Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1944, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.01.1944, Qupperneq 31
1. HEFTI SAMVINNAN trá samuinnustarfinu Kaupfélagsstjóraskipti. Nú um áramótin urðu kaupfé- lagsstjóraskipti á Patreksfirði. Baldur Guömundsson, sem verið hefur þar kaupfélagsstjóri síðan félagið tók til starfa sem kaupfé- lag, lét af störfum. Ókunnugt er, hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Hinn nýi kaupfélagsstjóri heitir Þórður Magnússon, ættaður frá Flateyri í Önundarfirði. Hann út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum vorið 1936. Síðustu árin hefur hann verið verkstjóri og verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flat- eyri. Jón ívarsson, fyrrv. kaupfélagsstj. hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Grænmetis- og áburðarsölu ríkisins, í stað Árna G. Eylands. Ný deild hjá S.Í.S. — Búnaöardeild. S. í. S. hefur sett á stofn sérstaka deild til að annast innkaup, sölu og afgreiðslu alls konar búvéla og verkfæra til notkunar innan húss sem utan, ennfremur annast deild- in verzlun með sáðvörur. Er þetta beint áframhald af starfsemi S. í. S. á þessu sviði undanfarin ár. Breyttar og auknar þarfir og breyttar aðstæður hafa hinsvegar gert það æskilegt að sinna þessum málum meira og ákveðnara, heldur en gert hefur verið. Þótt nú séu miklir örðugleikar á innflutningi búvéla, eru ekki skiptar skoðanir um það, að fram- tíð landbúnaðarins veltur mjög á því í flestum greinum, að hann verði efldur að tækni og tækjum til þess að létta störfin og auka afköstin. Árni G. Eylands, er um síðustu áramót lét af störf- um, sem framkvæmdastjóri Áburð- arsölu og grænmetisverzlunar ríkis- ins, samkvæmt ákvörðun landbún- aðarráðuneytisins, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri við hina nýju Búnaðardeild S. í. S., en hann hefur unnið að þessum málum hjá Sís, að öðrum þræði, ásamt öðrum störfum, er hann hefur haft með höndum allt frá 1927. Stefán Arnórsson frá Hvammi, sonur Arnórs heit- ins prests í Hvammi í Skagafirði, hefur nýlega verið löggiltur endur- skoðandi, og hefur tekið við for- stöðu endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar, er Björn var skipaður aðalendurskoðandi ríkis- ins. Stefán útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum vorið 1935, fór síð- an til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í endurskoðunarskóla og tók þar endurskoðendapróf. Eftir að hann lauk prófi ,hóf hann störf í skrifstofu Björns E. Árnasonar og hefur verið þar síðan, og hefur hann nú, eins og að framan segir, tekið við stjórn hennar. Gistihús Kaupfélags Eyfirðinga. Kaupfélag Eyfirðinga er nú að ljúka við byggingu myndarlegs gistihúss á Akureyri, og mun það taka til starfa í vor. Nokkru fyrir stríð byggði K. E. A. allmikið hús sunnanvert við aðalverzlunarhúsið, og var þar komið fyrir brauðgerð félagsins og brauðsölubúð, iyfjabúð og gildaskála. Hús þetta var þá ekki fullbyggt. Nú hefur verið byggt ofan á húsið og er nú fullbyggt, og verið er að fullgera húsið að innan, og ganga frá innréttingu í gistihús- inu, sem verður á efstu hæðunum. Mun þetta verða vandað gistihús og verður nánar sagt frá því síðar. Kaupfélagsstjóraskipti á Seyðisfirði Um nýárið urðu kaupfélags- stjóraskipti á Seyðisf. Jón Gunn- arsson, sem verið hefur þar kaup- félagsstjóri um alllangt skeið, lét af störfum en við tók Friðjón Ste- fánsson. Friðjón er ættaður úr Fá- skrúðsfirði. Útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1933. Gerðist að loknu námi verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Reykjavíkur og síðan deildarstjóri hjá Kron. Árið 1938 varð hann kaupfélagsstjóri Kaup- félags Suður-Borgfirðinga og því starfi gegndi hann, þar til að hann á síðastliðnu ári lét af störfum, og fór aftur til Kron, sem skrifstofu maður. Gl. R. 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.