Samvinnan - 01.01.1944, Síða 19
1. HEFTI
SAMVINNAN
Faðir Mohr varð undarlega snortinn, er hann kom
í kotið, þar sem hin unga móðir lá með barnið sofandi
við brjóst sér, en gleðibros lék um andlit hennar.
Umhverfið minnti að vísu ekki mikið á jötuna í borg
Davíðs, en síðustu orðin, sem presturinn hafði lesið
í biblíunni, bergmáluðu nú samt allt í einu í huga
hans. Er hann hélt aftur ofan í dalinn, sá hann að
hlíðarnar voru uppljómaðar af blysum fjallabúanna,
er voru að þyrpast til kirkjunnar, og klukknahljóm-
ur ómaði frá öllum þorpum nær og fjær.
Faðir Mohr varð gagntekinn undursamlegum jóla-
fögnuði. Er hann kom heim í stofu sína að lokinni
messu, reyndi hann að skrifa á blað það, sem hafði
borið fyrir hann. Orðin runnu saman í ljóðlínur, og
þegar dagur rann, hafði faðir Mohr lokið kvæðinu.
Og á jóladaginn setti vinur hans, Franz Gruber, söng-
kennari við barnaskólanum, lag við tekstann.
Börnin í þorpinu heyrðu, að presturinn og kennar-
inn voru að syngja. Orgelið í kirkjunni var bilað, svo
að þeir höfðu ekki annað hljóðfæri en gítar, sem
Gruber spilaði á. „Guð hlýtur annars að geta heyrt
til okkar, þó að við höfum ekki orgel“, sagði hann.
Þeir vissu ekki, að á þessari jólahátíð hafði orðið
til jólasálmur, sem átti eftir að breiðast um alla
heimsbyggðina, þar sem jól eru haldin.
í Zillerdalnum í Týról voru engin börn, sem höfðu
eins fagra söngrödd og Strasersystkinin fjögur, Karó-
lína, Jósef, Andrés og Amalía litla, sem var kölluð
Malý og var svo lítil, að hún gat ekki borið orðin
skýrt fram. Fólkið frá borginni sögðu oft um Straser-
systkinin, að þau syngju eins og næturgalar.
Þau fóru líka, eins og næturgalarnir, á hverju vori
norður í Leipzig, sem er höfuðborgin í Saxlandi. Þar
er árlega haldin mikil kaupstefna eða markaður. For-
eldrarnir bjuggu til glófa úr geitarskinni, og börnin
voru send með þá á markaðinn.
Það var mikið um að vera í Leipzig í kauptíðinni,
og börnunum frá Zillerdal þótti nóg um. En þau héldu
sama sið og heima fyrir, ef eitthvað blés á móti: þau
sungu öll saman. Og oftast sungu þau lagið, sem
þeim þótti vænzt um, en það var „sönglagið af himn-
um“.
Börnin höfðu lært lagið af Karli Mauracher, nafn-
toguðum orgelsmið í Zillerdalnum. Eitt sinn, er hann
var að gera við orgel í þorpi einu, bað hann organist-
ann að reyna hljóðfærið, að verkinu loknu. Þessi org-
anisti var Franz Gruber, og af tilviljun datt hann of-
an á að spila lagið, sem hann samdi við ljóð séra
Mohrs.
„Þetta lag hefi ég aldrei heyrt fyrr“, sagði orgel-
smiðurinn. „Væri þér sama, þótt ég hefði það um
hönd? Fólkinu heima hjá mér mundi geðjast að því.“
Gruber hafði ekkert á móti því og bauðzt til að skrifa
það upp. En það kærði orgelsmiöurinn sig ekki um.
Hann kunni lög í hundraðatali utan að og munaði
ekkert um að bæta einu við.
Lagið varð brátt mjög vinælt í heimabyggð hans og
gekk undir nafninu: „Lofsöngurinn af himnum.“ Org-
elsmiðurinn vissi ekki ,að hann hafði fengið í vega-
nesti dýrlega gjöf til allrar veraldarinnar frá tveim
ókunnum höfundum.
Börnin urðu þess vör, að töframáttur sönglagsins
hafði áhrif á fólkið í borginni, þrátt fyrir ösina og
annríkið. Vegfarendur námu staðar og hlýddu á söng
þeirra. Einn daginn kom til þeirra roskinn maður,
er kvaðst vera hirðsöngstjóri í Saxlandi, og gaf þeim
aðgöngumiða að hljómleikum, sem hann stjórnaði á
ákveðnum tímum í gildaskála einum miklum í borg-
inni. Urðu börnin næsta glöð við.
Er þau komu inn í hinn mikla og skraulega sal,
þéttskipaðan prúðbúnu fólki, urðu þau næsta feimin
og því allshugar fegin, er þau voru leidd til sætis á
lítt áberandi stað rétt hjá hljómsveitarpallinum. Þau
sátu ennþá frá sér numin og gagntekin hrifningu
að loknum hljómleikunum, er reiðarslagið kom:
Söngstjórinn gekk fram og tilkynnti, að hér væru
stödd fjögur börn, er hefðu hinar fegurstu raddir,
sem hann hefði heyrt um langt skeið. Það væri hugs-
anlegt, að þau fengjust til að skemmta konunginum
og drottningunni í Saxlandi og öðrum viðstöddum
með fáeinum hinna gullfögru Týrólsöngva sinna.
Þessi tilkynning kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti yfir börnin. Þau eldroðnuðu því meir, er fólk tók
að klappa. „Við skulum loka augunum og láta sem
við séum að syngja heima hjá okkur“, hvíslaði Maly
að systkinum sínum.
Fyrsta lagið, sem þau sungu, var „lofsöngurinn af
himnum“. Er þau höfðu lokið söngnum, varð sem
snöggvast lotningarfull þögn, áður en fólkið lét fögn-
uð sinn í ljós með lófataki. Börnin sungu alla söngva,
er þau kunnu, og er þeir voru þrotnir, sungu þau lof-
sönginn af himnum aftur.
Fagnaðarlæti áheyrenda stóðu sem hæst, er ein-
kennisbúinn maður gekk fram á sviðið og tilkynnti,
að hans hátign, konungurinn, vildi fá að tala við
söngvarana.
„Þetta er sannarlega fagurt," sagði kóngurinn, er
hann hafði heilsað börnunum, hverju fyrir sig. „Vér
höfum aldrei heyrt þennan jólasálm fyrr. Hvaðan
er hann?“
„Það er alþýðulag frá Týról, yðar hátign,“ sagði
Jósef.
„Viljið þið ekki koma til hallarinnar og syngja
15