Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1948, Page 2

Samvinnan - 01.06.1948, Page 2
Traustir skulu hornsteinar NÝLEGA BIRTIST i blaði einu ritgerð uin samvinnufélögin á íslandi, sögu þeirra og þróun. Slíkar ritgerðir eru frenmr fágætar í íslenzkum blöðum og því í rauninni meiri ástæða en ella fyrir samvinnumenn að veita því athygli, er íslenzkir blaðamenn ræða málefni kaupfélaganna. Ritgerð sú, sem hcr er höfð í huga, var þó fágætur gripur í lítt fjölskrúðugu safni. Höfundi hennar virðist hafa verið rnest í mun, að reyna að ná. til einstakra starfsmanna kaupfélaganna og bera þeim á brýn ódugnað og óheiðarleik í störf- um. Arás þessi var mjög ódrengileg og o makleg. Þrátt fyrir marga vankanta islenzkra blaðamennsku er það þó, sem betur fer, mjög sjaldgæft, að tilefnislaust sé ráðizt að Aeilum starfsmannahópum með órökstudd- um dylgjum og svívirðingum. Þessi þáttur ritsmíðar þessarar verður ekki frekar gerður að umtalsefni liér. Slík skrif eru með svo miklum ómenningarbrag, að þau eiga engan hljómgrunn lijá þroskaðri þjóð, eiida hefur jiessi tilraun til þess að ófrægja starfslið sam- vinnufélaganna engan fyrirhitt, nema höf- undinn sjálfan. EN ÁSTÆÐAN TIL ÞESS, að ritsmíð þessi er tekinn til meðferðar hér að þessu sinni er sú, að þar örlaði á skoðun unt sam- vinnumál landsmanna, sem einstaka sinnum heyrist fleygt í umræðum um kaupfélögin, en lítt mun þó hafa borizt opinberlega frant að þessu.Þeir menn, sem líta á söguna eins og höfundur ritgerðar þeirrar, er hér er til um- ræðu, telja samvinnufélögin hafa unnið þjóðinni mest gagn fyrr á árum, meðan þau áttu í höggi við erlent fjármagn og hálfer- lenda verzlunarstétt. Þegar liugsjóna- og bar- áttumenn leiddu félögin úr fátækt og um- komuleysi til sívaxandi áhrifa i verzlun landsmanna og verðlag kaupfélaganna sást í samanburði við verðlag kaupmannastéttar, sem enga samkepni liafði átt við að stríða af hálfu heilbrigðra verzlunarfyrirtækja um mjög langan aldur. Þá árjiði þannig, að hver spöruð króna var dýrmæt og mikil hvatning fyrir félagsmennina að fylkja sér sem fastast um samvinnuverzlunina og eigin búðir. Á þessari tíð, segja þessir menn, unnu sam- vinnufélögin þjóðinni tvímælalaust mikið gagn, spöruðu almenningi mikil útgjöld, losuðu hann af skuldaklafa kaupmanna, kenndu honuni að meta mátt samtakanna og mátt eigin framtaks. Allt ntun þetta rétt at- Iiugað hjá þcirn. En það er þegar þeir fara að litast um í þjóðfélaginu í dag, og bera saman aðstæðurnar nú og fyrr, sem hugsana- ferillinn fer að verða býsna skrykkjóttur. Nú þykir þeim sem almenningur hafi ekki sarna gagn af samvinnuverzluninni og fyrr. Spör- uðu krónurnar klingi ekki eins liátt í buddu neytandans og í þá görnlu góðu daga. Sam- keppni kaupfélaga og kaupmanna sé lítt á- berandi í hinu daglega lífi og arðgreiðslur félaganna láti ekki mikið yfir sér. Þar að auki séu félögin, sum hver, orðin svo stór og voldug í þjóðfélaginu, að lýðræðisstjórnar- fvrirkomulag þeirra sé ekki eins persónulegt og áður, tækifæri hvers íélagsmanns til beinna áhrifa á stjórn þeirra séu minni en fyrr. Þeir, sem lengst ganga, ásaka svo for- ráðamenn félaganna um að hafa notfært sér þessa aðstöðu til þess að ná undir sig óeðli- legum, persónulegum völdum. I ritsmíð þeirri, er áður var nefnd, var meira að segja rætt um „vanskapnað kaupfélagshrcyfing- arinnar" í dag. ÞAÐ MUN ELESTUM ÞEIM, er íhuga þessi ntál rækilega, fara svo, að þeini þyki þeir heldur geðlitlir menn og lágvaxnir, sem fastast hafa bundið trúss sitt við þennan liugsanaþráð. Forustumenn kaupfélaganna um aldamótin síðustu og félagsmenn allir, sem grein gerðu sér fyrir eðli samtakanna, lögðu sig áreiðanlega alla fram í störfum sínum og umönnun, með það takmark fyrir augunt, að samvinnustefnan mætti blómgast og dafna í þjóðfélaginu, verða voldugt og sterkt tæki til samhjálpar. Það var áreiðan- lega aldrei ætlun þeirra, að kaupfélögin yrðu um alla framtíð Iítil pöntunarfélög, sem ekki lyftu meira átaki en því, að selja grjóna- pokann örlítið ódýrar en kaupmaðurinn. Þeir sáu fyrir sér voldugt samvinnuskipulag neytenda og framleiðenda, með mikið fjár- magn og öflugan félagsþroska að baki, sem væri þess umkomið, að hafa mikil og gagn- gerð áhrif á heildarverzlun þjóðfélagsins, læra hana alla á hagkvæmara svið og við- halda þeirri stefnu að verzlunin eigi að þjóna þjóðinni sem bezt. Þeir sáu í liillingum fram- tíðarinnar, að neytendasamvinnan mundi þess megnug að reisa verksmiðjur til þess að framleiða neyzluvörurnar í eigin fyrirtækj- um. í stað þess að kaupa þær fullunnar af öðrum. Þeir sáu samvinnuskipulag, sem megnaði að annast aðdrætti á eigin skipum, samhjálp neytenda og framleiðenda í gegn- uin eigin vátryggingaskrifstofur o. s. frv. Öll störf þeirra, ailir þeir hornsteinar, er þeir lögðu í bygginguna, höfðu þennan tilgang, að efla samvinnufélagsskapinn, styrkja hann inn á við og út á við, veita honum vaxtar- skilyrði til mikils þroska og mikilla átaka. Og hvers vegna skyldu þeir liafa stefnt að þessu? Til þess að landsmenn kæmu til með að hafa minna gagn af samvinnuhreyfing- unni en rneðan hún var fámenn og fátæk? Á- reiðanlega ekki. Tækifæri samvinnuskipu- lagsins, eins og það er orðið í dag, til þess að verða þjóðinni að miklu gagni, eru langtum fleiri og stærri en nokkru .sinni fyrr. Þau stórvirki, sem unnin liafa verið af kaupfélög- unum, hverju á sínum stað, og af allsherj- arsamtökunum á liðnum árum, tala sínu skýra máli. Verzlunin hefur verið gerð hag- kvæmari. Sala framleiðsluvaranna hefur ver- ið skipulögð. Vöruvönduninni hefur verið skipað í öndvegissess. Þýðingarmiklum framleiðslufyrirtækjum, til þess að gera vöru frantleiðendanna verðmeiri, hefur verið komið á fót. Menningarmál byggðanna hafa notið stuðnings og styrks frá sameiginlegu átaki. Fjármagn hefur verið fest í þýðingar- miklum framkvæmdum, sem hafa þann til- gang að gera líf fólksins á hverjum stað, léttara og betra en áður. Öll þessi stórvirki hafa reyzt möguleg vegna þess, að hugsjón lrumherjanna um tolduga og sterka félags- málabyggingu, með miklu fjármagni á bak við sig, er orðin að veruleika. Þau liafa skil- að ahnenningi í landinu margföldum arði á við það, sem orðið hefði, ef samvinnumenn liefðu ekki veitt samvinnufélögunum arðinn af verzluninni til untráða að nokkru leyti til þess að leggja liann í framkvæmdir af þessu tagi, heldur hirt fáa aura af hverjum grjóna- poka og látið þar við sitja. Þetta hafa sam- vinnumenn landsins skilið fyrir löngu, eins og verkin sýna. ÞAÐ var illa valinn árstími til þess að bera forvígismönnum kaupfélaganna á brýn misnotkun á trúnaðartrausti og einræðis- kenndir, að láta slíka ritsmíð á þrykk út ganga í júnímánuði. Þá var að ljúka aðal- fundum kaupfélaganna um allt land, og þá var haldinn aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Þar tóku löglega kjörnir full- trúar félaganna til meðferðar endurskoðaða reikninga félaganna og skýrslur forustu- manna. Þeir ráðstöfuðu ársarðinum, ákváðu nýjar framkvæmdir, mörkuðu þær línur, sem starfað skyldi eftir næsta árið. Þar áttu allir fulltrúar rétt til að hreyfa hverju því máli, er þeint lék hugur á og snerti heill íélags- skaparins og byggðarinnar, þeir gátu gagn- rýnt og hrósað, lýst vantrausti eða trausti. Þctta hafa samvinnumenn landsins gert á þessu vori og sumri. Það kom í ljós, að for- ustumenn kaupfélaganna og Sambandsins njóta mikils trausts félagsamnna. Órökstudd- ar árásir á þessa menn í nafnlausum blaða- greinum, dylgjur unt að þeir misnoti það traust, sem þeim er sýnt, er því áreiðanlega ekki í anda samvinnumanna landsins, frekar en það kuðungasjónarmið, að miða eigi alla samvinnustarfsemi í landinu við arðinn af grjónunum einum, í stað þess að láta verzl- (Framhald á hls. 25). SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166. Prentverk Odds Bjömssonar Kemur út einu sinni í mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 42 árg. fi. hefti Júní 1948 2

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.