Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 1. HEFTI ing skipa, bifreiöa og stríðsvéla má einnig nota við framleiðslu húsa. Sum tilbúin hús eða húshlutar eru búin til úr stáli eða járnþynnum. Heil baðherbergi með vatnssalerni, baðkeri og handlaug hafa verið búin til í einu lagi í risavöxnum stálpressum, ekki ólíkum þeim, er móta yfirbyggingar bifreiða með einu átaki. Á sama hátt má smíða eldhússkápa og ótal margt annað, er til húsa þarf. Þá koma einnig gerfiefnin til sögunnar, og er þeirra þáttur ekki ómerk- astur. Tæpast er sá hlutur til nú á tfmum, sem ekki má gera úr einhverju slíku efni. Virðist oft ekki þurfa annað en nógu mikinn þrýsting til að gera efni, sem eru gljúp og annars lítils virði, sterk sem stál og til margra hluta nytsamleg. Þannig má móta veggplötur, hurðir, glugga, gólfplötur og margt annað úr rótar- tægjum, sagi, hálmi eða öðrum úrgangi. Þrýstingur- inn er stundum hafður svo mikill að talið er að sjálfar eindir efnisins breyti um afstöðu og samband og verður þannig efnabreyting á mjög óvenjulegan hátt. Að sjálfsögðu verður þetta ekki gert nema með miklum kostnaði og í stórum og dýrum vélum, og er því tæpast annara meðfæri en stórra þjóða með mark- aðsmöguleika, er samræmast stórframleiðslu. Enn skal hér til fróðleiks geta vissrar tegundar tilbúinna húsa, þótt þau að vísu muni ekki hafa mikla þýðingu frá íslenzku sjónarmiði. Hús þessi voru aðallega búin til í Englandi og Ameríku á ár- unum fyrir stríðið og nutu þá mikilla vinsælda. Þau eru að ýmsu lík bifreiðum og standa á hjólum, enda ekki ætlað að sitja í sama stað eins og venjulegum húsum. Bifreiðin mun þó ekki vera fyrirmynd þess- ara húsa heldur Zigaunavagninn, heimili hins kunna flökkufólks. Hús þessi voru notuð til sumarferðalaga og var þá bifreið beitt fyrir húsið og síðan ekið af stað. Á kreppuárunum var það mjög algengt að heil- ar fjölskyldur í Ameríku bjuggu í þessum hjólahús- um. Þetta fólk átti raunar hvergi heima. Það var sífellt á ferðinni og hélt ekki kyrru fyrir lengur en Húsið reist á byggingarstaðnum. atvinnan entist á hverjum stað. En það var aldrei húsnæðislaust fremur en snigillinn, sem ber kuð- unginn með sér á bakinu. Eins og geta má nærri voru hús þessi mjög lítil, og þurfti því að gæta mikillar hagsýni um allt fyrirkomulag. Öll húsgögn voru „inn- byggð“ eða hluti af húsinu sjálfu og mörg voru þannig gerð, að nota mátti á ýmsa vegu. Gæti ýmis- legt verið þar til fyrirmyndar, þótt um stærri hús væri að ræða. Þótt mikið hafi þegar áunnizt um framleiðslu tilbúinna húsa, má segja, að enn sé langt í land svo vel sé. Það er að vísu sýnt, að tilbúin hús verða sett á markaðinn í stórum stíl, þegar styrjöldinni lýkur, en við verðum að gera ráð fyrir, að þeim verði í ýmsu áfátt og sennilega verða þau nokkuð dýr. Tilbúnu húsin eru nýjung og það hlýtur að taka nokkurn tíma, áð þau komist af bernskuskeiði. Er það svo með flesta hluti. Ford bifreið kostaði fimmfalt meira árið 1907 heldur en árið 1939, og um útlits- og gæða- muninn þarf víst ekki að ræða. Ef til vill eru bifreið- irnar enn á bernskuskeiði eftir meira en 30 ár. Flest bendir til, að smíði alls þorra íbúðarhúsa fyrir alþýðu manna hverfi smátt og smátt inn í stór- verksmiðjur búnar fullkomnustu tækjum til hvers konar starf. Það er augljóst, hversu vonlaust það hlýtur að verða að keppa við þá aðstöðu með hand- verkfærum úti á víðavangi í misjöfnum veðrum. Verk- smiðjurnar munu að sjálfsögðu leitast við að fram- leiða húsaeiningar sínar þannig, að hægt verði að koma við sem mestri fjölbreytni um útlit og fyrir- komulag. Þrátt fyrir það verður þar þó ætíð um verksmiðjuvarning að ræða og ekki verður komist hjá því, að hinn persónulegi blær handiðnaðarins hverfi. Er það að vísu mikil eftirsjá, þótt ýmislegt annað vinnist í þess stað. Þegar tilbúnu húsin hafa náð þeirri fullkomnun, sem gera verður kröfur til, munu þau henta vel í sveitum hér á landi. Byggingavinna og búskapur eiga að jafnaði litla samleið. Hús í sveitum eru vana- lega reist á vorin, en þá vanalega minnst hætta að eiga við byggingar vegna veðra. En vorið er mesti annatími sveitafólksins og verður þá ekki hjá því komizt, að framandi verk verði unnin á kostnað bú- skaparins að einhverju leyti. Með slíkar aðstæður fyrir hendi væri það óneitanlega mjög hagkvæmt að geta komið sér upp góðu íbúðarhúsi á tveimur eða þremur dögum. Nú er það svo, að húsagerð er ætíð nátengd nátt- úrufari hvers einstaks lands og lífsháttum þeirrar þjóðar, sem landið byggir. Hús, sem einni þjóð hentar hæfir því ekki annari. Innflutningur erlendra húsa- hlýtur því ætíð að verða mjög vafasamur, ef ekki 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.