Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 1. HEFTI framandi höfunda úr ýmsum mál- um. Sig. Nordal gerði nokkuð að þessu áður fyrr, en hætti því brátt. E. Ó. S. fer bezt, eins og öðrum mönnum, sem fást í alvöru við nýtileg, andleg störf, að stunda einfaldleika í meðferð máls og efnis. Brynjólfur Sveinsson: Minning- ar frá Möðruvöllum. Akureyri: Prentverk Odds Björnssonar. Árni Bjarnarson gaf út. Verð 60 kr. í bandi. Þetta er ein af merkisbókum hins liðna árs. Árni Bjarnarson útgefandi á Akureyri hefur feng- ið 15 merka Möðruvellinga til að rita endurminningar um skóla- veruna þar. Ingimar Eydal rit- stjóri hefur ritað sögulegt yfirlit um baráttu Norðlendinga fyrir endurfæddum Hólaskóla. Bókin er prýdd myndum frá Möðruvöll- um, af skólahúsinu, kennurum skólans og öllum þeim gömlu læri- sveinum, sem eiga ritgerðir í bók- inni. Vel er vandað til ritsins, um pappír og prentun. Er prentverk Odds Björnssonar enn sem fyrr í fremstu röð með öll vinnubrögð. Minningar frá Möðruvöllum eru saga eins hins merkilegasta og þýðingarmesta skóla, sem starfað hefur hér á landi frá því að kennsla hófst á Möðruvöllum haustið 1880, og þar til er skólahúsið brann til kaldra kola rúmlega 20 árum síðar. Á þessu tímabili stunduðu nám í þessum skóla fjölmargir af þeim mönnum, sem síðar urðu braut- ryðjendur hvers konar framfara í landinu. Frá Möðruvöllum komu margir af allrafremstu leiðtogum samvinnufélaganna, þar á meðal Hallgrímur og Sigurður Kristins- synir, fjölmargir áhrifamenn í stjórn héraða og bæja, skáld, rit- höfundar, þingmenn og ritstjórar. Ég hygg, að óhætt sé að fullyrða, að aldrei endranær í sögu landsins hafi jafnmargir þýðingarmiklir umbótamenn komið út í starfslíf- ið úr jafn fámennum skóla eins og þeim, sem haldinn var á Möðruvöllum síðasta fimmtung 19. aldar. Hinir 15 höfundar skýra þessa gátu. Húsakynnin voru þröng, köld og óhentug. í skólanum var svo að segja alger vöntun allra þæginda. Matur nemenda var ó- brotinn en heilsusamlegur, og til- hald þeirra í búnaði í minnsta lagi. En sá kynstofn, sem kom í skólann, var sterkur, þolinmóður og bjartsýnn. Það var úrval dugn- aðarmanna úr meira en hálfu landinu. Höfundarnir minnast allir kennaranna á Möðruvöllum og mjög á sömu lund. Eru þar að vísu endurtekningar, en þær styrkja meginfrásögn bókarinnar. Niðurstaða lesandans verður ó- hjákvæmilega á eina leið: Til Möðruvalla komu mörg góð mannsefni. Þar vöndust nemend- ur hörðu starfi lífs, bæði andlega og líkamlega. Sumir af kennur- unum voru óvenjulegir yfirburða- menn við skólastjórn og kennslu. Um þetta allt og margt fleira fá menn glögga vitneskju í Minn- ingum frá Möðruvöllum. Dr. Páll E. Ólason og dr. Þcrkell Jóhannesson: Saga íslendinga frá 1701—1770. Sjötta bindi. Áskrift- arbók menntamálaráðs og Þjóð- vinafélagsins. Kostar 40 krónur óbundin. Þetta er mikið verk, rúmlega 500 bls. Útgáfan einkar vönduð að öll- um frágangi. Dr. Páll Eggert lætur skammt milli stórra högga. í fyrra ritaði hann einn bindið um 17. öldina. Nú skipta þeir dr. Þorkell þessu bindi milli sín, og þegar þetta er ritað, hefur Páll lokið við handritið að siðaskiptaöldinni og verður sú bók fullprentuð næsta haust. Verða þá komin þrjú af tíu bindum íslands sögunnar. í myrkviði 17. aldarinnar áttu íslendingar nokkra ódauðlega yf- irburðamenn. Þar var Hallgrímur Pétursson og Brynjólfur biskup. Og þar var Arngrímur lærði. íslend- ingum getur enn hitnað um hjartarætur, er þeir minnast þess, að þá situr á Mel í Miðfirði prest- ur, sem ritar á latínu, heimsmáli þeirra tíma, hverja fræði- og varnarbókina af annari um land sitt og þjóð. Frá íslenzku prests- setri, mitt í dreifbýli landsins, talar Arngrímur lærði til allrar Ev- rópu um þau efni, sem þjóðinni var mest þörf á að umheimurinn fengi að vita. í sjötta bindinu bregða Páll og Þorkell upp nýjum og glæsilegum myndum. Fyrstir koma fram á sjónarsviðið þeir frændur, mesti mælskuskörungur íslenzkrar kirkju, Jón biskup Vídalín og einhver mesti lögmaður landsins, Páll Ví- dalín. Við hlið þeirra stendur Árni Magnússon með sitt örlagaríka lífsstarf í sambandi við handrita- eign íslendinga. Þegar líður að miðri 18. öld kemur „faðir Reykja- víkur“, Skúli Magnússon, norðan úr landi og byrjar hina verklegu og fjárhagslegu umbótabaráttu nýja tímans á íslandi. Mitt í fá- tækt og erfiðleikum þeirra tíma lætur vinur Skúla, Magnús amt- maður Gíslason, byggja á Bessa- stöðum það hús, sem talið er að muni nægja um langa framtíð handa æðsta starfsmanni hins ís- lenzka þjóðfélags. Með athafna- mönnum starfa fræðimenn eins og sr. Jón Halldórsson í Hítardal, Finnur biskup í Skálholti og Egg- ert Ólafsson. Yfir miklu af at- burðunum, sem sagt er frá í sjötta bindi, er morgunroði nýrra tíma. Að líkindum verður flestum minn- isstæðust barátta Skúla fógeta við danska einokunarvaldið. Bæði Páll Eggert og Þorkell Jóhannesson skrifa einfaldan en þróttmikinn stíl með blæ af fornu máli. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.