Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 8
Umræður um reksturskerfi þjóðfélagsins LEIFUR BJARNASON: Reksturs- formin hafa löngum verið ofarlega á baugi, þegar rœtt hefur verið um efnahagsskiþulag þjóðfélagsins og umbætur á því. Menn hafa gjarnan spurt sjálfa sig og aðra: Er hugsan- legt, að höfúðágal.lar núverandi efnahagsskipulags eigi að einhverju leyti rætur sínar að rekja til þe.ss rekstursforms, er mest ber á í þjóð- félaginu? Er einkareksturinn h.eppi- legasta rekstursformið? Hefur sarn- vinnureksturinn kosti fram yjir einkareksturinn og ríkisreksturinn? Eða: Er rikisreksturinn teskilegasta rekstursform ið? Menn greinir á um svörin við þessum, spurningum eins og svo margt annað. Sumir telja samvinnu- reksturinn heppilegastan, aðrir rik- isreksturinn, þeir þriðju einkarekst- urinn, en flestir munu þeir hérlcná- is, sem telja, að öll þessi reksturs- form geti þróazt og dafnað hvert við hliðina á öðru, í samkeppni hvort við annað, og þannig notið sín bezt. Hér í útvarpssal eru nú stadáir þrir frœðimenn, prófessorarnir 01- afur Björnsson, Ólafur Jóhannes- son og Gylfi Þ. Gíslason. Þeir mlla nú að svara, hver frá sínu sjónar- miði, örfáum spurningum um þessi þrjú rekstursform. Að sjálfsögðu getur ekki orðið um ítarlega grein- argerð af þeirra hálfu að rceða, i þessum stutta þætti, né heldur nokkurn samanburð, en nokkur atriði verða dregin fram, sem mœttu verða hlustendum til umhugsunar. Einn liður í útvarpsdagskrá samvinnumanna 10. septembei s. 1. var samtal Leifs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra, við prófessor- ana Gylfa Þ. Gíslason, Ólaf Björnsson og Ólaf Jóhannesson. Vegna fjölda áskorana birtir Samvinnan samtalið í heild sinni hér í blaðinu. -._+ S#s#s#«#s#s#n#s#n#i#s#s#s#s#s#>#n#s#s#s#s#s#s#s#s#n#s#s#n#>#s#s#s#s#s#s#^ Þrír prófessorar rœðast við #^#N#^^^#S#S#^#S#S#N#S#>#S#S#S#^S#^#^#S#S#N#S#N#S#N#^^^#N#N#^^ RÍKISREKSTURINN Hér er þá fyrst kominn prófessor Gylíi Þ. Gíslason. — Hver teljið þér ein- kenni ríkisreksturs? G. Þ. G.: Ríkisrekstur er eins og orð- ið bendir til fólginn í því, að ríkis- valdið eða einhver opinber aðili annast rekstur fyrirtækja. Orðið þjóðnýting er hins vegar oft notað í dálítið annarri merkingu. Ef ríkis- valdið tekur rekstur heillar at- vinnugreinar í sínar hendur, er húri sögð þjóðnýtt. Samkvæmt þessu getur því verið um ríkisrekstur að ræða í atvinnugrein, þótt hún sé ekki þjóðnýtt. Síldariðnaðurinn ís- lenzki er t. d. ekki þjóðnýttur, en þar er um að ræða ríkisrekstur, nefnilega rekstur Síldarverksmiðja ríkisins. L. BJ.: Teljið þér heppilegt að þjóð- nýta allan atvinnurekstur? G. Þ. G.: Nei; mér vitanlega heldur enginn því fram, að bókstaflega allur rekstur væri bezt kominn í höndum einstaklinga. Fylgjendur þjóðnýtingar telja heldur alls ekki, að þjóðnýta eigi allan atvinnurekst- ur, og samvinnumenn gera sér vafa- laust ljóst, að því fer fjarri, að til greina komi að reka öll fyrirtæki með samvinnusniði. Spurningin, sem menn greinir á um, hvað þetta snertir er, hversu mikill og hvaða hluti hagkerfisins eigi að vera í höndum hins opinbera, einstakl- inga eða samvinnufélaga. Annars er grundvallarágreiningurinn í efnahagsmálunum ekki aðeins um þetta, heldur engu síður um hitt, hvort láta eigi stjórnendur hinna einstöku fyrirtækja sjálfráða um allar ákvarðanir um framleiðslu og verðlag — það er skipulag hinna frjálsu viðskipta eða hvort ríkis- valdið eigi að tryggja sér úrslitaá- hrif á framleiðslu og verðlag — það hefur verið nefnt áætlunarbúskap- ur. L. BJ.: Hver er í sem stytztu máli skoðun yðar á þessum málum? G. Þ. G.: Grundvallarvandamál efna- hagslífsins er tvíþætt. Annars vegar er það fólgið í því, hvernig tryggja eigi sem mesta framleiðslu og hins vegar, hvernig afrakstrinum, þ. e. þjóðartekjunum, verði skipt sem réttlátast. Ef allur rekstur væri í höndum einkafyrirtækja og sam- vinnufélaga og ríkisvaldið hefði engin afskipti af atvinnulífinu önn- úr en þau, að halda þar upþi lögum ög reglu, tel eg mestar líkur á, að um atvinnuleysi yrði að ræða, lífs- kjörin yrðu ekki eins góð og unnt væri, og tekjuskiptingin yrði rang- lát, bæði vegna atvinnuleysisins og þess, að menn gætu hagnazt á ein: okun og ýmiss konar sérstöðu. Mér virðist reynslan í þeim löndum, þar sem leitast er við að hafa ríkisaf- skipti sem minnst, svo sem í Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Beh gíu, Frakklandi og ítalíu, yfirleitt hafa staðfest þá skoðun, að torvelt sé að útrýma atvinnuleysi í slíku hagkerfi og tekjuskipting verður þar mjög ójöfn. Eg er í hópi þeirra, sem telja, að hið opinbera eigi að hafa skilyrði til heildarstjórnar á framleiðslunni og þá fyrst og fremst fjárfestingunni, þar eð eg tel að öðrum kosti mjög hætt við, að fram- leiðslan verði ekki eins mikil og unnt er, fyrst og fremst vegna at- vinnuleysis, en um leið yrði tekju- skiptingin ranglát. Eg er jafnframt í hópi þeirra, sem álíta, að þjóðnýta beri kjarna efnahagsstarfseminnar, því að ríkisvaldið hefði þá betri skil- yrði til hinnar nauðsynlegu yfir- stjórnar á atvinnulífinu, það yrði auðveldara að tryggja hagkvæman rekstur stærstu fyrirtækjanna og með því móti einu yrði hægt að koma í veg fyrir einokunargróða. L. BJ.: En teljið þér ekki ástæðu til að óttast, að í kjölfar slíks muni sigla óheilbrigð skriffinnska? G. Þ. G.: Það er hverju orði sannara, að skriffinnska og hvers konar of- stjórn er hvimleið og getur orðið mikið þjóðfélagsmein. Eg álít að i þeirri stefnu, sem eg var að lýsa, 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.