn-
aði fyrst, þegar einhver tók eftir
því að kínverskir stúdentar áttu
undarlega auðvelt með að ná próf-
um: í meistaraprófi í stjórnunar-
fræðum náðu til dæmis allir kín-
versku kandídatarnir en meðaltal
annarra sem standast slík próf var
á milli sextíu og sjötíu af hundraði.
Á þessu skólaári tók háskólinn í
Toulon á móti hundrað kínverskum
stúdentum, og voru þó um það bil
650 Kínverjar fyrir. „Fæstir þeirra
geta talað frönsku,“ sagði einn af
heimildarmönnum „Le Monde“.
Annar sagði að þeir kæmu sjald-
an í tíma og létu eins og þeir væru
öruggir um að fá sínar prófgráður,
- þeir væru því kallaðir „túrhest-
arnir“. Til að þessi verslun geti
farið fram þurfa einhverjir próf-
dómarar að vera með í spilinu og
vafalaust enn fleiri. Lögreglurann-
sókn heldur áfram, en hætt er við
að hún verði torveld, því forseti
háskólans er að sögn áberandi í
stjórnmálalífi borgarinnar. Og til
hvers ættu menn að bregða fæti
fyrir frjálsa verslun? Kannske eiga
franskir háskólar eftir að bjargast í
Abúdabí og Kína.
Prófskírteini
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Háskólar í Frakklandi
Óháði sérfræðingurinn
Í gær ræddu Freyr Eyjólfsson og Lára
Ómarsdóttir við stjórnmálafræðing-
inn Baldur Þórhallsson í morgun-
þætti sínum. Málefnið hefur Baldur
áður tjáð sig um, en rætt var um
aðild að Evrópusambandinu. Fókus
viðræðnanna var fyrst mismunandi
áherslur stjórnarflokkanna um
málið og hvaða áhrif þær
hefðu á ríkisstjórnarsamstarf;
hver þyrfti að gefa hvað eftir.
Á einhverjum tímapunkti
í viðræðunum hefði mátt
koma fram að Baldur er
varaþingmaður annars
stjórnar-flokksins,
en hvorki óháða
sérfræðingnum
né fréttamönnun-
um tveimur þótti
ástæða til að draga þá staðreynd
fram í dagsljósið.
Færði peningana
Davíð Oddsson upplýsti á Skjá-
Einum á mánudag að hann hefði
tapað 3 til 4 milljónum króna í
Landsbankanum. Eins og frægt var
orðið fór Davíð í Kaupþing í fylgd
blaðamanna og tók alla peninga
síðan þaðan út og færði í
annan banka. Líklegast
Landsbankann.
Úpps!
Í því ljósi er
athyglisvert
að skoða
mismunandi
ávöxtun
bankanna.
Miðað við aldur og fyrri störf er
líklegt að Davíð hafi verið í leið 4
hjá Íslenska lífeyrissjóðnum hjá
Landsbankanum, sem skilaði 19,8
prósenta neikvæðri ávöxtun - tapi
sem sagt.
Hefði Davíð hins vegar haft lífeyr-
issparnað sinn hjá Kaupþingi hefði
það verið vistað hjá Frjálsa lífeyris-
sjóðnum. Sambærileg leið þar
hefði skilað honum 24 prósenta
ávöxtun. Hafi Davíð tapað 4
milljónum má reikna með
að hann hafi átt 20 milljónir
í ársbyrjun 2008. Hefði hann
haldið sig hjá Kaupþingi
hefðu 4,8 milljónir bæst
í sjóðinn. Andúð hans á
Kaupþingi kallaði því á
9 milljóna sveiflu.
kolbeinn@frettabladid.is
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar