Samvinnan - 01.01.1944, Page 32
SAMVINNAN
1. HEFTI
Milli fjalls og fjöru
Sú ráðabreytni varð um ára-
mótin síðustu, að Sambandið
færði út kvíar með skipulag jarð-
yrkjuvélakaupanna. Var sú starf-
semi gerð að sérstakri deild og
Árni Eylands ráðinn fram-
kvæmdastjóri. Er langur aðdrag-
andi þessa máls. Meðan Sigurður
Sigurðsson var búnaðarmálastjóri
beitti hann sér mjög fyrir aukinni
vélanotkun við ræktun landsins.
Voru þúfnabanarnir og síðar
dráttarvélarnar fluttar inn að
hans tilhlutun. Fékk hann þá
Árna Eylands til að koma hingað
heim frá útlöndum til að vera
ráðunaut Búnaðarfélags íslands í
verkvélamálum. Brátt kom í ljós,
að hér voru tvö aðgreind verk-
efni: Að velja hentug jarðyrkju-
verkfæri handa íslendingum og
að verzla með þau. Úr þessu var í
fyrstu ráðið á þann hátt, að Árni
var starfsmaður bæði hjá Búnað-
arfélagi íslands og Sambandinu.
Á þeim árum, sem liðin eru síðan,
hefur þessi verzlun mjög færzt í
aukana. Þó þarf vélanotkun að
verða enn meiri við jarðræktina og
búskapinn. Stefna samvinnumenn
að því að stórauka innkaup á
stórum og smáum vélum til starfa
innan húss og utan, þegar stríð-
inu lýkur, jafnframt því, að til orða
hefur komið að efna til mikils við-
gerðaverkstæðis fyrir landbúnað-
artæki og til breytinga á þeim
eftir íslenzkum þörfum. Hefur
ungur og efnilegur maður stundað
nám vestanhafs um nokkurra ára
skeið í þessum fræðum, og gera
menn sér vonir um, að hann geti
áður en langt um líður tekið að
sér nýjan þátt í því mikla nauð-
synjamáli, að skynsamleg véla-
notkun styðji framleiðslu hvers
heimilis.
* * *
Fyrir skömmu var það gert að
umtalsefni í einu landsmálablað-
inu, að lítið eða ekkert væri á sam-
vinnumannavísu að þakka ein-
hverjum athafnasamasta kaupfél,-
stjóra landsins, Agli Thorarensen í
Sigtúnum. Kommúnistar halda
fram í þessu efni því, sem kalla
mætti ledjukenninguna. Þeir segja
að straumar mannlífsins velti
áfram með þunga aldanna, og
skipti engu um hæfileika einstakl-
inganna. Árásin á E. Th. var byggð
á þessari kommúnista-vizku. Ekki
sannar reynsla íslenzkra sam-
vinnumanna þessa kenningu.
Menn eru mjög ólíkir til starfa, og
mikill munur á dagsverkum. Af-
reksmennirnir eru dýrmætir, en
því miður helzt til sjaldgæfir.
Tökum samvinnustarfsemi í þrem
íslenzkum héruðum: Eyjafirði,
Skagafirði og Árnesþingi. Þegar
Hallgrímur Kristinsson tók við fé-
lagi Eyfirðinga hafði það staðið í
stað í nálega 20 ár. Velta félagsins
var 8000 kr. á ári. Þegar sr. Sigfús
tók við félaginu á Sauðárkróki,
hafði það ýmist lifað eða nálega
dáið í hér um bil 30 ár. Og þegar
Egill Thorarensen hóf samvinnu-
starfsemi við Ölfusárbrú, voru
Sunnlendingar búnir að reyna að
starfrækja lífvænlegt kaupfélag í
nálega 40 ár, en þá var allt í hálf-
gildings rúst og vonleysi. En í
höndum Hallgríms Kristinssonar,
sr. Sigfúsar Jónssonar og Egils
Thorarensen gerast stórkostlegar
breytingar í verzlunarmálum hér-
aðanna á örfáum árum. Félögin
sem þessir þrír menn hafa reist
frá grunni, eru meðal öflugustu
fyrirtækja í landinu. Hvert þeirra
er mesta félagslegt umbótafyrir-
tæki í sínu héraði eftir þúsund
ára lífsbaráttu. Hin miklu verk-
efni biðu sama sem óleyst, þar til er
hinn óvenjulegi andlegi máttur
kom og lyfti grettistakinu.
Rússar sjálfir hafa orðið að af-
sanna leðjukenninguna. Þeir
leggja nú meiri áherzlu en nokkrir
aðrir menn á yfirburði sinna fá-
gætu manna. í því skyni hafa þeir
stofnað til dýrlingadýrkunar á
Rauða torginu í höfuðborg sinni.
Eftir að kommúnistar hafa í verki
afneitað leðjukenningunni, ætti að
vera þarflaust fyrir íslenzka sam-
vinnumenn að láta flækja sig í svo
fávíslega gerðu neti.
Þegar Hallgrímur Kristinsson,
sr. Sigfús Jónsson og Egill Thorar-
ensen voru búnir að lyfta grettis-
takinu, hver í sínu héraði, voru þeir
búnir að fá fortíð. Þeir höfðu hver
um sig lagt stein í kóralrif ís-
lenzkrar þjóðmenningar. Þeir, sem
finna hjá sér hvöt til, af ófram-
bærilegum ástæðum, að afbaka
sögu þjóðar sinnar, eiga á hættu
að glata í einu fortíð sinni og
framtíð.
* * 4=
íslenzk gestrisni heyrir fortíð-
inni til. Hjól tímans hefur snúizt
ótt og skapað nýtt þjóðlíf, þar sem
hin forna gestrisni er ekki lengur
framkvæmanleg. í kaupstöðum og
kauptúnum hefur gestrisni smátt
og smátt verið að hverfa, eftir því
sem þéttbýlið varð eldra. Heimilin
í þéttbýlinu gera ekki ráð fyrir að
geta tekið á móti hópum lítt eða
ekki kunnugra manna til gistingar
eða annarrar fyrirgreiðslu. Sveita-
fólk rak sig oft og mörgum sinnum
á það, að fólk úr bæjum, sem hafði
óskað eftir og fengið gistingu á
sveitabæjum, gat ekki látið í té
sams konar aðhlynningu í kaup-
stöðunum. Þar urðu að myndast
almennir veitinga- og gistinga-
staðir. Annars áttu ferðamenn lít-
illa úrkosta von hjá ókunnum
mönnum. Sveitafólkið hélt mun
lengur áfram með hina fornu gest-
risni. Hún hafði líka verið nátengd
28