Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 11
Morgunstund heima hjá Bach. Hann leikur á harpsicord, en sonur hans á fiðlu. — Eftir gömiu málverki. Bach - hinn óviðjafnanlegi tónsnillingur Eftir tvær aldir er tónlist hans hærra metin en nokkni sinni fyrr VIÐURKENNING mannkynsins á snilli Johanns Sebastian Bach hef- ur verið hægfara. Hún hefur verið að þróast í öll þau 200 ár, sem liðin eru frá dauða hans 28. júlí 1750. Enn í dag verður þess vart, jafnvel á hljóm- listarhátíðum til minningar um tvö- hundruðustu ártíð hans, að viður- kenningin er bundin hugmyndinni um tæknilega meistara og tónlist hans í sl. júlímánuði voru liðnar tvær aldir frá dauða tónsnillingsins Johann Seba- stian Bach. Hinn heimsfrægi hljóm- sveitarstjóri Leopold Stokowski birti þessa grein inn Bach og list hans í New York Time Magazine 23. júlí sl. talin fullkomið kerfi kaldrar tóna- stærðfræði. Þessar hugmyndir eru víðs fjarri því, að meta mikilleika manns- ins og verka hans. Staða hans í sögu tónlistarinnar er glögg og stórfengleg. Hann tileinkaði sér alla tónlist, sem skráð var fvrir hans daga, víkkaði möguleika hennar stór- kostlega og gerði ráð fyrir þeirri tón- list, sem síðar mundi koma. Hann var mikill meistari samhljómafpolyphony, notkun margra aðgreindra radda eða hljóma, eins og í fúgu) og hann var á undan samtíð sinni í „homophony" (þ. e. notkun sams konar hljóma eða radda, þar sem leikið er undir rödcl eða hljóðfæri, eins og í aríum og mörg- um symfóníum), og hann var þannig undanfari Haydn, Mozarts og Beet- hovens. * Bach var frumlegur og skapandi andi á mörgum sviðum. I augum sam- tíðarmanna sinna var hann „módern- isti“ — nýtízkulegur og sérvitur. — Hann var mikill trúmaður, en var samt talinn léttúðugur af kirkjuhöfð- ingjunum, en hann starfaði lengi und- ir þröngsýnni stjórn þeirra. Þeir skildu hann aldrei. Hinir litríku samhljómar hans og tónafléttur þær, sem hann vafði inn í þá, voru svo truflandi í eyrum safnaðarins, að hann treysti sér ekki til að syngja sálmana sem hlutu slíkt undirspil. Vaninn var að undir- spilið væri einfalt og laglínan óbrotin. Þegar Matteusar Passían, eitt mesta snilldarverk meistarans, var fyrst upp- færð í Leipzig, lýsti einn áheyrandi því þannig: „Nokkrir hefðarmenn og kon- ur þeirra í einni af stúkunum byrjuðu 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.