Samvinnan - 01.06.1948, Side 29
skyldi hætta sínu eigin fé, e£ hann girtist að spila áfram, en
fiandari^jamaðurinn lét sem hann heyrði það ekki og hróp-
aði enn til hans:
j „Einn pening enn út á kaupið!“
. En nú var Sölva nóg boðið. Allt kvöldið hafði hann setið
innikróaður á bekk, er stóð upp við vegg, með borð fyrir
framan sig og fyrirferðarmikla náunga til beggja handa,
svo að hann hafði naumast getað hrært legg eða lið. Nú
þreif hann skyndilega í axlir sessunauta sinna, vó sig upp á
herðum þeirra og snaraðist þvert yfir borðið. Hann brann í
skinninu að losna úr öllum þeim þrengslum, flækjum og
stappi, sem hann hafði lent í upp á síðkastið, og þráði at-
hafnir og frelsi, eins og hann hafði lengstum átt að venjast
fram að þessu. Og nú ætlaði hann að byrja á því að taka í
lurginn á Bandaríkjamanninum. En í sama bili heyrðist
hróp utan úr fremri sölunum: „Lögreglan!“ var kallað, og
Ijósin voru slökkt þar frammi. í sömu andrá að kalla
slokknuðu þau einnig í innsta herberginu, þar sem Sölvi
stóð í vígahug andspænis hinum nýja félaga sínum, er yirti
hann undrandi fyrir sér. En nú gafst ekkert tóm til þess að
jafna sakirnar þeirra í milli, enda breyttist andúðin í einu
vetfangi í samúð og félagskennd. Um leið og ljósin slokkn-
uðu, hafði Sölvi séð veitingamanninn Iiraða sér í áttina til
hans. Og í myrkrinu og ringulreiðinni fann hann allt í
einu, að sterkar hendur gxipu hann og drógu hann inn um
bakdyr á herberginu, þvert úr leið mannljöldans, sem
ruddist í átt til aðaldyranna. Honum tjóaði ekki að stimp-
ast á móti, því að margir samhentir menn voru hér að verki.
„Hjálp, félagi!“ æpti hann á ensku um leið og liann var
dreginn út úr herberginu. — „Þeir hafa veitt m.ig í gildru!
Litlu dyrnar til hægri!" Meira gat hann ekki sagt, því að
árásarmennirnir snöruðu handklæði fyrir vit honum og
bundu það fast. Þeir skelltu honum flötum og fjötruðu
liendur hans og fætur ramlega. Síðan skutu þeir honum inn
í dimman klefa eða skáp í veggnum og læstu hurðinni.
Hann lá þarna kyrr um stund, varpaði mæðinni og hugs-
aði sitt ráð. Honum fannst hann hafa heyrt rödd sennorít-
unnar, kunningjakonu sinnar, hvísla skipunarorð í stimp-
ingunum og hávaðanum. Og hafi hann verið í einhverjum
vafa um hlutdeild hennar í þessum verknaði, \ar hann það
ekki lengur, er skápurinn var allt í einu opnaður og hann
sá ungfrúna sjálfa standa þar fyrir framar sig með olíu-
lampa í hendi. Hún lant með illgirnislegu glotti niður að
honum, og lýsti framan í hann, svo að olían draup úr lamp-
anurn í andlit hans. Svipur hennar minnti á hefnigjarnt
kventígrisdýr, sem verður að lresta því í bili að rífa bráð
sína í sig, en á þó hefndina vísa. Svo hraðaði hún sér brott
og skellti hurðinni í lás á eftir sér.
Sölvi lá þarna með hendurnar ranrlega bundnar á bak
aftur. En það vildi honum til láns, að hann var gæddur
óvenjulegu afli og mýkt, svo að ekki leið á löngu, unz hon-
uin tókst að láta rýting sinn renna úr brjóstvasa sínnm og
núa böndunum við eggjar hans, unz þau skárust í sundur.
Skipti það þá engum togum, að hann gæti losað sig til fulls
úr tjóðrinu. Þreif hann þá hnífinn í hönd sér og stóð nú og
beið átekta innan við skáphurðina. Eftir drykklanga stund
heyrði hann rödd Bandaríkjamannsins frammi í salnum,
þar sem hann átti í viðræðum við lögregluliðið og aðstoð-
aði það við Ieitina. Þá fór Sölvi að hrópa til þess að vekja
eftirtekt á sér, og leið þá ekki á löngu, unz hann var slopp-
inn úr prísundinni.
„Þetta er einn af hásetunum okkar — af „Star and Stri-
pes,“ sagði Bandaríkjamaðurinn og tók þar með Sölva und-
ir verndarvæng sinn, en hann lét það gott heita, því að nú
vildi liann allt til vinna að losna sem fyrst og rækilegast úr
öllum tengslum við þessa borg og íbúa hennar.
„Nú — Jreir hafa klórað þér duglega, drengur minn,“
sagði Bandaríkjamaðurinn dálítið háðslega, Jregar hann sá
framan í Sölva. — „Það er víst bezt að við hypjum okkur
sem fyrst unr borð.“
„Eg vildi þó gjarnan líta aðeins framan í gestgjafann, áð-
ur en eg fer,“ sagði Sölvi kuldalega. Hann brann í skinn-
inu af hefndarþorsta.
„Já, en til þess langar okkur ekki hót,“ sagði Bandaríkja-
maðurinn þurrlega. — „Við kærum okkur ekkert um að
hafa nánari mök við lögregluna en orðið er. — Og auk Jress
er eg víst þegar búinn að vinna al' mér skuld mína við þig! “
Skipsfélagar Bandaríkjamannsins slógu nú hring um
Sölva, svo að honum var nauðugur einn kostur að fylgja
Jreim. En Jrað var auðséð á augnaráði hans, þegar hann leit
á Bandaríkjamanninn, að hann ætlaði sér að ræða skulda-
skil Jreirra nánar við hann, Jægar færi gæfist, enda væru
Jreir ekki skildir að skiptum að öðru leyti, þegar komið
væri um borð í hinn nýja farkost.
XVI.
„Star and Stripes" — ameríska skipið, sem lá á höfninni
með sambandsfánann blaktandi á greypiránní — var löng
og rennileg fleyta, svartmáluð og með 32 manna áhöfn.
Sölvá þótti skútan liarla glæsileg á að líta, þegar hann og
lélagar hans lögðu léttibátnum að skipshliðinni. Honuin
var vísað til rúms í einbýlisklefa undir þiljum. Honum
þótti harla vænt um fábýlið, en ánægja hans tók skjótan
enda, þegar hann varð þess var, að klefanum var læst að
utan, svo að hann var þar með orðinn fangi. Hann tók að
lemja í hurðina að innanverðu og krafðist útgöngu, en þá
var honum skýrt frá því, að hann yrði að sætta sig við þessa
frelsisskerðingu í bili, meðan skipið væri enn ófarið frá
Rio. Forráðamenn skipsins vildu ekki hætta á, að hanrt
stryki þar aftur á land.
Það var óþolani hiti í herberginu, og þar við bættist, að
hann heyrði þrotlaus hróp og kveinstafi úr næsta herbergi,.
eins og fárveikir menn lægju þar á sóttarsæng. Sölvi heyrðí
ajla nóttina stöðuga háreysti og skarkala á þiljum uppi og
í skipslestunum. A£ einhverjum ástæðum, sem Sölva voru
enn óknnnar, virtist allt kapp lagt á að hraða afgreiðslu
skipsins sem mest, og ekki hafði síðasti vöruflutningabátur-
inn fyrr lagt frá skipshliðinni en akkerum var létt og skipið
tók að Jrokast út úr höfninni. Þegar Sölva var sleppt úr
haldi nokkrum klukkustundum síðar, var skipið þegar
komið út á rúmsjó utan við hafnarmynnið.
Skipstjórinn, stýrimennirnir þrír og margir aðrir yfir-
menn sprönguðu um þiljurnar með gullborðalagðar húfur
og klæddir eins konar einkennisbúningum, sem á her-
skipi væri, og þegar þeir voru á verði, voru þeir vopnaðir.
Óbreyttir hásetar og aðrir skipsmenn voru aftur á móti
harla tötralegir. Þetta var undarlegur söfnuður af ýmsum
þjóðum og kynkvíslum: Englendingar, írar, Þjóðverjar og
29