Samvinnan - 01.01.1944, Síða 11
1. HEFTI
SAMVINNAN
an þjóðin átti ekki kost á vatnsheldu efni í þök. En
smábæirnir fóru vel í landslaginu, og voru tiltölulega
hlýir og heilsusamlegir. Baðstofan var margt í senn.
Hún var miðstöð heimilanna. Þar var starfað, hvílzt
neytt matar og sinnt andlegum störfum. Þar dafnaði
frjálsmannlegt fjölskyldu- og heimilislíf. Þar fékk
móðurmálið brynju sína móti úrkynjun og málspill-
ingu, sem hefur þróazt hraðfara, síðan heimilisfólk
dreifðist um mörg herbergi, og börn urðu ekki nema
að litlu leyti í sambúð við fullorðið fólk. í sambandi
við ræktun og eflingu heimilanna koma mörg vanda-
mál, sem þarf að leysa með heppilegu samstarfi
margra manna.
Fólk í þéttbýli, sem vinnur í búðum, skrifstofum,
við kennslu eða önnur þvílík störf, hefur eftir föngum
ieitazt við að taka til fyrirmyndar búnað karla og
kvenna borgafólks í næstu löndum. En sveitafólk,
sjómenn og verkamenn hafa á litlu að byggja í þessu
efni. Hin aðfengnu borgaraklæði eiga ekki sérlega vel
við aðstöðuna í sveit, í smáskipum við ströndina eða
margháttuð dagleg störf. Þegar menn koma frá orfi
eða ár í skrifstofu bæjarmanna til að reka erindi
sín, þá hallast á um aðstöðuna. Borgarbúinn hygg-
ur sig standa á viðurkenndum grundvelli fólks í
stærri löndum um húsakynni, húsbúnað og fatnað. Þó
að ekki sé um það talað, veit aðkomumaðurinn með
sjálfum sér, að fatnaður hans er hálfgerður samtín-
ingur, og hvergi byggt á föstu. Þetta gerir leikinn ó-
jafnan. Maðurinn, sem hyggur sig standa á föstum
grundvelli vestrænnar menningar, beitir sér ósjálf-
rátt með meiri harðneskju, heldur en málefni standa
til við mann, sem sýnist á vegum viðurkenndra tákna
standa neðar í brekkunni. Úr þessu verður ekki bætt
nema með því að rannsaka búningsmálin, og finna
smátt og smátt heppilegar fyrirmyndir um hvers kon-
ar fatnað við alls konar vinnu, karla og kvenna, á
heimilum, á sjó og landi, við ferðalög, skemmtun og
dvalir í þéttbýli.
Takmarkið, sem hér er stefnt að, er að leitast við að
finna mismunandi fyrirmyndir að húsum, húsbúnaði
og fatnað, þar sem byggt er á mismunandi staðhátt-
um, en allar fyrirmyndirnar raunverulega jafn góðar,
jafn fullkomnar þannig, að þær njóta sömu viður-
kenningar. Bóndinn og sjómaðurinn hafa þá á hverjum
stað og tíma jafn örugga fótfestu í samstarfi stétt-
anna eins og þeir, sem byggja á erlendri tízku.
Mataræði er sannarlega svo mikill þáttur í lífi
manna, að ástæða væri til að gefa því meiri gaum
heldur en gert er. Matur og drykkur þjóðarinnar hef-
ur tekið stórkostlegum breytingum síðan vélaöldin
náði til íslands. Hin fábreytta, en að mörgu leyti
þróttmikla þjóðlega fæða, varö að þoka úr sessi fyrir
meira og minna viðvaningslegri matargerð eftir sið
suðlægari þjóða. Bæði til sjávar og sveita varð það
siður að selja beztu matvælin burtu, helzt úr landi, og
nota úrganginn heima. Þessi vanræksla gekk svo
langt, að í Reykjavík, sem lifði af því að framleiða
saltfisk til neyzlu suður við Miðjarðarhaf, hefur
venjulega verið ókleift að fá keyptan til neyzlu í bæn-
um bezta útflutningsfiskinn. Sú vara fór til Suður-
landa, en úrgangsfiskurinn var til sölu handa lands-
mönnum sjálfum. Sama varð siðvenjan allt of víða í
sveitum. Lélegasta kjötið var haft til heimaneyzlu.
Smjör er að jafnaði lítt fáanlegt í landinu. Allur þorri
manna verður að neyta smjörlíkis. Það er í einu dýrt
og lélegt úrræði. í Kanada er bannað að búa til og
selja smjörlíki. Það eru talin vörusvik. Allir nota
smjör.
Sú þjóð, sem leggur sér til munns úrgang þeirrar
fæðu, sem hún framleiðir handa öðrum, sýnir sjálfri
sér fyrirlitningu með þeirri framkomu, auk þess sem
hún spillir heilsu sinni. Hér á landi á að vera hægt að
afnema þennan ósið. Landið er ríkt að skilyrðum til
góðrar matvælaframleiðslu. Hér eru ágæt skilyrði til
að hafa í landinu sjálfu nóg af mjólk, smjöri, osti,
skyri, eggjum, kjöti, fiski, síld og lýsi. Með vaxandi
notkun jarðhitans og með meiri tækni í jarðrækt, má
hafa heimaræktað grænmeti og garðmat í mörgum
myndum. Þjóðin þarf ekki að flytja inn nema nokkuð
af kornvöru, sykri og aldinum. Vandinn fyrir þjóðina
er sá einn í þesum efnum að skapa nýtt viðhorf. í
stað þess að sætta sig við að eta daglega óhollan,
dýran og óheppilegan mat úr lélegum innlendum
fæðuefnum og miður heppilegu viðbiti frá öðrum
löndum, þarf ekki annað en að segja: Við leggjum
stund á að framleiða góða íslenzka matvöru. Við not-
um sjálfir það bezta, sem við framleiðum, með nauð-
synlegri viðbót af góðri erlendri matvöru. Jafnframt
þessu þarf að breyta matarhæfinu og skipuleggja ís-
lenzka matreiðslu og halda í heiðri íslenzkum þjóð-
réttum. Samhliða því þarf að hafa á gistihúsum og
veitingastöðum venjulegan ensk-amerískan mat
handa útlendingum, sem kunna að sætta sig betur
við matargerð þessara tveggja stórlanda, heldur en
okkar eigin matargerð, sem þjóðin verður þó að virða
sjálf og koma á svo hátt stig, að ekki verði lengra
komizt, þegar tekið er tillit til náttúrugæða landsins
og þjóðhátta.
Hér hefur verið vikið að hinni stórfelldu upplausn
þjóðlífsins, sem leiðir af hinum miklu breyting-
um, sem fylgja tilkomu vélanna. Sveitafólkið, sem
byggt hefur kaupstaðina og kauptúnin, er mótað af
dreifbýli og kann ekki að lifa í þéttbýli fyrr en kaup-
Pramh. á 21. síðu
7