Fréttablaðið - 10.08.2009, Side 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
ÞRÆÐIR nefnist samsýning fjögurra glerlistakvenna sem
stendur yfir í Galleríi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Glerlista-
konurnar eru Helle Viftrup Kristiansen og Susanne Aaes frá
Danmörku og þær Ólöf Sigríður Davíðsdóttir í Brákarey og
Dagný Þrastardóttir frá Ísafirði.
„Ég valdi nokkra hluti sem eru í
uppáhaldi á mínu heimili. Þeir eru
nokkurs konar sett, ólíkir gripir
sem eru andlegs eðlis,“ segir Dóra
Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður
og fagstjóri grafískrar hönnunar
í Listaháskóla Íslands.
„Strangt til tekið eru þessir
hlutir hálfgert drasl, það er að
segja engin eðalhönnun eða dýrt
dót,“ útskýrir Dóra. Meðal mun-
anna er að finna lítið búddalíkn-
eski, kross sem lýsir í myrkri,
kaþólska Maríumynd, talnaband
úr íslam sem Dóra fékk gefins í
Istanbúl og tveir steinar, svartur
og brúnn, sem henni hafa verið
gefnir og fara vel í lófa.
„Kannski má segja að þetta sé
viðbragð við andlegum vandræða-
gangi og áminning um að það er
fleira sameiginlegt með fólki en
það sem sundrar því,“ segir hún.
Elsti hluturinn er krossinn sjálf-
lýsandi sem Dóru áskotnaðist fyrir
fimmtán árum. Hún segist þó ekki
safna þessum hlutum sjálf. „Mér
hafa verið gefnir þessir hlutir í
gegnum tíðina af fólki sem mér
þykir vænt um,“ segir hún en hlut-
irnir hafa því hlotið heiðursess á
heimilinu. „Þeir standa á komm-
óðu í svefnherberginu þannig að
ég sé þá alltaf þegar ég vakna.
Þetta er næstum eins og lítið altari
þó það hafi alls ekki verið hugsað
þannig. Það er ekki trúarbragða-
tengt heldur frekar tákn gegn fan-
atík og frekar með fólki.“
Dóra segist sjálf vera dæmi-
gerður Íslendingur sem trúir á
stokka og steina og finnur margt
gott og slæmt í öllum trúarbrögð-
um.
„En vantar hana ekki eitthvað
fleira í safnið? „Jú, örugglega,“
segir hún hlæjandi og bendir á að
það sé góð ábending fyrir vini og
kunningja sem vanti hugmyndir að
afmælisgjöfum. „Ég er þó alveg á
því að þessi hlutir verði að vera
ódýrir og jafnveld svolítið klénir
eða „kitch“.
Sem hönnuður hefur Dóra mjög
gaman af vel gerðum og skemmti-
legum hlutum en er þó sjálf lít-
ill dótasafnari. Vill heldur hafa
pláss og andrými í kringum sig.
„Við maðurinn minn erum alls
ekki stílhrein enda engin stemn-
ing fyrir því hjá okkur,“ segir hún
glaðlega.
solveig@frettabladid.is
Sjálflýsandi kross, bæna-
band og búddalíkneski
Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar við Listaháskóla Íslands, á samsafn nokkurra andlegra
smágripa sem hún geymir á góðum stað þar sem hún sér þá á hverjum morgni þegar hún vaknar.
Dóra Ísleifsdóttir með nokkra af þeim andlegu smágripum sem skipa heiðursess á heimilinu og standa fyrir fjölbreytileika mann-
fólksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Betra lo
betri
Airfree lofth
Byggir á ný
• Frjókornum
• Vírusum o
• Gæludýrafl
• Er hljóðlaus
• Tilvalið á hei
Hæð aðeins 27 cm
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00
www.svefn.is
Stillanleg rúm á sumartilboði
Ein besta heilsudýna í heimi
Gerið samanburð
MATUR