Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 20
SAMVINNAN 1. HEFTI Hlaupið úr Grænalóni 1943 Fréttabréf frá Hannesi Jónssyni á Núpsstað Grœnalón heitir allmikið og djúpt stöðu- vatn norður af Fljótshverfi. Á Núpsá upptök i vatninu. Súla heitir jökulvatn mikið og straumhart, er kemur úndan Skeiðarárjökli rétt framan við Eystrafjall. Rennur hún til SV og sameinast Núpsá austan undir Lóma- gnúp. Heita árnar Núpsvötn eftir að þœr sam- einast. Grœnalón liggur í kvos sunnan undir Grœnafjalli, og lokar Skeiðarárjökull fyrir kvosina að austan og stíflar hana. Öðru hverju brýzt vatnið undir jökulstífluna og hleypur fram í farveg Núpsvatna og flœmist um Lóma- gnúpssand, en vatnsdœldin tœmist um stund að mestu leyti. Gœnalón er 635 m yfir sjó og var um 18 ferh.km að stœrð árið 1935. Árið 1898 kom hlaup úr Grœnalóni, en síðan ekki, þangað til 1935 í sept. í maí 1939 varð enn Grœna- lónshlaup og loks i nóvember 1943.. (J. Ey.) Núpsstað, 26. desember 1943 ...... Þú ert að mælast til að ég hripi þér línur og tíni þar eitthvað til um síðasta Grænalónshlaup. það á jólunum?“ spurði drottningin. „Börnunum okkar þætti vænt um það.“ Þannig atvikaöist það, að í messulokin í hinni kon- unglegu, saxnesku hirðkapellu á aðfangadagskvöld jóla 1832, sungu Straser-systkinin: Heims um ból, helg eru jól. Og á því sama kvöldi kvaddi jólasöngurinn átt- haga sína og systkinin fjögur og dreifðist hljóðlega út um alla heimsbyggðina. Um áraraðir hélzt sá siður í Hallein, að syngja „Heims um ból,“ á jólakvöldið í húsi því, er Gruber átti heima í. Sonarsynir Grubers stýrðu söngnum, hver fram af öðrum, og lék.. undir á gítar þann, sem afi þeirra notaði upphaflega. Síðar meir var sá siður upp tekinn að útvarpa þessari athöfn um víða veröld á ári hverju, unz þar kcm árið 1938, að Austurríki var þurrkað út sem ríki, og hinn forni friðarsöng- ur var eigi talinn „æskilegur". En hið mikla föðurland tónlistarinnar hirðir ekki um landamæri. Og „lofsöngurinn af himnum“ og fagnaðarboðskapur jólanna hljómar ennþá alls stað- ar þar, sem góðir menn ganga. Grœnalón eftir hlaupið 1939. P. Hannesson. Þetta síðasta Grænalónshlaup stóð óvanalega lengi yfir. Ég tók fyrst eftir því 6. nóvembermánaðar, en að líkindum hefur það verið komið fram tveim dög- um áður. Það var engin ferð þangað á þeim tíma, en 28. sama mánaðar er fyrst kominn eðlilegur litur á vatnið. Þá virtist varla fullfjarað, þó að ég gerði ráð fyrir, að svo mundi vera. Vatnið óx hægt, en jafnt og þétt, mest 16. og 17., og 18. varð hæst í. Næsta dag, hinn 19., virtist lítið fjara, en þann 20. fjaraði mikið. Síðan dró smám saman úr vatninu, en mjög hægt. Þetta hlaup kom allt um útfall Súluár, en undan- farið hafa hlaupin vanalega brotizt fram um útfall Blautukvíslar um það leyti, er þau hafa náð hámarki, og brotið þar mikið af jökli, og virðist þá engu minna vatnsmagn þar en í Súlu. Hlaupin hafa að undan- förnu hvorki verið eins lengi að vaxa né fjara. Þó held ég áreiðanlega, að ekki hafi komið eins mikið vatn fram í allt og í fyrri hlaupum. Ég hafði ekki komið inn að lóni og get því ekki sagt fyrir víst, hve fullt það var. En héðan af Birn- inum sá ég til lónsins í haust (í okt.) og gat þess til, að það vantaði lítið til þess. Ég sá svo vel jakana á því, en ekki var Núpsá komin fram í sinn farveg. En auðséð var, að jökullinn austan við lónið var kom- inn á flot, því að hann var orðinn miklu hærri en vatnsmörkin, sem hann er langt fyrir neðan, þegar lónið er tómt eða lágt í því. Ég álít, að orsök þess, hve hlaupin eru tíð úr lón- inu, sé mikið því að kenna, að Súluá, sem kemur úr Skeiðarárjökli, hafi færzt nær lóninu með farveg sinn og raskað svo til. að lónið nái fyrr í Súlufarveginn en áður. Fleira en eitt virðist benda til þess. Ég mun hafa getið þess fyrr við þig og síðast í fyrra, að Skeið- arárjökull færi ört hækkandi. Sá ég mun á því milli hverrar ferðar, er ég fór yf’r sandinn. Ég miðaði það 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.