Fréttablaðið - 10.08.2009, Page 4

Fréttablaðið - 10.08.2009, Page 4
4 10. ágúst 2009 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 26° 27° 21° 21° 26° 21° 20° 20° 24° 20° 30° 35° 34° 20° 26° 25° 23° Á MORGUN Hæg breytileg átt. MIÐVIKUDAGUR Hæg norðvestlæg átt. 3 2 2 4 2 2 4 1 2 2 3 14 12 13 14 15 12 15 15 16 15 11 13 14 14 15 16 13 11 12 17 14 SMÁSKÚRIR Veðrið verður mjög svipað næstu daga en það mun einkennast af hægviðri og lítils háttar vætu og því frábært útivistar- veður. Það mun lík- lega sjást eitthvað meira til sólar næstu daga, en í dag verður fremur þungbúið en ætti að rofa til síðdegis, einkum syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Menntamálaráðuneytið veitir grunn- skólum starfsleyfi, ekki menntaráð eins og sagt var í laugardagsblaði Fréttablaðsins. LEIÐRÉTT BAGDAD, AP Íröksk stjórnvöld handtóku í gær breskan verktaka sem grunaður er um að hafa orðið tveimur samstarfsmönnum sínum að bana, einum Breta og einum Ástrala. Verktakinn skaut menn- ina til bana á græna svæðinu í Bagdad, sem umlykur höfuðstöðv- ar Bandaríkjamanna í borginni, og særði íraskan mann þegar hann reyndi að flýja svæðið. Bretinn gæti orðið fyrsti Vest- urlandabúinn sem dæmdur verð- ur fyrir morð af íröskum dómstóli eftir að írösk stjórnvöld tóku við öryggisgæslu á græna svæðinu 1. janúar síðastliðinn. Breti varð tveimur að bana: Dæmdur fyrir morð í Írak HÁTÍÐ „Við höfum ekki tölu á hve marg- ir mættu, það var svo gríðarlegt mannhaf. Aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiski- dagsins mikla á Dalvík. Dagskráin hófst síð- astliðinn miðvikudag og segir Júlíus veðrið hafa leikið við hátíðargesti, en það var nítj- án stiga hiti og sól á Dalvík þegar blaðamað- ur náði tali af honum. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, skemmti sér og borði fjölbreytta fiskrétti sér að kostnaðarlausu, en Júlíus telur að rúmlega 100.000 matar- skammtar hafi verið gefnir að þessu sinni. Matseðillinn breytist ár frá ári en ávallt er boðið upp á vinsæla rétti svo sem fiskborgara sem eru grillaðir á átta metra löngu grilli, lengsta grilli Íslands. „Fiskborgararnir slógu í gegn og við grill- uðum um 13.600 borgara, sem er met. Svo kláraðist nánast úr stærsta súpupotti lands- ins sem tekur ellefu hundrað lítra, en Bjarni Óskarsson og félagar í Nings mölluðu þar austurlenska súpu,“ útskýrir Júlíus. Öllum réttum fylgdi brauð í boði Myllunnar og drykkir í boði Vífilfells eins og hver gat í sig látið. Aðspurður segir hann hátíðarhöldin hafa gengið vonum framar. „Það er ekki hægt að lýsa þessu, menn verða að upplifa þetta sjálfir. Það eru allir saddir og sælir eftir þetta og þakklætið er gríðarlegt hjá fólkinu sem kom.“ - ag Metaðsókn var á Fiskideginum mikla sem haldinn var á Dalvík nú um helgina: Hundrað þúsund matarskammtar gefnir á Dalvík BLÍÐVIÐRI Á DALVÍK Veðrið lék við hátíðargesti á Fiski- deginum mikla á Dalvík þar sem boðið var upp á fjölda fiskrétta fólki að kostnaðarlausu. MYND/HELGI STEINAR BANDARÍKIN, AP Tæplega fimmtug- ur maður í Kansas í Bandaríkj- unum vann á dögunum í lottói í annað skiptið á innan við ári. Edward Williams vann 75 þús- und dollara, rúmar níu milljónir króna, á happdrættismiða í sept- ember. Í síðustu viku vann hann svo tæplega 900 þúsund dollara, eða rúmar 110 milljónir íslenskra króna, í lottói í Kansas. Williams er fyrrverandi sjóliði og vinnur nú hjá bílafyrirtæki. Hann ætlar að leggja peningana í banka og nota þá þegar hann fer á eftirlaun, sem hann vonast til að gera þegar hann verður 55 ára. - þeb Heppinn Bandaríkjamaður: Vann tvisvar í lottói á einu ári SIGLINGAR Íslandsmeistaramót- ið í siglingum kjölbáta fór fram í Skerjafirði um helgina. Sigldar voru sex umferðir eftir IRC for- gjafarkerfi, undir stjórn siglinga- klúbbsins Ýmis í Kópavogi. Mótið hófst á föstudaginn við góðar aðstæður og alls tóku átta áhafnir þátt í því. Íslandsmeistar- arnir frá því í fyrra, áhöfn Dögun- ar, náði forystunni á laugardag og hélt henni til loka mótsins, Harð- ur slagur var um annað og þriðja sætið og skiptust áhafnir á þeim sætum fram á síðustu stundu. Að lokum var það áhöfnin á Aquari- us sem hafnaði í öðru sæti, með söngvarann Björn Jörund Frið- björnsson innanborðs, en áhöfnin á Lilju lenti í því þriðja. - ag Íslandsmeistaramót: Keppt í sigling- um kjölbáta KÍNA, AP Um ein milljón manna hefur þurft að yfirgefa heimili sín í Kína vegna mikilla flóða af völdum fellibylsins Morakot. Áður hafði fellibylurinn riðið yfir Taívan og Filippseyjar. Einn hefur látið lífið í Kína. Tuga manna er saknað í Taí- van og að minnsta kosti 21 hefur látið lífið á Filipps eyjum, og sjö til viðbótar er saknað. Þrír evrópskir ferðamenn eru á meðal þeirra sem saknað er. Gífurleg flóð hafa orðið af völd- um fellibylsins. Í Taívan eru flóð- in þau verstu í fimmtíu ár og hefur úrkoman mælst 2000 millimetr- ar. Þar hrundi sex hæða hótel út í á vegna flóðanna, en búið var að rýma hótelið áður en það gerðist. 300 manns voru á hótelinu, sem var vinsælt meðal ferðamanna. Fellibylurinn gekk yfir á föstu- dag og laugardag. Sextán manns er saknað eftir að hús hrundi í flóði, þeirra á meðal voru tveir lögreglumenn sem voru að hjálpa fólki að komast út úr húsinu. Alls er 31 saknað þar í landi og þrjú dauðsföll hafa verið staðfest. Skólum hefur verið lokað og öllu flugi undanfarna daga hefur verið aflýst. Fellibylurinn kom á land á aust- urströnd Kína í gær og bar með sér gríðarmikla rigningu og vind sem náði yfir hundrað kílómetra hraða. Um 500 þúsund manns hafa verið fluttir frá Zheijiang-héraði og annar eins fjöldi frá Fujian-hér- aði. Að minnsta kosti einn er lát- inn. Lítill drengur lét lífið eftir að hús sem hann var í hrundi og hann grófst undir rústum þess. Fjór- ir aðrir fjölskyldumeðlimir lifðu af. Rúmlega 300 hús hafa hrun- ið vegna rigninganna. Lögreglu- menn hafa farið um og dreift vatni og núðlum til þeirra íbúa sem eru fastir í húsum sínum vegna flóð- anna. 48 þúsund bátar og skip hafa verið send í land og bæði flugferð- um og strætóferðum hefur verið aflýst í héruðunum. Áhrifa fellibylsins gætir líka í Japan, en í suðurhluta landsins hefur verið mikil rigning og sterk- ur vindur. Eina röskunin sem felli- bylurinn hefur valdið þar í landi er að flugi hefur verið aflýst. Morakot er langsterkasti felli- bylur sem gengið hefur yfir á þessu ári á svæðinu, en þar eru fellibylir algengir. Fellibylurinn mun fara yfir Sjanghæ í dag og hefur verið grip- ið til mikilla varúðarráðstafana vegna þess. Búist er við því að fellibylurinn minnki frá og með deginum í dag. thorunn@frettabladid.is Milljón manna þurft að flýja heimili sín Gríðarleg flóð hafa orðið af völdum fellibylsins Morakot, sem hefur farið um nokkur Asíulönd undanfarna daga. Tugir hafa látið lífið og margra er saknað, auk þess sem tæplega milljón manna þurfti að flýja heimili sín í Kína. TAÍVAN Sex hæða hótel varð rigningunni að bráð í Taívan um helgina. 300 manns voru á hótelinu en það var rýmt skömmu áður en það hrundi. Gríðarleg rigning og vindur var í landinu um helgina á meðan fellibylurinn Morakot reið þar yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hermenn með svínaflensu Rúmlega fimmtíu bandarískir her- menn í Írak hafa verið greindir með svínaflensu. Sjötíu til viðbótar eru í einangrun vegna gruns um smit. Allir þeir sem greinst hafa eru á bata- vegi. Fyrsta dauðsfallið af völdum flensunnar í Írak var í gær. ÍRAK BANDARÍKIN Flest fólk verður ánægðara eftir því sem það eldist, ef marka má nýja rannsókn vís- indamanna við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum, sem sagt er frá á vef BBC. Fjölmargir sjálfboða- liðar á aldrinum 18 til 85 ára tóku þátt í ýmiss konar atburðum og skráðu upplifun sína og tilfinning- ar í dagbækur. Þegar farið var yfir dagbækurn- ar kom í ljós að eldri þátttakend- ur voru almennt ánægðari, og ólík- legri til að vera neikvæðir en þeir yngri. Þá virtust eldri þátttak- endur taka persónulega gagnrýni minna inn á sig en þeir sem yngri voru. - bj Ný rannsókn á hamingju: Gleðin eykst með aldrinum GENGIÐ 07.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,4168 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,35 125,95 209,87 210,89 179,69 180,96 24,168 24,31 20,586 20,708 17,459 17,561 1,3147 1,3223 196,08 197,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR NOTAÐU FREKAR VISA TÖFRASTUNDIR VISA Í SUMAR ÞÚ GÆTIR UNNIÐ Á HVERJUM DEGI! 100 stórglæsilegir ferðavinningar að verðmæti yfir 4.000.000 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.