Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 16
Sængurföt, handklæði, púðar, teppi og dúkar tilheyra nýju heimilis- línunni Scintilla sem Linda Björg hannar og er að markaðssetja um þessar mundir. Æðardúnssæng- ur bætast fljótlega við. „Ég tengi þessa nýju línu Vestfjörðum því fyrirtækið mitt er á Patreksfirði og dúnninn er að vestan,“ segir hún. „Kerti, sem meðal annars ilma af þangi og blóðbergi, eru líka í þróun,“ bætir hún við bros- andi. Linda Björg starfar sem fag- stjóri fatahönnunardeildar Lista- háskóla Íslands og hefur unnið um fimmtán ára skeið fyrir tísku- fyrirtæki í París og Mílanó. Um þessar mundir hannar hún föt og efni fyrir fyrirtækið Rue du Mail í París en þar eru fastakúnnar stjörnur eins og Gwineth Paltrow, Cate Blanchett, Sofia Coppola og Carla Bruni. Scintilla verður kynnt í vetur á erlendum vörusýningum í París og New York. Þótt Linda Björg búi í Reykja- vík á hún ásamt manni sínum funkishús frá stríðsárunum vest- ur á Patreksfirði sem hún segir þeirra vinnustað. „Vestfirðirnir veita okkur innblástur,“ segir hún. „Bæði húsið og umhverfið.“ Scintilla-vefnaðarvaran er ofin, prentuð og ásaumuð í Portúgal að undanskildum ullarteppunum. Hún er á leið í þrjár verslanir hér á landi, Epal í Skeifunni og Leifs- stöð og Kron Kron við Laugaveg. Sjá www.scintillalimited.com gun@frettabladid.is Ullarteppin fást í fjórum mismun- andi litum. Af nýafstaðinni sýningu í Gallerí Turpentine í Reykjavík. Litir Vestfjarða Áhrifa ljóss og lita Vestfjarða gætir í hönnun nýrrar vefnaðarvöru Lindu Bjargar Árnadóttur fata- og textílhönnuðar. Ilmur að vestan kemur líka við sögu í kertum frá henni. Kerti með angan af íslenskri náttúru. Púðarnir eru mjúkir enda úr silkiflaueli. Sæng- urfötin eru úr silki en damask- ofin ver eru vænt- anleg. Nóg er að gera hjá Lindu Björgu því fyrir utan heimilisvörurnar hannar hún fatnað og efni fyrir stjörnurnar og svo er hún fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARKAÐSDAGUR verður á Kiðagili næstu helgi. Þar kemur fólk úr sveitinni saman og selur vörur sem það hefur framleitt sjálft heima hjá sér. Þá mun Geirmundur Valtýsson halda tónleika á laugardagskvöldið. Nánar á www.kidagil.is , HVERFISGÖTU 6 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2862 LAGERSALA 50%-70% AFSLÁTTUR Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 10. ágúst Þriðjudagurinn 11. ágúst Miðvikudagurinn 12. ágúst Fimmtudagurinn 13. ágúst Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson leiðir æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Tilfinningar, nauðsyn þess að þekkja tilfinningar sínar - Ráðgjafar Lausnarinnar (lausnin.is) halda fyrirlestur um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og að vera meðvit- aður um tilfinningar sínar. Boðið verður upp á einstaklings- ráðgjöf að fyrirlestri loknum. Tími: 13.30-14.30. Hamingja og markmið - Farið verður yfir grundvallar- atriði markmiðasetningar og mikilvægi þess fyrir hamingju okkar. Tími: 15:00-16:00. Uppeldi sem virkar- færni til framtíðar, annar hluti af fjórum - Foreldrar læra aðferðir til að skapa æskileg uppeldisskilyrði. Lokað! Tími: 12.30-14.30. Föndur, skrapp myndaalbúm - Lærðu að búa til skrautleg og skemmtileg albúm fyrir uppáhalds myndirnar þínar. Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Einkatímar í söng - Fullt! Umsjón: Hulda Björg Víðisdóttir, söngkennari. Tími: 12.00-14.00. Kaffi - Kynning frá Kaffitári í máli og myndum ásamt dásamlegri kaffismökkun. Tími: 13.00-14.00. Bingó - Veglegir vinningar í boði. Kaffi á könnunni og vöfflur með rjóma. Tími: 14.00-15.30 Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Tími: 15.30-16.30. Greinaskrif - Farið er yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar skrifa á grein. Tími: 13.30-15.00. Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson. Tími: 14.00-15.00. Spænska og spænsk menning - Annar hluti af fjórum. Lokað! Tími: 15.00-17.00. Föstudagurinn 14. ágúst Sjálfboðaliðar óskast - Hugmyndaríkt, skapandi og duglegt fólk óskast í sjálfboðastörf í Rauðakrosshúsinu. Hvað getur þú lagt að mörkum? Tími: 12.30-13.30. Tölvuaðstoð og facebook fyrir byrjendur - Tími: 13.30-15.30. Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Tími: 12.30-14.00. Prjónahópur - Við ætlum að koma saman, prjóna, hekla, fá okkur kaffi. Allir velkomnir. Tími: 13.00-15.00. Spænska og spænsk menning - Fyrsti hluti af fjórum. Á þessu námskeiði verða kennd nokkur grunnatriði í spænsku auk þess sem fjallað verður um löndin og fjöl- breytileika menningarinnar. Námskeiðið stendur í fjóra daga, tvær klukkustundir í senn. Skráning nauðsynleg. Tími: 15.00-17.00.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.