Samvinnan - 01.01.1944, Page 10
SAMVINNAN
1. HEFTI
sem lifir lengi á vörum þjóðarinnar, hefur verið ort
hér á landi af mönnum. sem fæðzt hafa upp í þétt-
býlinu. Hér er komið að mjög þýðingarmiklu atriði.
Hafa þjóðflutningar innanlands og hið nýja atvinnu-
líf, dregið í bili úr ljóðgáfu íslendinga og skapandi
listagáfu á hærri stigum þróunarinnar? Svo má ekki
verða til lengdar. En forráðamenn þjóðfélagsins verða
að gæta þess, að um leið og þeir hjálpa til að mynda
borgir og bæi í landinu, verða þar að þróast lifsskil-
yrði, sem tryggja framhald dýrustu þáttanna í and-
legu lífi þjóðarinnar.
Viðhorf íslendinga til bókagerðar og bóklesturs er
mjög athyglisvert atriði. íslendingar hafa löngum
verið taldir brauðlaus bókaþjóð. Það er kunnugt,
að hinir bláfátæku vesturfarar, sem fluttu til Ame-
ríku, höfðu með sér tiltölulega mikið af hinum þjóð-
lega bókakosti. Sá hluti þjóðarinnar, sem hélt við
byggðinni í landinu, átti áreiðanlega jafn mikið af
bókum í heimilum sínum. Þannig vöndust börn
landsins við að umgangast bækur frá því þau komust
á legg og líta á þær sem góða vini sína. íslenzk dreif-
býlismenning hafði að mjög verulegu leyti verið
byggð á þessum bókasöfnum heimilanna. Á þessu varð
fyrst breyting í fyrra stríðinu. Bækur urðu þá til-
tölulega dýrar, og í kreppunni, sem fylgdi stríðinu,
urðu bókakaup almennings mjög lítil. Að Ukindum
hafa hin nýja vélamenning og kreppan hjálpazt að
því, að þúsund heimili í landinu hafa nú um alllangt
skeið verið sama sem bókalaus, ef frá er talið kennslu-
bókaslitur og bækur, sem oröið hafa eftir svo að segja
af tilviljun á einstökum heimilum. Hin mikla bóka-
útgáfa yfirstandandi tíma veldur raunverulega engri
breytingu í þessum efnum. Dýru bækurnar eru keypt-
ar sem gjafir við hátíöleg tækifæri, auk þess sem þær
fylla skápa bókamanna og bókasafnenda. En þjóðin
sjálf er nálega jafn bókalaus eins og áður var þrátt
fyrir bókaflaum dýrtíðarinnar. Jafnvel lestrarfélögin,
sem bæta þó að mörgu leyti úr bókaskorti heimilanna,
megna ekki að kaupa nema lítið af hinni miklu fram-
leiðslu yfirstandandi tíma. Eina viðleitnin, sem nokk-
uð munar um til að endurreisa heimilisbókasöfn, er
gerð á vegum menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Úrval íslenzku bókmenntanna, fornsögurnar og
Heimskringlu, saga þjóðarinnar í mörgum bindum,
auk minni verka um nútímaviðfangsefni, eiga að
verða traustur hornsteinn undir nýrri heimilismenn-
ingu á yfirstandandi vélaöld.
Eitt af því, sem þjóðina vantar mjög tilfinnanlega,
eru óhlutdrægir dómar um bækur og bókagerð. Meg-
inhluti þess, sem sagt er um þessi efni í blöðum og
tímaritum, er ekki mjög áreiðanlegur. Oft er það pant-
að lof frá höfundum, til framdráttar verkum þeirra.
Meðan svo er háttað, getur almenningur ekki stuðst
við umsagnir ritdómara. En slíkt ástand er óviðun-
andi til lengdar og ósamboðið menntaðri þjóð. Pant-
aðir dómar um bækur eða listaverk eru á sínu sviði
eins og falskar ávísanir í viðskiptaheiminum.
Það er von og tilætlun forráðamanna samvinnufé-
laganna og þeirra, sem standa að hinni nýju og
stækkuðu Samvinnu, að tímaritið geti átt nokkurn
þátt í að sveigja hina nýju menningu landsmanna inn
á þroskavænlegar brautir. í því skyni hefur tekizt að
fá einn af ritfærustu og bezt menntu mönnum þjóð-
arinnar, Jón Eyþórsson veðurfræðing, til að vera einn
af aðalritstjórum Samvinnunnar. Auk þess hafa ver-
ið gerðar ráðstafanir til að tryggja sér samstarf og
aðstoð margra annarra vel ritfærra manna. Eftir því
sem samstarf þeirra manna verður fastara og örugg-
ara, getur tímaritið með góðum árangri sinnt fleiri
og fleiri viðfangsefnum. Hin nýja Samvinna mun
jafnan flytja ritgerðir um félagsmál, hagfræði, um
samvinnufélögin, þróun þeirra og framkvæmdir. Þá
mun verða allmikið um fréttir frá útlöndum, um
nýjungar í andlegum og verklegum efnum. Þá mun
koma yfirlitsgrein um bókmenntir, listir og uppeldis-
mál, ritdómar, myndir og teikningar af skipulagi í
þéttbýli og dreifbýli, húsagerð í kaupstöðum, kaup-
túnum og sveitum, af umhverfi húsa og sveitabæja,
görðum og trjálundum, húsgögnum og húsbúnaði,
fyrirmyndir um fatnað, bendingar um matarhæfi,
skemmtanir og hollustuhætti. Mjög oft mun verða
beint til lesenda spurningum um mörg umræðuefni
og beðið um stutt svör til birtingar. Ef Samvinnan á
að ná því takmarki, sem nú er stefnt að, þarf til þess
margra manna vinnu, ekki að eins ritstjóra og fasta
hjálparmenn, heldur aðstoð kaupenda og lesenda ut-
an lands og innan, hvar sem íslenzkir menn dveljast.
Ég hygg að auðveldast verði að lýsa fyrir lesendum
væntanlegu viðhorfi hins nýja tímarits með því að
víkja sérstaklega að tveim verkefnum: Húsagerð og
fatnaði. Hér á landi er um að gera þrennskonar heim-
ili: Hús í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum. Sitt
á við á hverjum stað . Þar, sem húsgrunnar eru dýrir
í kaupstöðum, byggja menn oft há hús og litla garða.
í kauptúnum er landrými meira. Þar eiga hús aldrei
að vera há, en gróður og tún til gagns og prýði við
hvert heimili. í sveitum er landrýmið mest. Þar er
hörmulegt að sjá margra hæða hús, sem fara illa í
umhverfinu og eru óþarflega erfið til íbúðar. í sveit-
inni þarf skipuulag um alla húsagerð, þar með afstöðu
íbúðarhúss til peningshúsa. Er það mál allt á frum-
stigi enn sem komið er. Gömlu torfbæirnir höfðu náð
ótrúlega mikilli fullkomnun, með reynslu margra
alda. Þeir láku að vísu, og við því varð ekki gert með-
6