Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 34
SAMVINNAN 1. HEFTI Ráðstefna samvinnumanna um endurreisnar- og hjálparstarf- semi eftir stríðið. Innan skamms tíma mun koma saman alþjóðleg ráðstefna samvinnumanna, þar sem rætt verður um hlutverk kaupfé- laga og annarra samvinnufélaga í við- reisninni eftir styrjöldina. Hefur það komið mjög til tals, að kaupfélögunum verði falið að annast ýmsa starfsemi í hernumdu löndunum fyrst eftir styrjöld- ina, t. d. dreifingu matvæla til þeirra, sem bágstaddir eru. Er bent á, að það sé óþarft að setja upp sérstaka ríkis- stofnun í þessu skyni, þar sem fyrir sé öflugur neytendafélagsskapur, er geti ann- azt þetta verk. Komið hefur til orða, að samvinnufélögum verði falin fleiri verk- efni viðkomandi viðreisnar- og hjálpar- starfseminni. Á alþjóðaráðstefnu þeirri, sem fyrir- huguð er að samvinnumenn haldi, verður þetta málefni rætt sérstaklega, en auk þess verður rætt um aðstöðu og viðhorf samvinnufélaga almennt. Hinn mjög þekkti ameríski blaðamaður, Marguis Child, sem er frægur fyrir bók sína um samvinnu- og félagsmál í Svi- þjóð, (Sweden — the Middle Way), kemst svo að orði í grein, er hann ritaði nýlega um þessa fyrirhuguðu ráðstefnu: — Á ráðstefnu þessari verður rætt um þátttöku samvinnufélaga í viðreisninni eftir styrjöldina. Svíar, sem eru ein helzta forustuþjóð samvinnustefnunnar, halda því fram, að samvinnumenn í þeim lönd- um, er sloppið hafa við mestu hörmungar og ánauð stríðsins, geti lagt mikinn skerf til viðreisnarinnar i þeim löndum, sem harðast verða úti, — ekki sízt í Þýzka- landi. Mun þetta vitanlega sérstaklega rætt á ráðstefnunni. Þá verður rætt um stofnun eins konar lánsstofnunar. Dr. Arne Skoug, birgða- og viðreisnarmálaráðherra Noregs, hefur t. d. sagt, að samvinnufélögin i Noregi þyrftu aðstoðar samvinnufélaga í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Sviþjóð til að fá matvæli, hráefni, landbúnaðaráhöld, sáð- vörur, áburð o. fl., sem norsku félögin þörfnuðust eftir styrjöldina. Þessi við- skipti yrðu að hvíla á lánsgrundvelli til að byrja með og yrðu sennilega innan vébanda Hjálpar- og viðreisnarstofnun- arinnar. Á ráðstefnunni mun mjög verða rætt um milliríkjaverzlunina eftir styrjöldina. Sambönd kaupfélaganna í Bretlandi og Svíþjóð hafa unnið öfluglega gegn öllum lágmarks- og hámarksverðum, sem auð- hringar hafa reynt að koma á einstakar vörur. Nýlega lögðu samvinnumenn í Bandaríkjunum fram tillögur um stofn- un alþjóðlegra verzlunar- og framleiðslu- samtaka samvinnumanna, er héldi uppi millilandaverzlun eftir styrjöldina og fylgdi fast þeirri grundvallarreglu sam- vinnustefnunnar, að hafa enga gróðaá- lagningu. Þegar er til fyrirmynd að slíkum sam- xikum. Eitt af 15 heildsölufyrirtækj- um samvinnumanna í Bandaríkjunum, samvinnufélagið North Kansas City, flutti út ýmsar olíuvörur til innlendra sam- vinnufélaga í Búlgaríu, Svíþjóð, Eistlandi, Hollandi, Prakklandi, Skotlandi og fimm öðrum löndum. Samvinnufélagið í North Kansas City sá sjálft um borun olíubrunna sinna, byggði olíuleiðslur og á olíuhreins- unarstöðvar og verksmiðjur til framleiðslu á smurningsolíum. Forseti þessa félags, Howard A. Cosdem, mun halda eina af aðalræðunum á hinni væntanlegu ráð- stefnu. Fjársöfnun til viffreisnar. Alþjóðasamband samvinnumanna hefur gengist fyrir fjársöfnun til styrktar og uppbyggingar samvinnufélaganna eftir stríðið. Á síðasta aðalfundi S.Í.S. var sam- þykkt, að Sambandið gæfi 26 þús. kr. í sjóð þennan. Ókunnugt er, hvað einstök kaupfélög hafa ákveðið að gefa. SAMVIXNAIV 1. hefti janúar 1944. Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga Ritstjórn: Jónas Jónsson. Guðlaugur Rósin- kranz. Jón Eyþórsson. Sími: 5099 Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson Sambandshúsið, Reykjavík. Sími: 1080 Verð árgangsins, 10. hefti kr. 15,00 Forvígismenn. Hannes Thorarensen Samvinnan flytur aff þessu sinni á forsíffunni mynd af einum elzta forvígismanni samvinnufélaganna á Suffurlandi, Hannesi Thoraren- sen, sem nú er nýlátinn. Hannes Thorarensen, fyrrver- andi forstjóri Sláturfélags Suffur- lands, var fæddur 5. des. 1864 aff Móeiffarhvoli í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Skúli læknir Thorarensen og kona hans Ragn- heiffur Þorsteinsdóttir, prests Helgasonar í Reykholti. Til Reykja- víkur flutti H. Th. 1879 og gerffist síðan verzlunarmaffur viff verzlun H. Th. S. Thomsen til 1907, er hann gerffist forstjóri Sláturfélags Suffurlands, sem stofnaff var þaff ár. Gegndi hann því starfi til 1924, er hann tók viff forstöffu áfengis- útsölu Áfengisverzlunar ríkisins í Reykjavík og hafði þaff starf á hendi til ársins 1935. Hann lézt í Reykjavík 11. jan. 1944. Kona hans var Louise f. Bartels, ættuff úr Reykjavík. 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.