Samvinnan - 01.01.1944, Síða 17
1. HEFTI
SAMVINNAN
urinn var talinn greiðslur í fríðu. Þess má geta, að
endurbyggingin í Norður-Frakklandi einu saman,
kostaði 830 milljónir sterlingspunda, sem Frakkar
urðu vitanlega að kosta sjálfir að mestu leyti. Hið
lemstraða Pólland fékk ekki eyris virði. Það er aug-
ljóst, hve hlægilegar „skaðabæturnar“ voru, þegar
þess er gætt, að Belgía og önnur rænd og rúin lönd
áttu að endurreisast fyrir hundsbætur þser, er Þjóð-
verjar létu af hendi.
í raun og veru leysti Þýskaland aldrei af hendi
teljandi hluta þeirra skaðabóta, sem það skuldbatt
sig til með Versalasamningnum. Það vann að því með
ráðnum hug, að láta fórnarlömb sín ganga sér til húð-
ar með því að bæta skaðann af eigin rammleik, en
sjálfir lögðu Þjóðverjar alla stund á að búa sig undir
næsta stríð, sem þeir höfðu þá þegar á prjónunum.
Þeir létust vera að bugast undir gjöldunum. En til
undirbúnings á næsta stórglæp sínum, — núverandi
styrjöld, — eyddu þeir samkvæmt eigin skýrslum
8000 milljónum sterlingspunda, eða átta sinnum meira
en þeir greiddu í skaðabætur.
Þjóðverjar léku það bellibragð, að mikla hinar upp-
lognu fórnir sínar fram úr öllum máta. Það var auð-
velt. Þeir töldu blátt áfram til skaðabóta allt, sem
þeir höfðu sjálfir misst. Til dæmis heimtuðu þeir,
að öll skip, sem þeir misstu í stríðinu, væru færð sem
greiðslur upp í „skaðabætur." Þar á meðal töldu þeir
flota sinn, sem þeir sj álfir sökktu í Scapa Flow. Hann
reiknuðu þeir á 67 milljónir sterlingspunda.
Eða tökum til dæmis kolanámurnar í Saar-héraðinu,
sem bandamenn tóku sem bætur fyrir frönsku kola-
námurnar, sem Þjóðverjar fylltu með vatni af skömm-
um sínum, til þess að útiloka franska samkeppni. Ár-
ið 1913 hafði þýski fjármálaráðherrann virt þessar
námur á 300 milljónir gullmarka, en þegar til skaða-
bótanna kom, létu þeir sér sæma að heimta fyrir þær
1028 milljónir gullmarka.
Komust þeir upp með þetta? Þeir gerðu það og
meira til, því að árið 1935 fengu þeir aftur allt, sem
var ríkiseign í Saarhéraðinu fyrir 140 milljónir gull-
marka, og þar af voru námurnar aðeins nokkur hluti.
Hvers vegna slíkt veglyndi við bragðarefina? Það kom
til af því, að í 15 ár samfleytt hafði veröldin léð eyra
barlómi „aumingja Þjóðverja."
Skrípaleikur skaðabótamálsins á sér engan líka.
Meðal annarra fáránlegra hluta, sem Þjóðverjar
reiknuðu upp í skaðabæturnar var andvirði þýzku ný-
lendnanna, kostnaður við afvopnun Þýzkalands, nið-
urrif þýzkra virkja, breytingar á þýzkum iðnaði frá
stríðsiðnaði í friðarframleiðslu. Vitanlega voru þetta
engar greiðslur, heldur skakkaföll sigraðs árásarríkis.
En veröldin hafði opin eyru fyrir barlóm Þjóðverja
og hélt þá örsnauða. Slíkur var máttur þýzka áróð-
ursins.
Lítum nánar á þetta ríki, sem þóttist „gjaldþrota"
vegna skaðabóta, sem það aldrei greiddi né ætlaði
sér að greiða. Gáfu ginningarfíflin sér nokkru sinni
tóm til að íhuga það, að með verðbólgunni 1923 þurrk-
aði Þýzkaland með öllu út innanríkisskuldir sínar,
en Bretland varð að strita undir 7000 milljóna
punda skuldabyrði og Frakkland undir 250.000 millj-
ónum franka? Veittu þessir menn því nokkra athygli,
að þjóðartekjur Þýzkalands voru 50%, stundum 75%,
hærri á árunum 1924—1939 en þær voru á næstu ár-
um fyrir fyrri heimsstyrjöldina? Á þessum árum
„þrenginganna" bar því hver Þjóðverji meira úr být-
um en hann átti að venjast á hinum gullnu friðar-
árum í tíð Vilhjálms II. keisara.
Árið 1925 voru heildartekjur Þýzkalands þegar orðn-
ar um 60% hærri en fyrir stríðið, og ríkisstjórnin
gat veitt stórfellda styrki til þýzka iðnaðarins, sem
hófst handa um mikla endurnýjun og nýskipun.
Fimm árum síðar komst útflutningur Þýzkalands
fram úr brezkum útflutningi í fyrsta skipti. Þjóðverj-
ar tóku að láta drýgindalega við útlendinga, er þeir
sýndu þeim hinar nýju byggingar sínar, bílvegi, skip
og verksmiðjur.
Hið „örsnauða" Þýzkaland var í raun og veru auð-
ugt og gat leyft sér ríkilæti á sama tíma og sigur-
vegararnir gengu árangurslaust eftir lítils háttar
framlögum til að byggja upp héruð þau, er Þjóðverj-
ar höfðu lagt í rústir. Brátt kom að því, að þeir fóru að
taka lán hjá skuldheimtumönnum sínum til að greiða
með. Þýzkaland sló öll met í lántökum. Það fékk
1500 milljónir punda að láni í peningum og vörum
hjá fyrrverandi fjandmönnum sínum. Það er sex-
föld upphæð móts við það, sem Þjóðverjar greiddu
í skaðabætur í reiðufé.
Árið 1929 höfðu Þjóðverjar greitt 132 milljónir
punda í peningum á 10 árum með sífelldu nöldri. —
Það eru tæpir 60 hundraðshlutar af herkostnaði þeim,
sem Frakkar greiddu Þjóðverjum innan tveggja ára
eftir ófriðinn 1871.
Þegar skaðabótagreiðslurnar voru skornar niður,
urðu allir sárfegnir. Ef þær hefðu verið lengur við
lýði, hefði vel mátt fara svo, að sigurvegararnir hefðu
orðið að greiða Þjóðverjum, sem voru orðnir mjög
miklir fyrir sér. En slíkur var máttur þýzka áróð-
ursins, að sú skoðun var ríkjandi um öll lönd, að
allur Versalasamningurinn hafi verið óverjandi, og
skaðabótagreiðslurnar hefðu þrengt svo mjög að hin-
um „örsnauðu" þýzka lýð, að hann hafi ekki átt ann-
13