Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Síða 8

Samvinnan - 01.01.1944, Síða 8
SAMVINNAN 1. HEFTI menn, og hafa svo margþætta starfsemi að þau hafa þörf fyrir tímarit, sem getur flutt þjóðinni fræðandi og skemmtandi greinar, bæði um innlend og útlend efni. Jafnframt yrði iv'ð stækkaða tímarit vettvang- ur fyrir eldri og yngri menn, sem vildu ná til þjóð- arinnar með ritverk sín. Ég vil þá víkja nokkru nánar að efni og viðfangs- efnum hinnar stækkuðu „Samvinnu". Þegar kaupfé- lagshreyfingin hófst fyrir rúmlega 60 árum, mátti heita, að öll verzlun landsins væri í höndum erlendra manna, enda rann verzlunarágóðinn þá úr landi, eins og tíðkazt hafði um nokkrar aldir. Nú er svo komið, að öll verzlun íslendinga er komin í hendur landsmanna sjálfra. Mun láta nærri, að þjóðin skipt- ist um það bil í tvær fylkingar. Skipta sumir við kaup- menn á samkeppnisvísu og virðast una því vel. Aðrir, og þeir munu þó vera öllu fleiri, eru sjálfir sínir eigin kaupmenn og heildsalar með því að vera félagsmenn í einhverri af deildum Sambandsins. Áður fyrr hafa staðið harðar deilur milli kaupmanna og kaupfé- laga, og um eitt skeið munu einstaka samkeppnis- menn hafa látið sér detta í hug að unnt yrði að leggja samvinnuhreyfinguna að velli og útþurrka hana úr landinu. Vel má vera, að einhverjir samvinnu- menn hafi vonazt eftir hinu sama, að því er snertir kaupmennina, en nú eru slíkir draumar áreiðanlega ótímabærir. Samvinnumenn og samkeppnismenn hafa unnið saman glæsilegt þrekvirki á tiltölulega stuttum tíma, að gera alla verzlunina innlenda. Báðar stefn- urnar standa föstum fótum í íslenzkum jarðvegi. Þjóðin er skipt milli samvinnu- og samkeppnisstefn- unnar. Hvorug hreyfingin getur útrýmt hinni nema með óviðeigandi ofbeldi, því að þessar stefnur eru grundvallaðar í lífsskoðun þjóðarinnar. Hér eftir get- ur tæplega orðið um að ræða stríð „upp á líf og dauða“ milli kaupfélaga og kaupmanna. Hins vegar hlýtur jafnan að vera keppni milli þessara aðila, og fer vel á því. Þar heldur velli það, sem hæfast er. Tímaritið, sem sambandið gefur út, hlýtur að sjálf- sögðu á hverjum tíma að vera vel á verði móti árásum andstæðinga, hvaðan sem þær koma, og bera þá fram varnir og skýringar samvinnumanna. En að öllum jafnaði virðist mér, að hlutverk tímaritsins í sam- keppnismálum við kaupmannastéttina eigi að vera fólgið í því, að vekja áhuga samvinnumanna fyrir því að gera fyrirtæki sín sem bezt úr garði, svo að þau fullnægi á hverjum tíma sanngjörnum kröfum við- skiptamannanna. Á þann hátt er haldið við heil- brigðri samkeppni í verzlunarmálum landsmanna. Fer þá gengi kaupmanna og kaupfélaga eftir því hvort skipulagið fullnægir betur þörf þjóðarinnar. * Hin stækkaða Samvinna gegnir þegar í upphafi nýju og þýðingarmiklu hlutverki, sem fjöllesið tima- rit getur orðið að verulegu gágni, og það er við það nauðsynlega verk, að rótfesta vélamenningu nútím- ans á íslandi í formi, sem hæfir þjóðinni, og í sem nánustu samhengi við erfða menningu landsmanna. Þetta mál þarfnast nokkurrar skýringar. íslendingar hafa nú byggt landið í nálega ellefu aldar. Það má skipta þessu langa tímabili í tvennt, eftir því hvort landsmenn vinna aðallega með líkams- orku sinni og handverkfærum, eða afkastamiklum verkvélum. Fyrra tímabilið nær yfir rúmlega tíu ald- ir, en hið síðara lítið meir en hálfa öld. Á fyrra tíma- bilinu blómgast hér dreifbýlismenning, en á hinu síðara hefst íslenzk vélamenning, sem hefur gerbreytt lífi og starfi landsmanna, en hefur ekki enn, sem naumast er von, náð að rótfestast og samþýðast eðli og erfðavenjum þjóðarinnar. Ef litið er á fyrra tíma- bilið, er glögg mynd fyrir augum þess, er horfir í skuggsjá sögunnar. Nálega öll þjóðin býr í dreifðum bæjum, úr timbri, torfi og grjóti. Meginhluti túnanna er þýfður og þau ekki girt. Engin garðyrkja, engir vegir, engar brýr, engin skip. Vinnubrögð, skemmt- anir, uppeldi og andlegt líf, er í föstum skorðum kyn- slóð eftir kynslóð. Undir þessum kringumstæðum dafnar einkennileg og sterk andleg menning, sem nær hámarki í bókmenntum, og heldur móðurmálinu ná- lega hreinu undir erfiðustu kringumstæðum. En fyrir rúmlega hálfri öld heldur vélamenningin innreið sína í landið, og breytir atvinnuháttum og þjóðlífi íslendinga á örskammri stund meira en dæmi munu vera til um nokkra aðra menningarþjóð. Nú býr meiri hluti íslendinga í þéttbýli, í kaupstöðum og kauptúnum. Húsagerð landsmanna í bæjum og sveit- um er breytt bæði að efni og formi, og hin forna bygg- ingarlist er jafn ókunn miklum hluta hinnar upp- vaxandi kynslóðar eins og siðvenjur í fjarlægu landi. Nú er unnið að framleiðslu á sjó og landi meira og minna með hraðvirkum vélum. Vélskip, bifreiðir, flugvélar, sími, útvarp, kvikmyndir, rafmagnsnotkun og hitaveita eru nýfengnar nýjungar, sem marka djúp spor og með nýjum hætti í daglegt líf og uppeldi ís- lendinga. Þessar breytingar eru sögulega óhjákvæmilegar, og að flestra áliti nauðsynlegar. En þær eru svo gagn- gerðar, að þær geta valdið stórtjóni í andlegu lífi jS- lendinga, eins og þegar of djúpt áveituvatn á rækt- arlandi feygir jarðveginn og eyðir gróðrinum. Mér finnst að það megi líkja nútímaástandi þjóðarinnar við ferðamannalest í gömlum stíl, sem er komin að áfangastað. Það er búið að taka af hestunum nokk- uð af farangrinum. Menn hafa reist sum tjöldin. Önn- 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.