Fréttablaðið - 11.08.2009, Side 20
16 11. ágúst 2009 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
„Hugmyndin að kvikmyndinni vakn-
aði þegar ég var að vinna að umfjöllun
fyrir Kastljós um kvennalandsliðið í
fótbolta. Ég vissi ekkert um fótbolta
en heillaðist strax af þessum stelpum
sem sannfærðu mig um að þær myndu
komast á Evrópumeistaramót tveimur
árum síðar,“ segir Þóra Tómasdóttir,
fjölmiðlakona og kvikmyndagerðar-
maður, sem frumsýnir kvikmynd
sína Stelpurnar okkar í Háskólabíói
fimmtudagskvöldið 14. ágúst. Mynd-
in fjallar um leið kvennalandsliðs Ís-
lands í fótbolta í úrslitakeppni á Evr-
ópumóti, en þetta er í fyrsta sinn sem
íslensku landsliði tekst það.
Þóra hafði fulla trú á stelpunum
og ákvað að fylgja þeim eftir. „Ég
heyrði strax þegar ég hitti þær að
mikil þrautaganga væri fram undan.
Verkefni mitt snerist hins vegar ekki
um það hvort þær kæmust á mótið eða
ekki, heldur vildi ég skrásetja stelpur
með þetta hugarfar,“ segir Þóra sem
er menntuð í heimildarmyndargerð
en Stelpurnar okkar er fyrsta mynd
hennar í fullri lengd. „Þessar stelpur
eru hörkutól en langt frá því að vera
einhverjar stereótýpur. Ég vissi það
frá fyrstu stundu að það yrði fyndinn
og skemmtilegur tími að fylgja þeim
eftir,“ segir hún.
„Það hljómar kannski klisjukennt
en það er heilmikill boðskapur á bak
við þessa sögu,“ segir Þóra. Henni
þykir mikilvægt að stelpur hafi sterk-
ar og sýnilegar fyrirmyndir.
En hvað þótti henni merkilegast við
vinnslu myndarinnar? „Hvað þessar
stelpur eru með brjálæðislegt hugar-
far. Þær vaða eld og brennistein fyrir
fótbola og þeim er dauðans alvara,“
segir Þóra og heldur áfram. „Þær
hafa fórnað öllu en oft ekki uppskorið
þá athygli sem þær eiga skilið.“
Þóra fylgdi landsliðinu í flestar
ferðir þess á tveggja ára tímabili.
Myndaði leiki þess í riðlakeppninni
sem er undankeppni fyrir Evrópu-
mótið og tók þátt í gleði stelpnanna
þegar ljóst var að þær næðu takmark-
inu og kæmust í úrslitakeppnina.
Þóra leikstýrði myndinni og Hrafn-
hildur Gunnlaugsdóttir framleiddi
en hún er að sögn Þóru einnig gömul
fótboltakempa. Önnur fótboltakona,
Elísabet Ronaldsdóttir klippti mynd-
ina en Barði Jóhannsson sá um tón-
listina.
„Ég er sannfærð um að það er ekki
að ástæðulausu sem mikil aukning
er í kvennafótbolta. Íslenskar stelp-
ur sjá núna að það er töff að spila fót-
bolta,“ segir Þóra og hvetur alla til að
sjá myndina.
solveig@frettabladid.is
ÞÓRA TÓMASDÓTTIR: FRUMSÝNIR STELPURNAR OKKAR Á FIMMTUDAG
Stelpunum er dauðans alvara
KVIKMYNDAGERÐARKONA Þóra frumsýnir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÓLAFUR GAUKUR TÓNLISTAR-
MAÐUR ER 79 ÁRA Í DAG
„Ég verð annaðhvort að
vinna til dauðadags eða
bara segja mig á sveitina.“
Þetta sagði Ólafur Gaukur
Þórhallsson í viðtali í Frétta-
blaðinu í desember árið 2006.
MERKISATBURÐIR
1580 Katla gýs.
1794 Sveinn Pálsson og maður
með honum ganga á Ör-
æfajökul. Var þetta önnur
ferð manna á tindinn.
1938 Baden-Powell, upphafs-
maður skátastarfs, og
hópur skátaforingja frá
Englandi koma til Reykja-
víkur.
1951 Á Bíldudal er afhjúpað-
ur minnisvarði um Pétur
J. Thorsteinsson og konu
hans Ásthildi, en Pétur
rak þar verslun og þil-
skipaútgerð og gerði síðar
út frá Reykjavík.
1960 Tsjad hlýtur sjálfstæði frá
Frakklandi.
1979 Flak af Northrop-flugvél
sem nauðlenti á Þjórsá og
sökk þar 1943 er tekið upp
og gefið safni í Noregi.
Síðasta kvöldgangan í Kvos-
inni í sumar verður farin
næstkomandi fimmtudags-
kvöld. Gangan ber yfir-
skriftina Komdu út að leika
og býðst krökkum og fjöl-
skyldum þeirra að taka þátt
í skemmtilegum leikjum og
þrautum. Farið verður yfir
það hvernig börn léku sér
þegar bærinn var minni en
nú og jafnvel allt aftur til
landnámstímans.
Farið verður í einfalda
leiki eins og að rísa upp
frá dauðum og gengið yfir
heljar brú. Þátttakendur í
göngunni fá einnig að kynn-
ast leggjum og skeljum og
fræðast um líf barna á þessu
svæði á fyrri tíð.
Þema kvöldganganna
hefur verið mismunandi
þetta sumarið og boðið hefur
verið upp á göngur tengdar
hundadögum, kennileitum í
Kvosinni og miðbæjarbrun-
um í máli og myndum.
Dagskráin hefst klukk-
an átta við Grófarhús og
er í boði Borgarbókasafns,
Listasafns, Ljósmyndasafns
og Minjasafns Reykjavíkur.
Síðasta
kvöldgangan
LEIKIR OG ÞRAUTIR Farið verður
yfir það hvernig börn léku sér
þegar bærinn var minni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Húsdýragarður var nýlega
opnaður að Hólmi á Mýrum
í Hornafirði. Ábúendur þar
eru Magnús Guðjónsson og
Guðrún Guðmundsdóttir
sem frá árinu 2005 hafa
boðið ferðamönnum upp á
gistingu, morgun- og kvöld-
verð. Sem tómstundagamni
hafa þau svo safnað að sér
margs konar dýrum sem
gestir ferðaþjónustunnar
hafa sýnt mikinn áhuga. Því
datt þeim í hug að opna garð
þar sem fleiri gætu notið
þess að skoða dýrin og hafa
nú aflað sér tilskilinna leyfa.
Hann er bæði utan- og innan-
dyra og í stuttu göngufæri
frá bænum. Meira að segja
er reynt að hafa sem mest af
staðnum með aðgengi fyrir
fatlaða.
Þarna getur að líta hænur,
kálfa, hunda, fugla, lömb, fas-
ana, skrautdúfur og margar
gerðir af kanínum svo nokk-
uð sé nefnt. Á vefnum www.
vatnajokull.is er skemmti-
leg lýsing á heimsókn að
Hólmi. Þar kemur fram að
grísinn Frekja hefur ákveð-
ið að vera ýmist hundur eða
lamb eftir því hvernig ligg-
ur á honum. Stundum bregð-
ur Frekja á leik og líkist þá
litlum klunnalegum hvolpi,
hleypur um og stríðir öðrum
dýrategundum. - gun
Opnuðu dýragarð í Hornafirði
DÝRAGARÐUR Ferðafólk fylgist
með geitunum í Hólmi, Degi og
Kreppu. MYND/WWW.RIKIVATNAJOKUSL.IS
Stjórnarskrá Weimar-lýðveldisins var tekin í
gagnið í Þýskalandi þennan dag árið 1919.
Weimar-lýðveldið er heiti sem sagnfræð-
ingar nota yfir lýðræði og lýðveldi í Þýska-
landi á tímabilinu 1919 til 1933. Lýðveldið
var stofnað eftir þýsku byltinguna í nóvember
1918 og kom þjóðarráð saman í borginni
Weimar þar sem stjórnarskrá fyrir Þýskaland
var tekin upp.
Stjórnarskráin var ekki numin úr gildi
fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina en með
lögum sem stjórn nasista setti í febrúar og
mars 1933 þá var ekki lengur lýðræði í Þýska-
landi og er það talið marka endalok Weimar-
lýðveldisins og upphaf Þriðja ríkisins.
Hitler varð kanslari Þýskalands 30. janúar
1933 og þinghúsið brann 27. febrúar. Eftir
brunann voru afnumin ýmis mannréttindi
sem Weimar-stjórnarskráin kvað á um.
ÞETTA GERÐIST: 11. ÁGÚST 1919
Weimar-stjórnarskráin tekin upp
WEIMAR Söguleg stjórnarskrá var samin í þýsku
borginni Weimar.
100 ára afmæli
Í dag, 11. ágúst, er
Irene Gook
100 ára. Hún býr á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Hlíð á Akureyri. Irene tekur á
móti gestum milli klukkan 15 og 17 í dag í
hátíðarsalnum á Hlíð. Hún afþakkar blóm og
g jafi r en biður um að sumarbúðirnar Ástjörn
og/eða Gídeonfélagið njóti góðs af. Banka- og
reikningsnúmer Ástjarnar er: 0162-26-18363.
Kt. 580269-0609. Banka- og reikningsnúmer
Gídeonfélagsins er: 0525-26-103.
Kt. 510571-0109.
Láttu hólminn heilla þig er
yfirskrift á skemmtigöngu
sem boðið er upp á í Stykkis-
hólmi hvern laugardag í
sumar.
Göngurnar eru með sögu-
legu ívafi og eru farnar í
fylgd heimamanna.
Hver ferð er óvissuferð
enda ekki gefið upp hvert
haldið verður. Gengið
verður alla laugardaga
frá íþróttamiðstöðinni
í bænum. Gangan hefst
klukkan 10 og tekur um
eina og hálfa klukkustund.
Gangan hentar öllum og
kostar einungis 300 krón-
ur, en frítt er fyrir 13 ára
og yngri.
Óvissa í hverri
gönguferð
NORSKA HÚSIÐ, STYKKISHÓLMI