Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.07.2009, Qupperneq 16
 15. JÚLÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● beint frá býli Gæðamerki félagsins Beint frá býli verður tekið upp með haustinu en Árni Snæbjörnsson, verkefnastjóri Beint frá býli, ferðast nú um sveit- ir landsins og heimsækir meðlimi, skráir upplýsingar um þá, kynn- ir gæðamerkið og heyrir í þeim hljóðið. „Beint frá býli á gæðamerkið og eingöngu félagsmenn fá að nota það. Merkið er bundið því að félags- menn sæki um, greiði fyrir og hafi öll tilskilin starfsleyfi samkvæmt gildandi lögum ásamt því að ásýnd og aðkoma að býlinu sé góð,“ segir Árni, sem heimsótt hefur mörg þeirra 71 býlis sem aðild á að Beint frá býli. Aðspurður segir Árni að merkið hindri ekki aðra í að selja vörur beint frá býli sínu. „Það er engin skylda að nota gæðamerkið en það er góður valkostur fyrir fé- lagsmenn til að vekja athygli á sérstöðu sinni. Merkið á að vera þannig að þegar fólk sér það veit það að varan er framleidd á býli og að Beint frá býli hefur samþykkt þá sem það nota og er einkennismerki fyrir þær vörur.“ Árni segir að með tíð og tíma sé ætlunin að merkið vinni sig í sessi. „Framleiðandinn og neytandinn munu sjá ávinning af því að gæða- merkið sé til staðar. Merkið verður tákn um uppruna, tengsl við nátt- úru og búskap, matarhefðir og oft á tíðum öðruvísi vörur.“ - mmf Gæðamerki tekið upp Árni Snæbjörnsson segir að gæðamerkið hafi fengið góðar viðtökur á þeim bæjum sem hann hefur heimsótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rakel og Arnar með börnin sín þrjú við hinn væntanlega bændamarkað Frú Laugu sem verður opnaður í byrjun ágúst. Börnin heita Halldór Egill, Áslaug Birna og Gréta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frú Lauga er nafn á markaði með íslenskar matvörur sem Rakel Halldórsdóttir og Arnar Bjarnason opna bráðlega á Laugalæk 8 í Reykjavík. „Okkur finnst mikilvægt að nýta hinar góðu afurðir landsins sem gnægð er af,“ segir Rakel. Þó þau hjón séu Reykvíkingar eiga þau rætur á landsbyggðinni og Rakel segir hugmyndina um bænda- markað nokkurra ára gamla. „Við bjuggum erlendis um tíma, fyrst í Boston og svo á Ítalíu og á báðum stöðum kynntumst við skemmtilegum matarmörkuðum. Eftir að við fluttum heim vorum við alltaf að spekúlera í hvort grundvöllur væri fyrir svoleið- is hér en fundum ekki flöt á því. Eftir hrunið eru aðstæður orðn- ar aðrar og við fáum hvarvetna góð viðbrögð við hugmyndinni, enda ætlum við að leggja áherslu á upplýsingar um hvaðan matvæl- in eru og hvernig þau eru unnin. Við kaupum vörurnar og bændur þurfa ekki að koma sjálfir á stað- inn nema öðru hverju með kynn- ingar. Svo verður árstíðabundin vara á boðstólum, egg á vorin, ber á haustin, broddmjólk á veturna. Það eykur á spennuna kringum búðina.“ Rakel og Arnar eru nýkom- in úr hringferð um landið. Þar hittu þau bændur og fleiri fram- leiðendur matvæla og eru hrif- in af mörgu því sem fyrir augu og bragðlauka bar. Þau nefna ís á Erpsstöðum í Dölum og Árbæ í Hornafirði, bláskel í Hrísey og bleikju á Hala í Suðursveit. „Það er gróska í matvælaframleiðslu á landsbyggðinni enda möguleik- arnir óþrjótandi. Margir bænd- ur eru með miklar hugsjónir og eru búnir að byggja upp spenn- andi hluti. Þeir eru líka ánægð- ir að koma vörum sínum á fram- færi í Reykjavík.“ - gun Góðar afurðir af gnægta- borði landsbyggðarinnar ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Vilt þú... • Læra að hlaupa á léttari máta? • Hlaupa með minna álagi á fætur, liðamót og mjóbak? • Hlaupastíl með minni líkum á meiðslum? • Bæta hlaupatíma þína án meira álags? • Hlaupa þig í þína kjörþyngd og halda kjörþyngdinni með hlaupum • Hlaupa og bæta heilsu þína, þol og þrek? Hlaupastíls námskeið Skráning á www.smartmotion.org og hjá Smára í síma 896 2300 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.