Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 9
1. HEFTI SAMVINNAN ur liggja hálf útbreidd í tjaldstaðnum, en flest eru enn í klyfjum hér og þar um völlinn. Burðarhestar, reiðhestar, reiðver, tjöld, fatnaðir, matarbirgðir og suðutæki eru dreifð um gervallan áningarstaðinn. Enn er óséð, hvernig tjaldborg þessara ferðamanna muni líta út og hversu haldkvæm hún reynist. Ég læt þessa líkingu nægja til að tákna hina miklu ummyndun, sem nú er að gerast með þjóðnni. Það væri algerður misskilningur, ef því væri haldið fram, að sveitirnar stæðu ennþá að öllu leyti á gömlum merg, og að þar væri engin hætta frá hin- um miklu vorleysingum vélatímabilsins. Ég vil nefna þessu til skýringar fáein einföld dæmi. Fyrir nokkr- um árum kom ég að vetri til í nýbyggt steinhús í sveit. Það var tvær hæðir, fjögur herbergi á hvoru lofti. Eldhúsið var á neðri hæð. Veður var nokkuð kalt, en ekki mikið frost. Sjö herbergi í húsinu voru óupphituð og svo köld, að þau gátu tæplega talizt mannabústaður í íslenzkum vetri. í eldhúsinu var nokkur hlýja frá matseldinni. Hér er nýi tíminn kominn, en sýnilega ekki í samræmi við landshætti og þarfir fólksins. Enginn vafi er á, að gömlu bað- stofurnar með þykkum torfveggjum, leku torfþaki og litlum gluggum voru lífvænlegri heimili, og lík- legri til verndar lífi og heilsu manna, heldur en kalda stóra húsið með mörgu vistarverunum, sem ég hef nýlega lýst. Annað dæmi úr sveitum snertir hestana og hina nýju vegagerð. Þjóðin hefur með miklum fórnum og miklum myndarskap lagt ótrú- lega mikið af akfærum vegum um landið á síðasta mannsaldri. Þessir vegir eru fyrst og fremst mið- aðir við bifreiðarakstur. En þó að bifreiðar komi til sögunnar, þá er íslenzki hesturinn þó þarfasti þjónn- inn, Hesturinn hlýtur að vera hjálparhella fólksins í sveit, bæði við vinnu heima, og mikið af ferðalagi sveitamanna, innan sveitar og um öræfi landsins. En svo gersamlega hafa menn gleymt þarfasta þjónin- um, eftir meira en tíu alda sambúð, að sums staðar má kalla ómögulegt að komast með hesta gegnum hinar blómlegustu hestasveitir á landinu. Akveg- irnir eru svo harðir, að þeir eru lítt nothæfir fyrir hesta. En síðan hefur láðzt að gera hestavegi meðfram akveginum, og í ofanálag eru víða settar gaddavírs- girðingar svo að segja við brautarskurðina. Þegar ríðandi menn mæta bifreiðum á þessum vegum, er það oft helzta úrræði þeirra að keyra hestana niður í brautarskurðinn, meðan bíllinn rennur framhjá. Þegar svo er búið að hestinum, er síst að furða, þó að oft megi líta æsku dreifbýlisins í mjög ósamstæð- um klæðum í flutningabílum nútímans, í stað skemmtilegra hestferða fyrri kynslóða, meðan land- ið allt var opinn vegur fyrir ferðamann á góðum hesti. Hið nýja þéttbýli við sjóinn hefur byggzt með ótrú- legum hraða, mest af fólki, sem ekki hafði æfingu eða undirbúning til að lifa bæja- eða borgalífi. Um stærsta þéttbýlið á íslandi, sjálfan höfuðstaðinn, er það að segja, að þangað sækir fólkið mest, en þó er eins og allt of fáum þyki vænt um bæinn. Erlendis er það siður í hverjum gömlum bæ, að hann fær dánargjafir frá borgurum, sem unna heimkynni sínu og vilja fegra það. En Reykjavík hefur enn ekki orð- ið fyrir hugulsemi af þessu tagi svo að orð sé á ger- andi. Höfuðstaðarbúar virðast fremur líta á borg- ina sem atvinnustað og auðæfalind en varanlegt heimkynni óborinna kynslóða. Skortur á framsýni blasir við í hverju spori. Göturnar eru þröngar og lítt hæfar fyrir mikla umferð. Inni í gamla bæn- um er eiginlega enginn grasblettur, þar sem börn og fullorðnir geta komizt í kynni við jarðveg og sólskin, nema Arnarhólstúnið, sem er eign ríkisins. Heimilin virðast ekki vita um virðuleik sinn og helgi, því að ef svo væri, myndi ekki hafa komizt nálega umræðulaust gegnum Alþingi í fyrra frumvarp, sem heimilaði nefnd í bænum að setja ókunnugt fólk inn í hvaða heimili sem vera skyldi í nauðungartvíbýli. Munurinn sést glögglega, ef borið er saman gamalt borgaland eins og England við nútíma ísland, þar sem þjóðin hefur ekki æfingu við að búa annars staðar en í dreifbýli. Eftir að búið er að eyða þrem milljónum húsa í Bretlandi með loftárásum, létu Bretar undir höfuð leggjast að gera lög sem heimiluðu innrás óviðkom- andi fólks í grið heimilanna. En fyrir undarlegt og óafsakanlegt vanmat á rétti og gildi sjálfstæðra heimila ætlaði Reykjavíkurbær, veturinn 1942—43, að láta bjóða sér það, að heimilisgriðin yrðu rofin þar eftir geðþótta óviðkomandi manna. Vanmáttur hinna nýju heimila í þéttbýlinu kem- ur fram í því, hve lítils virði heimilin eru fyrir börnin, sem fæðast þar upp. Þúsundir af foreldrum líta á barnaskólana eins og bjargráð til að verja börnin frá að vera þann tíma á götunni. Hið nýmyndaða þéttbýli á íslandi hefur alið upp marga hrausta menn, karla og konur, í atvinnubar- áttuna. Áður er vikið að sjálfstæðisbaráttu verzl- unarstéttarinnar. Yfirmenn og undirmenn á hinum nýmyndaða verzlunar- og fiskiflota starfa að sumu leyti með áfburða dugnaði. Þá hefur bærinn eignazt marga eljusama iðnaðarmenn, lækna, lögfræðinga og viðskiptaforkólfa. En úr hinu nýmyndaða þéttbýli hafa ekki vaxið skáld, listamenn eða rithöfundar. Það er mjög dregið í efa, hvort nokkur ferskeytla, 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.