Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.07.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Kristín er stödd á Hnappavöllum í Öræfum þegar í hana næst og er þar við sína uppáhaldsiðju að vega sig upp voldugt hamrastál. Kveðst hafa nýlokið við að taka þátt í maraþonklifri. „Við vorum hér 90 saman og þar af kepptu 25 manns á aldrinum 10 til 45 ára. Þetta var bæði einstaklings - og liðakeppni og notað forgjafarkerfi svipað og í golfi. Því áttu allir þátttakendur möguleika á að vinna,“ lýsir hún. Þegar Kristín er innt eftir eigin frammistöðu kemur í ljós að hún vann einstaklingskeppnina. „Ég endaði með að vera stigahæst og var mjög ánægð, enda lagði ég mig alla fram,“ segir hún glað- lega. „Liðið sem sigraði kallaði sig 1993 og þar var vísað í fæðingar- ár allra þátttakendanna. Þeir klifr- uðu allar leiðir sem voru boltaðar 1993 og luku við þá síðustu klukk- an þrjú um nóttina. Þetta var sem sagt sólarhringskeppni sem byrj- aði klukkan hálftíu um morgun og þeir sem voru lengst að klifruðu til þrjú. Aðrir vöknuðu snemma og klifruðu frá sex til hálftíu. Einn lagði að baki samtals 435 lengdar- metra,“ lýsir hún. Kristín segir hópinn hafa tjald- að í svokölluðu Miðskjóli. Þar hafi verið skellt upp sameiginlegum máltíðum, morgunmat, hressingu um miðjan dag og kvöldkakói. „Miðskjól er útisamkomusvæði Öræfinga þannig að auk þeirra 90 sem voru í kringum klifrið þá var þar líka sveitaball en það spillti ekkert fyrir því allt fór svo vel fram. Það hefur greinilega verið líflegt undir Hnappavalla- hömrunum þessa helgi og Kristín var ánægð með veðrið. „Það kom sólar-glæta þegar við buðum upp á ís, annars var skýjað og smá gola en þetta var fullkominn hiti fyrir klifrið, ekki of mikil sól því þá hættir manni frekar til að skrika.“ gun@frettabladid.is Maraþonklifur og ball undir háum hömrum Áherslur fólks eru ólíkar á ferðalögum um Ísland. Sumir róa á kajökum og aðrir komast í beina snertingu við náttúruna með því að klifra í klettum. Kristín Martha Hákonardóttir er ein þeirra síðastnefndu. Kristín vann einstaklingskeppni í maraþonklifri um síðustu helgi í Hnappavallahömrum enda er hún eins og fluga utan í klettun- um.“ MYND/SIGURÐUR MAGNI KÓNGSBRÚ yfir Brúará hefur verið endur- byggð af Ferðafélagi Íslands. Nýja brúin er hin veglegasta og er göngubrú yfir Brúará þar sem Kóngsvegurinn liggur í landi Efstadals og Syðri Reykja, um 10 kílómetrum neðan við Brúarárskörð. Fjölmargar skemmti- legar gönguleiðir eru á svæðinu. www.fi.is Dúnmjúkar BRÚÐARGJAFIR Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Við hjá Lín Design erum í essinu þegar kemur að brúðkaupsgjöfum. Vörulína okkar er hönnuð á Íslandi þar sem íslensk náttúra spilar stórt hlutverk. Allt okkar efni er sérvalið svo úr verð- ur vara sem gefur mýkt og hlýju. Brúðhjón sem eru með gjafalista hjá Lín Design fá gjöf frá versluninni ef keypt er af listanum. Hlý og persónuleg þjónusta Nýkomin blómaker og garðvörur Opið: má-fö. 12-18, lokað á laugardögum í sumar Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.