Samvinnan - 01.01.1944, Síða 18
SAMVINNAN
1. HEFTI
ars völ en kasta sér í faðm Hitlers. Aðeins fáir minn-
ast þess, að skaðabótagreiðslur voru afnumdar ári
áður en Hitler komst til valda.
Vitrustu heilar Þjóðverja höfðu gert sér ljóst, að
þeir gætu vakið áhuga fjölda margra amerískra fjár-
málamanna fyrir örlögum Þýzkalands, ef þeir gætu
fengið nógu stórkostleg lán í Bandaríkjunum, og
mundu þeir að lokum gangazt fyrir því, að skaða-
bótagreiðslum yrði hætt, til þess að bjarga sínum
eigin maurum.
Sum fyrstu lánin voru veitt hinum miklu þýzku
vopnaverksmiðj um, — fékk Krupp 10 miljónir og
Thyssen 12 milljónir dollara. Þessir ágætu Þjóðverjar
höföu sem sé ekki drepið nógu marga dugandi drengi
hér í álfu, svo að þeim voru fengnar fleiri morðvélar
tii uppörvunar.
Næsta skrefið var svo stigið með því herópi, að því
aðeins væri hægt að standa í skilum með „verzlun-
arskuldirnar", að hætt væri skaðabótagreiðslum, en
þær snertu á engan hátt hagsmuni Ameríkumanna.
Öll dómgreind hafði viðrast burtu í moldviðri því,
er þýzki áróðurinn hafði þyrlað upp um þessi mál.
Sjálfir voru Þjóðverjar næsta höggdofa yfir árangri
iðju sinnar. Svikamyllan mikla hafði heppnazt. í stað
þess að reitast til reiði, vildi umheimurinn láta
blekkjast ennþá meira. Þjóðverjar voru ekki seinir á
sér að beita hina „verzlunarlegu“ lánardrottna sína
undanbrögðum og stungu enn 1000 milljónum punda
í vasann ofan á það, sem fyrir var. Þannig voru þeir
hervæddir á nýjan leik til næstu herferðar sinnar.
Þessi lýgilega saga verður ekki fullsögð, nema þess
sé getið, að f j ársvikaríkið hefur í þessari styrjöld lagt
á þjóðir þær, sem það hefur undirokað, árlegan skatt,
er nemur 1000 miljónum punda í reiðu fé. Þetta er
ferföld upphæð móts við það, sem Þýzkaland greiddi
alls á 12 árum í reiðufé, að lokinni síðustu styrjöld.
Hér við bætist hið stórfelda opinbera ránsfé og her-
fang einstakra hermanna í herteknu löndunum, lang-
ar lestir bifreiða og járnbrautarvagna, er flytja full-
fermi af vörum og öðrum ránsfeng.
Getum við séð svo um, að Þjóðverjar leiki ekki
sama leikinn aftur? Okkur mun ekki takast það, ef
við Ijáum eyra hinum margtuggða þvættingi um
„hina góðu Þjóðverja“. — „Góðir Þjóðverjar“ fóru
með völdin eftir síðasta stríð, en þeir lögðu þegar lag
sitt við hernaðarsinna og stóriðjuhölda, sem höfðu
það verk með höndum að undirbúa hervæðingu og
næstu styrjöld.
Mitt á meðal vor er fjöldi fólks, sem nú þegar er
farið að undirbúa samúð með Þýzkalandi eftir stríð-
ið. Eitt af vígorðum þeirra er, að „nú megi engar
skaðabætur heyrast nefndar". Innan skamms munum
„Söngur af himnum“
Rftir Hertha Panli
Þegar jólasálmurinn „Heims um ból‘r
hljómar um jólaleytið, er gott að minn-
ast þess, hvernig hann kom inn í heim-
inn fyrir 125 árum, og hvernig hann
breiddist um gjörvalla jörðina.
Það er 24. desembermánaðar 1818. f hinu ævaforna
þorpi Hallein í Austurrísku ölpunum situr faðir Jos-
ef Mohr aleinn í stofu sinni og les í biblíunni. Öll
börnin í dalnum eru full eftirvæntingar, því að nú
er aðfangadagur, þá fá þau að vera á fótum til mið-
nættis og hlýða messu. Á leið sinni niður eftir hinum
eyðilega, harðfrosna þjóðvegi báru þau nú logandi
kyndla, svo að frá þorpinu var dalurinn allur til að
sjá sem geysistórt jólatré með hundruðum kerta á
hreyfingu.
Hinn ungi prestur gaf engan gaum að ljósadýrð-
inni í dalnum. Hann sat við eikarborðið í skrifstofu
sinni með opna biblíu fyrir framan sig og var að
undirbúa ræðuna til miðnæturmessunnar. Hann las
ennþá einu sinni söguna um fjárhirðana úti í hag-
anum, sem engillinn birtist og talaði til: „í dag er
yður frelsari fæddur-—“.
í sama bili og faðir Mohr las þessi orð, var barið
að dyrum. Er hann svaraði, kom inn í stofuna bónda-
kona með grófgert sjal um herðarnar. Hún kom til
að segja honum, að kona kolagerðarmanns, er átti
heima á efsta bænum í sókninni, hefði eignast barn
úm morguninn. Foreldrarnir höfðu beðið hana að
spyrja prestinn, hvort hann gæti komið til að leggja
blessun sína yfir barnið, svo að það mætti lifa og
dafna.
við verða fræddir á því, að engin endurheimt megi
eiga sér stað. Þjóðverjar og Þjóðverjasinnar munu
róa að því öllum árum, að Þýzkaland fái að halda
einhverju af bráð sinni og herfangi að minnsta kosti.
Ef slíkar skoðanir fá að ryðja sér til rúms, er það
sama sem sigur Þýzkalands í stríðinu. Ég staðhæfi
ekki aðeins, að árásarríkið eigi ekki að borga, — eins
og síðast, — heldur verði það að hljóta maklega borg-
un. Það á að hernema Þýzkaland út í æsar jafnframt
því, að það er afvopnað. Síðast voru þrengingar þess
að mestu leyti yfirvarp og ekkert sambærilegar við
það, sem aðrar þjóðir urðu að þola. Látum ekki
blekkjast í annað sinn.
14