Samvinnan - 01.01.1944, Side 16
SAMVINNAN
1. HEFTI
Svikamyllan mikla
Lærdómsrík reynsla úr síðustu styrjöld.
Eftir Robert Gilbert Vansittart.
Höfundurmn sýnir fram á, að Þjóð-
verjar hafi í raun og veru aldrei greitt
neinar skaðabætur. Þeir fengu jafnharð-
an að láni eins mikið og þeir greiddu —
en svikust um að borga það.
Höfundurinn var aðstoðarráðherra í
brezka utanríkisráðuneytinu frá 1930—
1938.
Aldrei hefur önnur eins stórfölsun verið framin,
síðan sögur hófust, og skaðabótagreiðsla Þjóðverja
eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er nú orðið lýðum
ljóst, hvernig veröldin lét blekkjast af áróðri Þjóð-
verja. Þeir létu sér ekki nægja að telja trúgjörnum
þjóðum trú um, að þeir gætu engar bætur greitt
fyrir óskundann, heldur gerðu þeir sig að píslarvott-
um, er þolað hefðu órétt.
Satt er það, að Þýzkaland átti við talsvert þröng
kjör að búa fyrstu árin eftir stríðið. En það var ekki
vegna skaðabótanna. Það var vegna stríðs, sem var
að ástœðulausu hafið og algerlega tapað. Þrenging-
artími Þýzkalands varð ekki heldur langvinnur, og
áður en skaðabótum var hætt, voru Þjóðverjar vissu-
lega ekki verr stæðir en fórnarlömb þeirra, ef ekki
betur.
Meginatriði þessa kynlega söguþáttar voru þessi:
1) Þýzkaland stofnaði af ráðnum hug til villimennsku
í heiminum. 2) Tjónið var óbætanlegt. 3) Þýzkaland
gerði enga heiðarlega tilraun til að bæta það. 4) í
þess stað hafði það í frammi hin furðulegustu undan-
anbrögð. 5)Bragðvísi Þjóðverja leiddi til þess, að svik
og prettir fengu frægan sigur.
Bandamenn stigu fyrsta víxlsporið. Með því að
reyna að þröngva Þjóðverjum til þess að bæta eins
mikið af skemmdarverkum sínum og unnt væri, settu
úr erlendum og innlenduni greinum um
félagsmál og stjórnmál, vísindi og tœkni,
atburði og einstaklinga.
þeir skaðabótagreiðslu Þjóðverja of hátt. Að vísu var
upphæðin ekki óréttlát, — 6600 milljónir sterlings-
punda var aðeins fjórðungur af stríðskostnaði banda-
manna, — en í framkvæmd var hún óhyggileg. Af-
leiðingarnar urðu afdrifaríkar, því að þær gáfu áróðri
Þjóðverja byr í seglin.
Samt sem áður hefði mátt finna viðunandi lausn
og samkomulag í þessu efni, ef þjóðverjar hefðu á
nokkurn hátt sýnt vilja eða viðleitni til að bæta fyrir
tjón það og hörmungar, er þeir höfðu leitt yfir heim-
inn. En því fór fjarri. Þjóðverjar gerðu ekki ann-
að en að hyggja á hefndir yfir fórnarlömbum sínum,
sem höfðu borið sigurorð af þeim. Þeir voru staðráðnir
í að greiða svo lítið sem unnt væri og mótmajla eins
kröftuglega og frekast væri fært. Þeir könnuðust við
enga sekt, en myrtu hina fáu landa sína, sem reyndu
að minna þá á hinar óhugnanlegu og ógeðfelldu stað-
reyndir.
Fyrsta viðfangsefni Þjóðverja var að reikna út,
hvernig þeir gætu bezt villt á sér heimildir. Þeir gengu
að verki með mikilli útsjónasemi. Þeir sáu í hendi sér,
löngu áður en Hitler kom til skjalanna, að stórlygum
er miklu frekar trúað en smáýkjum. Þeir létu sem
þeir greiddu miklu meira en þeir gerðu í raun og veru,
og þeir kveinuðu hástöfum og án afláts. í þessu
efni treystu þeir á takmarkalausa trúgirni þeirra,
sem þeir ætluðu að táldraga, eins og vant er, þegar
stórsvik eru framin.
Heildarupphæðin, sem Þjóðverjar greiddu í skaða-
bætur, var metin á 1038 milljónir sterlingspunda af
skaðabótanefndinni. Þessar greiðslur dreifðust á mörg
ár. Þar af voru aðeins 253 milljónir í reíðu fé. Afgang-
12