Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 24
SAMVINNAN
1. HEFTI
U M HEIMA O G GEIMA
EFTIR JÓN EYÞÓRSSON
SAMVINNAN er stefnubundið tímarit, en óháð
stjórnmálaflokkum. Hún er málgagn samvinuufélag-
anna í landinu, tekur svari þeirra, ef á þau er hallað,
og mun beita sjer með fullri einurð gegn þeim öflum,
er leitast við að rjúfa samvinnufélögin eða hnekkja
skipulagi þeirra, hvort heldur er til sjávar eða sveita.
Samvinnumenn vilja vinna að því að skapa heil-
brigðan félagsþroska á öllum sviðum þjóðfélagsins,
stuðla að andlegu sem efnalegu sjálfstæði hvers ein-
staks þegns í þjóðfélaginu og samvinnu þeirra allra.
Samvinnumenn telja sér því ekkert óviðkomandi,
sem miðar að framförum þjóðarinnar: húsakost og
húsbúnað, bókmenntir og listir, bjargræðisvegi til
sjós og lands, félagsmál og félagsþroska.
// // //
SAMVINNAN mun því engan veginn einskorða sig
við verzlunarmál, þótt á því sviði hafi samvinnu-
félögin lyft stærstu Grettistaki hingað til. Samvinn-
an mun vera útbreiddasta og fjöllesnasta tímarit,
sem gefið er út hér á landi. Með stækkun þeirri, sem
nú er gerð á henni, fær hún aukið bolmagn til að
sinna fjölþættari verkefnum og áhugamálum en áð-
ur. Mun verða leitazt við að hafa efni svo fjölbreytt
til gagns og skemmtunar, að allir lesendur, ungir
sem gamlir, finna þar nokkuð, er þeim þyki fengur
í að kynna sér. Ritið mun koma út mánaðarlega,
nema í júlí og ágúst, alls 10 hefti á ári. Verður ár-
gangurinn allt að 400 bls. Vegna stækunarinnar hefur
orðið að hækka áskriftagjaldið, en Samvinnan mun
þó eftir sem áður verða langódýrasta tímarit lands-
ins, miðað við stærð.
// // //
SAMVINNAN kemur nú einnig í nýjum ytri bún-
ingi til lesenda sinna. Hefur Tryggvi Magnússon
málari gert hina nýju kápu af mikilli vandvirkni og
smekkvísi sem hans var von og vísa. í reitnum ofan
til verða að jafnaði birtar myndir af forustumönn-
um og aíreksmönnum samvinnufélaganna, innlend-
um sem erlendum. Hefst myndasafn þetta með mynd
hins nýlátna brautryðjanda í samvinnumálum sunn-
lenzkra bænda, Hannesar Thorarensens, en hann veitti
Sláturfélagi Suðurlands forstöðu um langt skeið. Á
neðra reit kápunnar verður prentað efnisyfirlit hvers
heftis í aðalatriðum. Ýmsar fleiri breytingar og nýj-
ungar munu smám saman koma til greina í Sam-
vinnunnj en við varð komið í þessu hefti.
ÁRAMÓT. Þessi áramót eru hin 5. síðan ófriður-
inn hófst, en þrjú og hálft ár var þá liðið síðan brezk-
ur her settist að á landi hér. Það virðist nú vera al-
mennt gert ráð fyrir því, að stríðinu verði lokið á
þessu ári í Norðurálfu, en búast má við, að Kyrra-
hafsstyrjöldin vari talsvert lengur. Montgomery, hinn
harðsnúni foringi 8. hersins brezka, sagði nýlega í
ávarpi til hermanna sinna: „Við verðum að leggja
hart að okkur til að útkljá styrjöldina á þessu ári.
Við ætlum okkur það og við getum það.“ Þegar þetta
er ritað eru Rússar komnir inn í Pólland, hafa frels-
að Leningrad algerlega úr umsátri og nálgast landa-
mæri Eistlands. Her Þjóðverja hopar á hæli, en veitir
þó snarpa mótspyrnu. Flugherir Breta og Bandaríkja-
manna hamra látlaust á stórborgum Þjóðverja dag
og nótt. Á Ítalíu gengur framsókn Bandamanna hægt
en jafnt. Nálgast þeir nú Rómaborg sunnan frá. Á
Kyrrahafsvígstöðvunum ná Bandaríkjamenn hverri
fótfestunni af anarri í útjöðrum hins gífurlega stóra
svæðis, sem Japanar hafa lagt undir sig, en yfirráða-
svæði þeirra er að heita má óskert ennþá.Munu þar
mikil tíðindi gerast, áður en hið gula ormabæli verð-
ur unnið.
// // //
VIÐ íSLENDINGAR byrjum þetta ár með þeim
fasta ásetningi, að taka formlega í okkar hendur
yfirstjórn allra okkar mála. í raun og veru höfum við
þegar haft hana síðan í apríl 1940, er sambandsþjóð
okkar var lögð undir ok Þjóðverja og öll tengsl rofin
milli landanna fyrirvaralaust. Allir munu harma það,
að viðskilnaður okkar við dönsku þjóðina skyldi ger-
azt með svo sviplegum hætti og öðru vísi en til var
stofnað með sambandssáttmálanum frá 1918. En þar
hafa skorizt í leikinn öfl, sem eru ofjarlar Dana, engu
síður en okkar. ísland á ekki og hefur aldrei átt land-
fræðilega né fjárhagslega samleið með Danmörku.
Sambandið hefur skapazt fyrir tilviljun. Það hefur
rofnað tvisvar í raun og veru — fyrir tilviljun — á
25 árum. Þegar á reynir, erum við sem jafnan fyrr
Einbúi Atlantshafsins meðal þjóðanna. Landið okkar
liggur þar, sem rastir mætast og allir vindar gnauða,
— ekki aðeins á legi og í lofti, — heldur og í sam-
skiptum stórþjóðanna. Á þessum „lífsins ólgusjó“,
verðum við að halda þjóðarskútu okkar í horfinu af
eigin rammleik og réttlætiskennd hinna voldugu ná-
20