Samvinnan - 01.01.1944, Qupperneq 27
1. HEFTI
SAMVINNAN
Jón Sörensen: Friðþjófssaga
Nansens, Kristín Ólafsdóttir þýddi.
Verð í skinnbandi kr. 76.80.
Það er góður búskapur hjá
þeim Gunnari Einarssyni og frú
Kristínu Ólafsdóttur lækni. Hún
hefur í þrjú ár í röð valið og þýtt
eina erlenda úrvalsbók á ári, en
ísafold gefið út á þann hátt, sem
bezt er gert hér á landi, þannig,
að allt er vandað frá beggja hálfu,
málið á þýðingunni, pappírinn og
prentunin.
Ævisaga Nansens er góð bók og
gagnleg, en ekki tiltakanlega vel
rituð frá hálfu hins norska höf-
undar. Hann ber á borð mikið
efni og gott, en það er ekki brætt
saman í listræna heild. Ef til vill
er þess ekki heldur þörf. Efni
bókarinnar er óvenjulega samfelld
heild. Nansen var einn af hinum
fjölmörgu köppum norsku þjóð-
arinnar frá 19. öld. Engar brota-
lamir eru á lífsferli þessa afreks-
manns. Hann er vaskur skíðakappi
frá bernskuárum, fer á unga aldri
hreystilega ferð á skíðum yfir
Grænlandsjökla, fer þá vísinda-
lega ferð um margra missera
skeið yfir Norður-íshafið á
galdraskipi, er hann lét smíða eftir
sinni fyrirsögn og ekki gat brotnað
eða sokkið í baráttunni við heim-
skautajakana. Eftir þetta gerðist
Nansen mikill rithöfundur, sendi-
herra þjóðarinnar í London, þegar
mest lá á að hafa þar snjallan
mann í átökunum um frelsi Nor-
egs 1905. Eftir Versalafriðinn var
Nansen áhrifamesti maður frá
litlu landi í þjóðabandalaginu og
við mannúðarstörf þess. Nansen
var mikill giftu- og fremdarmaður
með þjóð sinni. Ævisaga hans er
vekjandi og hressandi. Hún er holl
til lestrar íslenzkum unglingum,
því að í henni endurspeglast einn
af gagnlegustu kostum norsku
þjóðarinnar á þann hátt, sem
mjög væri til eftirbreytni hér á
landi. Norðmenn beita þeirri skyn-
samlegu eigingirni að halda á
lofti verkum dugandi manna, sem
vaxa upp í landinu, í því skyni, að
láta þjóðarheildinni verða sæmd
að þeirri framgöngu. Þessi skap-
gerðarþáttur Norðmanna virðist
ekki hafa borizt með landnáms-
mönnum til íslands, en því meira
af skáldeðlinu.
Einar Ól. Sveinsson: Á Njáls-
búð. Ein af ársbókum Bókmennta-
félagsins.
Þjóðvinafélagið og menntamála-
ráð láta félagsmenn sína fá Njálu
sem félagsmannabók árið 1943.
Þegar Einar Arnórsson ráðherra
framdi það ótrúlega glappaskot
vorið 1943, að heimila Halldóri
Laxness og Ragnari Jónssyni að
þýða Njálu á móðurmál þeirra fé-
laga og gefa síðan út, gengu um
30 þingmenn úr tveim stærstu
fiokkum þingsins fram fyrir
skjöldu og kröfðust þess, að þjóð-
arútgáfan kæmi Njálu sem félags-
mannabók inn á 14 þús. heimili í
vandaðri útgáfu. Var horfið að
þessu ráði og undirbúningur
verksins falinn Magnúsi Finn-
bogasyni málfræðingi. Var bókin
fullsett um síðustu áramót. Verða
í henni allmargar myndir frá
sögustöðum og landabréf, til að
skýra viðburði sögunnar. Þessi
framkvæmd varð til þess, að þeir
félagar, Kiljan og Ragnar Jónsson,
hættu við Njáluútgáfu sína, því að
þeir vissu sem var, að hún mundi
lítt þola samkeppni við hina
glæsilegu útgáfu, sem nú er lýst.
Hafa framannefndir alþingismenn
með þessu bjargað þjóðinni frá að
horfa á Njálu tötrum klædda og
meiðslum marða. Hitt er þó mest
virði, að fyrir næsta vor verður
þessi mikla bókmenntaperla í
fyrsta sinni í sögu landsins svo
að segja í höndum fólks á hverju
heimili.
Bókmenntafélagið hefur árið
sem leið gefið út í sérstakri bók
nokkra fyrirlestra um Njálu eftir
dr. Einar Ólaf Sveinsson. Gerir
höfundur þar grein fyrir skoðun-
um fræðimanna um það, hvenær
og hvernig Njála er til orðin, og
leitast síðan við að skýra skap-
gerð og lundarfar helztu söguhetj-
anna. Þessi bók dr. E. Ó. S. get-
ur orðið einkar hentug handbók
fyrir þá mörgu menn, sem nú í
vetur fá Njálu í fyrsta sinni
handa milli.
Á Njálsbúð er myndarlegt rit,
180 bls. að stærð. Höfundur ritar
hlýlegt og viðfelldið mál. Á ein-
staka stað reynir hann að bregða
fyrir sig orðabók Kiljans, svo sem
í upphafi á skapgerðarlýsingu
Hallgerðar: „Sandur, grár, blár,
svartur — en einkum grár, óskil-
greinilegur, litverpur, breytilegur,
ekki stundinni lengur eins. Hann
er af ætt grátsins, hins rauða,
fasta, en sjálfur er hann upplausn
alls sem er fast“ o. s. frv. Annan
óþarfan ágalla hefur höf. tamið
sér, en það er að flétta inn í bók-
menntafræði sína tilvitnunum í
23