Samvinnan - 01.01.1944, Síða 30
SAMVINNAN
1. HEFTI
Auðjöfrarnir amerísku
Verða þeir enn auðugri af stríðinu?
(Upplýsingarnar í grein þessari
eru aðallega fengnar úr tímaritinu
Kooperatören).
Fyrir skömmu kom út bók eftir
sænska hagfræðinginn Gunnar
Myrdal, sem síðustu árin hefur
dvalið í Ameríku, er hann nefnir
„Ameríka í miðdepli heimsins.“ í
bók þessari ræðir höfundurinn um
iðnað og atvinnulíf í Ameríku, og
hver áhrif stríðið hefur á þróun
iðnaðarins og auðsöfnun.
Af eðlilegum ástæðum leitar rík-
isstjórnin fyrst og fremst til stór-
fyrirtækjanna um kaup á vörum
til hersins. Það er í sjálfu sér eðli-
legt, að ríkisstjórnin leiti til stór-
fyrirtækjanna, það er hagkvæmara
að semja við fáa um mikil kaup,
en að vera að kaupa hjá fjölda-
mörgum fyrirtækjum og mörgum
þeirra óþekktum. En af þessu leiðir
að þessi stórfyrirtæki verða ennþá
risavaxnari en áður og auðæfin,
sem safnast í einstakra menn hend-
ur, ennþá gífurlegri. Fjárhagsleg
aðstaða stórfyrirtækjanna verður
við þetta ennþá öflugri heldur en
hún var fyrir stríðið, og valdaað-
staða þeirra sterkari.
í skýrslum, er fréttaritari blaðs-
ins „Economist“ í London, sendi
blaði sínu frá Ameríku fyrir nokkru
síðan, segir hann, að hernaðartæki
hafi þá verið keypt fyrir 50 mill-
jarða dollara síðan í júlí 1940, og
af þessu hafi um 70% verið keypt
hjá um 100 stórfyrirtækjum. Þar
af hefur verið keypt hjá General
Motors fyrir 7 milljarð $, Curtiss
Wright fyrir 4y2 milljarð og Beth-
lehem Steel Corporation fyrir 3
milljarða. Þá hafa helstu forvígis-
menn þessara risafyrirtækja verið
settir í nefnd þá, er sér um innkaup
á hernaðarvörum til ameríska
hersins, til þess að þeir séu með-
ábyrgir fyrir framkvæmd áætlun-
arinnar um hergagnaframleiðsluna.
Að sjálfsögðu eykur þetta enn vald
auðjöfranna í hinu ameríska þjóð-
félagi.
Útgjöld ríkisins til hernaðarþarfa
voru síðasta ár um 7% milljarða $ á
mánuði, svo það er ekkert smáræð-
is vald, sem hergagnaframleiðslu-
nefndin hefur, þar sem hún hefur
umráð yfir pöntunum fyrir slíkar
risaupphæðir. Vegna þess að öll á-
herzla er lögð á það, að efla her-
gagnaframleiðsluna og afla nægi-
legra hráefna til hennar, hefur
framleiðsla annarra iðnvara til al-
menningsþarfa verið látin sitja á
hakanum. Slíkar vörur eru yfirleitt
mest framleiddar af minni fyrir-
tækjunum, og hafa þau því af þeim
orsökum orðið afskipt. Þau hafa
því orðið að gerast nokkurs konar
undirfyrirtæki hjá stórfyrirtækj-
unum, til þess að geta, gegnum
þau, fengið einhver hráefni til iðn-
aðar síns. Þannig hafa þau orðið
algjörlega háð auðhringunum. Þessi
þróun er svo áberandi, að stjórnin
hefur sett á laggirnar nefnd til
þess að athuga um á hvern hátt
sé hægt að varðveita sjálfstæði
smáfyrirtækj anna.
Ríkið hefur að vísu hjálpað til
að koma upp nokkrum iðnfyrir-
tækjum vegna hergagnaframleiðsl-
unnar og lagt fram hlutafé á móti
einstaklingum. Aðallega hefur þetta
hlutafé verið lagt í flugvélaverk-
smiðjur, stálverksmiðjur, námur
og skipasmíðastöðvar. Ef öll þessi
fyrirtæki lenda í höndum einstakl-
inga eftir stríðið, eykur það enn á
auðsöfnunina og völdin í fárra
manna hendur. En ef ríkið heldur
áfram að eiga í þessum fyrirtækj-
um og ef til vill meirihluta hluta-
fjárins, verður stjórn þeirra í
höndum ríkisvaldsins og getur þá
vegið eitthvað á móti hringunum.
Ekki er ólíklegt, að þetta geti orðið
allgott fyrirkomulag eftir stríðið,
að stórfyrirtæki séu sameign ein-
staklinga og ríkis, og ábyrgðin og
gróðinn skiptist á milli þessara að-
ilja.
Þetta fyrirkomulag er orðið all-
algengt í Svíþjóð, að stærri fyrir-
tæki, sem krefjast mikils fjár og
jafnframt eru undirstaða undir at-
vinnulífi og öryggi þjóðarinnar, séu
sameign ríkis og einstaklinga.
Hver veit nema þetta verði
framtíðarfyrirkomulagið í mörgum
löndum, þegar um stóriðnað, á
hvaða sviði sem er, er að ræða.
Með því skapast öryggi fyrir ríkis-
valdið og almenning, því að þar
með ætti að vera fyrir það byggt,
að fáeinir menn geti þannig rakað
saman stórfé á kostnað annarra,
en hins vegar öryggi fyrir því að
fyrirtækin leggist ekki niður, þótt
eitthvað ábjátaði í svip, ef þau á
annað borð eiga tilverurétt í þjóð-
félaginu. Gl. R.
Stökur.
Alkunn er hin ágæta vísa um
hinar heitu umræður á vetrarþing-
inu 1932 um frumvarp til laga um
virkjun Sogsins:
Fellur mælskufoss að ós,
freyðir á hverjum stalli.
Ég held þó meir sé hiti en ljós
að hafa úr þessu falli.
Hnittin er einnig þessi vísa um
hina nýju skattalöggjöf, er fram
var borin á þinginu 1939:
Stríður er fyrir stjórnarhatta
stormur sá, er fólkið vekur,
þegar hrammur þungra skatta
þjóðinni fyrir kverkar tekur.
26