Samvinnan - 01.01.1944, Page 29
1. HEFTI
SAMVINNAN
Leiklist
Vopn guðanna.
Á annan jóladag í vetur var sýnt
í Reykjavík nýtt leikrit eftir Davið
Stefánsson. Það heitir Vopn guð-
anna. Skáldið sýnir í þessu leik-
riti hin eilífu átök milli frelsis og
kúgunar. Þar er grimmur einræð-
ishöfðingi, nokkurs konar Hitler
eða Stalin. Hann hefir lagt undir
sig fjölmörg lönd, með vægðar-
lausri grimmd. Hann álítur her-
sveitir sínar ósigrandi og óstöðv-
andi. Hvergi er skeytt um rétt eða
tilveru einstaklingsins, jafnvel
einkasonur og tilvonandi erfingi
einvaldans er alinn upp í nokkurs
konar fangelsi. En í þessari
myrkvastofu brjótast fram andleg
öfl, máttur siðmenningarinnar.
Og að lokum hrynur veldi harð-
stjórans og hann fellur óhelgur á
sínum verkum. Ljósið hefir sigrað
myrkrið og frelsishugsjónin kúg-
unina.
Þetta er hressandi skáldverk. Og
það verður enn dýrmætara af því,
að mikið af bókaflóði og skáld-
verkagerð yfirstandandi tíma, er
gersamlega annars eðlis. Öll bók-
menntastarfsemi sú, sem fram fer
á vegum kommúnista hér á landi,
er túlkun á yfirdrottnun rang-
lætis og harðstjórnar. Síðasta verk
langfærasta mannsins í þeirri
sveit, Halldórs Kiljan Laxness, er
ömurleg myndagerð frá hörmung-
aröldum íslendinga, þar sem
mannverurnar lifa eins og slæm
dýr, án nokkurs glampa frá lampa
fegurðarinnar.
Vopn guðanna er skáldinu og
þjóðinni til sæmdar, skáldrit, sem
er þrungið af frelsisþrá og mann-
dómi.
Málaralist
Síðustu vikurnar hafa fimm
málarar haft sýningar á verkum
sínum í Reykjavík. Fyrst riðu á
vaðið hin enska frú Barbara Árna-
son og Magnús Árnason. Ferðast
þau víða um land á sumrin, búa í
tjaldi með ungan son, og mála
menn og landslag. Frú Barbara er
prýðilegur vatnslitamálari. Hefur
enginn málari farið jafn fallega
með íslenzkt landslag í vatnslit-
um eins og hún, síðan Ásgrímur,
en hann var mikill snilldarmaður
á þeim vegi. Magnúsi vex ásmegin
með aldri og reynslu, bæði sem
landlags- og mannamyndamálara.
Er þessi sýning hans bezta. Frey-
móður Jóhannsson var hinn þriðji
í röðinni. Þverhandarmenn bera
þungan hug til Freymóðs, jafnt
fyrir kosti hans og galla. Þeim
þykir hann gera viðfangsefni sín,
hvort heldur eru menn eða lands-
lag, of smáfrítt og litfrítt. Auk
þess selur hann að jafnaði allmik-
ið á sýningum. Freymóður hefur
skarpa náttúrugáfu á vissan hátt
og nær oft einkennilega mikilli
líkingu. En hann er að öllum jafn-
aði fljótvirkur um of, og stundar
ekki hægan einfaldleika. Á þess-
ari sýningu voru vorir fyrstu for-
eldrar með frumburð sinn sýndir
á þann hátt, sem andstæðingar
þessa málara gætu frekast kosið.
Eru það þarflaus vinnubrögð hjá
Freymóði.
Finnur Jónsson er einna at-
hafnamestur allra íslenzkra mál-
ara. Hafði hann mikinn fjölda
mynda á sýningunni. Gat þar að
líta fjöll og jökla, djúpa dali, haf
í öllum myndum, skip og báta og
margháttaðar manneskjur. Finn-
ur lærði málaralist í Þýzkalandi,
þegar þungt var yfir þjóðinni, eft-
ir Versalasamningana. Hann ber
þess merki, glímir af kröftum og
fellir alla, eins og Þórhallur bisk-
up sagði um rithöfund. Finnur er
gæddur góðum hæfileikum, hefur
mikla tækni og elju. Hann býr á
mótum tveggja heima. Stundum,
og raunar oftast, leitar hann að
fegurð, en þess á milli sezt hann
á neðsta bekk hjá sonum myrk-
ursins, hjá Þorvaldi Skúlasyni og
öðrum slíkum. Engin hætta er
á, að Finnur verði þar landfast-
ur. Til þess er hann gæddur of
miklum mætti og sköpunarþrá.
Jón Engilberts er einn af hinum
fáu Reykvíkingum, sem stunda
málaralist með nokkrum árangri.
Það er honum æviólán að hafa
fæðst tuttugu árum of seint, þegar
það fór að verða tízka að segja,
að það sem er ljótt sé fallegt, eins
og eitt af yngri skáldum landsins
komst að orði eftir að hafa séð
sýningu Þorvaldar Skúlasonar í
haust. Á þessari sýningu Jóns
Engilberts voru allmargar teikn-
ingar, sumar að vísu mjög klúrar
og lítt smekklegar, en þær báru
vott um talsverða meðfædda hæfi-
leika og góða tækni, Hins vegar
voru flest málverkin með þeim
hætti, að hvei húsamálari myndi
hafa getað gert þau jafngóð með
sínum litum og áhöldum.
Sem betur fór seldu allir þessir
málarar töluvert af myndum sín-
um og sumir mikið. Frú Barbara
mun hafa selt sama og öll málverk
þau, er hún sýndi. Smekkur
manna er misjafn, og þessar sýn-
ingar og salan, sem gerist þar, ber
vott um breytilegar kröfur höfuð-
staðarbúa, og löngun margra
manna til að fá í heimili sín 'ist,
eða það, sem þeir halda að sé list.
Stríðsgróðanum er oft varið lakar
hér á landi, heldur en til að kaupa
myndir og bækur. Misjafnlega
þroskuð dómgreind í þessum efn-
um sýnir hneigð hjá mörgum
mönnum að sinna andlegri við-
leitni samtíðarinnar.
J. J.
25