Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 23
1. HEFTI SAMVINNAN 8. Hof á Ítalíu. Pýramíöinn, hofrústir í Egyftalandi og hofið á Ítalíu líta nú út eins myndirnar sýna. Höll í Mesapótamíu og musteri Salomons er löngu horfin, og myndirnar gerðar eftir fornum lýsingum. Hofið í Egyftalandi, háborg Aþenumanna og gríska hofið er sýnt hér eins og þessar byggingar hafa litið út, ef dæmt er eftir þeim leyfum, sem enn eru til af þeim. 6. Akrópolis, háborg Aþenumanna. Pýramídarnir eru sumir taldir vera 6000 ára gamlir. Þeir eru elztu, rammgerðustu og endingarbeztu stór- byggingar, sem til eru í heiminum. Pýramídarnir voru byggðir til að geyma lík konunga og stórhöfðingja. Innst í hverjum pýramída er lítið grafhýsi, og liggur þangað þröngur, krókóttur gangur með torfundnum dyrum, til varnar gegn grafræningjum. Pýramídarn- ir eru byggðir úr höggnu grjóti. Tönn tímans vinnur ekki á þessum stórhýsum, þó að aldir líði. Hof Egyfta voru voldugar stórbyggingar. Standa súlurnar víða enn, því að efnið er hart og seigt. 7. Hof í Grikklandi. Hallir fornkonunganna í Mesapótamíu voru mikil mannvirki, en féllu brátt í rústir, því að þær voru byggðar úr þurrkuðum leir. Gamla testamentið lýsir greinilega hinu fræga musteri Salomons, en sú fræga bygging var eydd með eldi og járnum erlendra her- þjóða. Á tímum Períklesar, nokkrum öldum fyrir Krists burð, reistu Grikkir úr hvítum marmara súlna- göng og hof á klettahæð utan við Aþenuborg. Er það mál manna, að þær byggingar hafi verið fegurstar og bezt gerðar í húsbyggingum allra þjóða og alda. Á fullkomnustu hofum var einföld súlnaröð meðfram hliðveggjum, en tvöföld röð fyrir hverjum gafli. Flest- öll grísku hofin eru nú að miklu leyti í rústum eftir hermdarverk og styrjaldir fyrri alda. En á Suður- Ítalíu, skammt fyrir sunnan Róm, í Paestum, er grískt hof frá fornöld, svo lítið skemmt, að það gefur fulla hugmynd um hofgerð Grikkja, þó að ekki væru til aðrar heimildir. J. J. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.