Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.01.1944, Blaðsíða 25
1. HEPTI SAMVINNAN granna okkar austan hafs og vestan —• eða farast ella og mást úr tölu þjóðanna. // // // ÞAÐ hefði verið ólíkt okkur íslendingum að geta leitt þetta vandamál til lykta, stigið hið stóra og djarfa skref, án þess að nokkur misklíð kæmi upp um lausn þess. Ágreiningurinn er þó frekar í orði en á borði. Allir íslendingar vilja sjálfstæðir vera og stofna lýðveldi. Nokkrir menn vilja láta bráðabirgða- ástandið haldast sem nú er, þar til er styrjöldinni er lokið. Þeir líta svo á, að við eigum að sýna á þann hátt í verki hluttekningu með Dönum í þrengingum þeirra, sem vissulega hafa farið vaxandi síðasta miss- erið. Þetta virðist þó byggt á misskilningi. f fyrsta lagi gagnar það ekkert Dönum, þótt við búum hér við bráðabirgðaskipulag að loknum samningstíman- um frá 1918, því að við ætlum okkur ekki og getum ekki tekið upp konungsstjórn eða látið sambands- sáttmálann koma í gildi aftur, jafnvel þótt stríðinu lyki í dag. í öðru lagi er þess að gæta, að Danir voru að nokkru leiti misvirt þjóð fram til 29. ágúst s. 1., er þeir tóku upp berlega andstöðu gegn Þjóðverjum. Nú er allt öðru máli að gegna. Vegur þeirra fer sí- vaxandi meðal stórþjóðanna og getur á engan hátt oltið á því, hvort ísland telst að nafninu til í sam- bandi við Danmörku nokkrum mánuðum lengur eða skemur. // // // VETRARSAMGÖNGUR. Þriðjungur þjóðarinnar er nú heimilfastur í Reykjavík. Fólksstraumurinn hefur legið þangað undanfarin ár úr sveitum og sjávar- þorpum. Brátt mun reka að því, að sá straumur skipti um stefnu. Fólk mun fara að leita meira til rækt- unarlandsins austan fjalls og fiskiveranna á Suður- nesjum, sem hafa greiðar samgöngur við höfuðstað- inn, í stað þess að halda áfram að hnappast um hafn- arbakkann í Reykjavík. Útgerð og ýmsar iðngreinar og handverk má reka ódýrar og með fullum árangri utan Reykjavíkur, ef samgönguleysið stæði ekki fyrir þrifum. En hvað sem því líður, eiga Reykvíkingar velferð sína að verulegu leyti undir öruggum sam- göngum við sveitirnar austan fjalls, og sveitirnar eiga afkomu sína undir því, að þær geti flutt og sótt vör- ur til Reykjavíkur. Hér er því mikið í húfi. Nú, í byrj- un febrúarmánaðar, er vegurinn yfir Hellisheiði ófær bifreiðum vegna sjóa. Ruðningsvélarnar hafa gefizt upp við moksturinn, og eru þær þó tröll að afli. Þeg- ar snjó hleður niður dag eftir dag, myndast djúpar traðir um vegmn. Ruðningsstarfið verður sífellt erf- iðara og loks óvinnandi. Eins og sakir standa eigum við á hættu, að vegurinn um Hellisheiði sé að miklu leyti ófær 4—5 mánuði af vetrinum. Síðasta vetrar- dag í fyrra stóðu milli 20 og 30 bílar fastir í snjó á heiðinni. Þetta er staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við og slá varnagla við svo fljótt sem unnt er. Vegurinn um Krísuvík er svo miklu lægra yfir sjó en Hellisheiðarvegurinn, að allar líkur benda til þess, að hann yrði bílfær eða ryðjanlegur flesta vetur, nema einstaka stórhríðardag. Þessi vegur er þegar kominn talsvert áleiðis, og virðist það nærtæk- asta úrræðið til að tryggja vetrarsamgöngur við aust- ursýslurnar að ljúka við hann svo fljótt sem unnt er. En það er ekki nóg. Umferð og flutningar yfir Hellis- heiði eru svo gífurlega miklir, þegar leiðin er fær, að þar þarf og er réttmætt að leggja mikið í vega- bætur. Um Hellisheiði þarf að liggja járnbraut eða steinsteypt stórbílabraut, þar sem beita má rafknún- um dráttarvögnum fyrir heilar vagnalestir, hvort sem þær renna á járnspori eða hjólbörðum. — Að óreyndu mætti ætla, að samgöngubætur og samgönguöryggi milli Reykjavíkur og héraðanna austan fjalls, sé svo mikils vert velferðarmál og gagnkvæmt fyrir alla að- ila, að þeir geti sameinazt um lausn þess án fordóma og þrasmælgi. HIN NÝJA SAMVINNA Pramh- af 7-síðu staðirnir safna reynslu í þessu efni. í sveitinni mega börnin vera úti í sæmilegum veðrum, jafnskjótt og þau eru gangfær. Þetta er börnunum bezt. Þau hafa nóg viðfangsefni, sem eru þeim hugstæð og þroskandi. Þegar sveitafólk kemur í kaupstað eða kauptún, er haldið sömu venju með börnin. Þeim er sleppt út. En þar er ekki grænt tún, bæjarlækur eða húsdýr. Þar er svört og leiðinleg gata, með leiðinlegri og háskalegri vagnaumferð. Af þessari ástæðu kemur hin mikla og hættulega útivera barna og unglinga, oft langt fram á kvöld í íslenzkum kaupstöðum og kaup- túnum. Heimilin í þéttbýli á íslandi eru ekki búin að mynda um börn sín þann skjólgarð, sem foreldrar hafa með reynslu margra kynslóða reist í gömlum borgum. Hér mun reynslan verða hin sama. Þegar kaupstaðirnir eldast, myndar bæjarfólkið fastar heimilis og uppeldisvenjur og þá byrjar sjálfstæð og frjó bæjamenning í landinu. Það má flýta fyrir þessari þróun, og hin nýja Sam vinna ætlar sér það hlutverk að hjálpa til að koma fastara og heilbrigðara skipulagi á hina nýfengnu vélamenningu íslendinga. Hjól þróunarinnar hverfur ekki til baka. Vélamenningin er komin til landsins og hefur gegnsýrt allt þjóðlífið. En þessi nýja menn- ing þarf að taka á sig íslenzkan svip og festu og teng- ast alls staðar, þar sem því verður við komið, menning- unni frá fyrstu þúsund árunum, sem þjóðin byggði landið. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.