Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 1. HEFTI TILBÚIN HÚS Eftir ÞÓRI ICA I, II V l\SSO \ Mörg ár eru liðin síðan farið var að gera tilraunir með tilbúin hús. Fyrsta kynning okkar af þeim, voru „tilhöggnu" húsin, sem flutt voru hingað til lands frá Noregi. Hús þessi voru gerð úr hlöðnum timbur- stokkum, en borðaklæðing að utan og innan. Timbur í þessi hús hafði allt verið sagað og höggvið til réttrar lengdar og lögunar í verksmiðjum úti í Noregi, og var hverri fjöl og hverjum stokk ætlaður ákveðinn staður, og allt tölusett eða merkt eins og við átti. Með þannig efnivið í höndum áttu hefill og sög að vera óþörf tæki á byggingastaðnum. Hamar og halla- mælir voru þau vopn, sem áttu að duga. Oft virtust þessi hús ódýr, þegar þau voru athug- uð á síðum verðlistanna. Jafnan fór þó svo, að þegar til framkvæmda kom og farið var að reisa þau og búa til íbúðar, að margt vildi tínast til, bæði efni til viðbótar því, sem verksmiðjan lét af höndum, og vinna, er jafnan reyndist meiri en í fyrstu var hugað. Kom svo að lokum, að hús þessi, sem í fyrstu virtust kjara- kaup, reyndust fullbyggð engu ódýrari eða betri en önnur hús. Ekki er ólíklegt, að nokkru hafi valdið óvani og kunnáttuleysi þeirra manna, sem að bygging þessara húsa stóðu. Þau voru sett saman úr furðulegum fjölda margvíslega lagaðra timburstykkja, sem oft voru ó- glöggt merkt og reyndust þá næsta torfundin. Sam- setningar bjálka og bita voru oft frábrugðnar því, sem hérlendir smiðir áttu að venjast, en skýringar og leiðbeiningar, sem fylgdu, á erlendu máli. Loks var sjaldnast sett upp meira en eitt hús í einu á sama stað, og varð því hvert einstakt hús að bera fullan skerf af mistökum og vankunnáttu, en það sem lærzt hafði og áunnizt fór forgörðum, þar sem ekki var haldið áfram. Fyrir riimu ári síðan flutti Kaupfélag Reykjavíkur inn tilbúið hús frá Ameríku. Hús þetta vakti þá mikla eftirtekt og umtal og gerðu menn sér vonir um, að hér væri um að ræða umbætur í byggingamálum, er kynnu að hafa mikla þýðingu. Reynslan varð þó mjög á annan veg. Orsakaðist það meðfram af hinum geysidýra flutningskostnaði, sem að vísu var vitað að mundi verða mjög mikill. Óhætt mun einnig að full- yrða, að óheppilega hafi tekizt með val þessa húss. Það var ekki ólíkt hinum norsku stokkahúsum að því 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.