Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 3
íðnaðardeild S. í. S. er ung og vaxandi Hinn f jölþætti iðnaður Sambandsins hefur orðið þjóðinni til mikilla hagsbóta IÐNAÐARDEILD S. í. S. er yngsta sjálfstæða deildSambandsins. Hún var formlega stofnuð 1. janúar 1949, er Harry Frederiksen tók við forstöðu hennar, en um síðustu áramót var hann skipaður framkvæmdastjóri deildarinnar. Undir iðnaðardeildina heyra allar verksmiðjur Sambandsins: Ullarverk- smiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iðunn, Fataverksmiðjan Hekla,sauma- stofurnar á Akureyri og í Reykjavík, verksmiðjuútsalan í Reykjavík og Vél- smiðjan Jötunn. — Auk þess heyrir hlutdeild S. í. S. í rekstri Sápuverk- smiðjunnar Sjafnar, Kaffibætisverk- smiðjunnar Freyju og Kaffibrennslu Akureyrar undir iðnaðardeildina. Það er hlutverk iðnaðardeildar að hafa yfirstjórn allra þessara iðnfyrir- tækja Sambandsins. Deildin á að líta eftir og vaka yfir, að rekstur iðnfyrir- tækjanna sé heilbrigður og vel rekinn, greiða fyrir efnisútvegun og sölu fram- leiðslunnar. Smá byrjun — ör vöxtur. Verksmiðjurekstur S. I. S. byrjaði smátt en er nú orðinn þýðingarmikill þáttur í starfsemi samvinnufélaganna. Fyrsta iðnfyrirtæki S. í. S. var t. d. garnahreinsunarstöð, sem velti nokkr- um þúsundum króna á ári í fyrstu. Síðastliðið ár nam velta iðnfyrirtækja S. í. S. og sameignarverksmiðja S. I. S. og K. E. A. hins vegar 17,7 milljónum króna. Iðnaður Sambandsins stendur á gömlum merg, miðað við hérlendar iðnframkvæmdir, enda þótt iðnaðar- deildin sé ekki nema tæplega tveggja ára gömul. Fyrstu iðnframkvæmdirnar miðuðst yfirleitt við að hagnýta betur en áður framleiðsluvörur bænda. I því augnamiði byrjaði S. í. S. að starfrækja garnahreinsunarstöð í Reykjavík árið 1921. Gærurotunarstöð setti S. í. S. á stofn á Akureyri árið 1923, og varð hún vísirinn að hinni margþættu starfsemi Skinnaverksmiðjunnar Ið- unnar, sem er nú stærsta sútunar- og skóverksmiðja landsins. Iðunn byrjaði Harry Frederiksen, framkvæmda- stjóri Iðnaðardeildar S. í. S., hcfur verið starfsmaður Sambandsins frá því um haustið 1927, er hann 14 ára gam- all byrjaði starf sem sendill. Hann var í Samvinnuskólanum veturna 1929 -1930 og 1930-1931; gerðist þá fyrsti starfsmaður innheimtudeildar S. I. S.; hefur tvívegis verið forstöðumaður Gefjunarútsölunnar í Reykjavík, en lengst af var hann starfsmaður Út- flutningsdeildar Sambandsins. Hann fór til Danmerkur árið 1938 og starfaði við skrifstofu S. I. S. í Kaupmanna- höfn þar til um haustið 1940, að hann kom heim með Petsamoferðinni svo- kölluðu; vann síðan í útflutningsdeild- inni þar til hann 17. júní 1947 fór aftur til Kaupmannahafnar og var þar til desemberloka 1948, en við Iðnaðar- deildinni tók hann við stofnun henn- ár, í ársbyrjun 1949. að súta skinn og húðir árið 1935, en skóverksmiðjan tók til starfa um ára- mótin 1936-1937. Ullarverksmiðjuna Gefjuni keypti Sambandið 13. septem- ber 1930, en tók við rekstri hennar eins og hann var um áramótin 1929— 1930. Saumastofurnar á Akureyri og í Reykjavík voru stofnaðar árið 1931, og árið 1932 setti S. í. S.., í félagi við K. E. A., á stofn Sápuverksmiðjuna Sjöfn, Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibæt- isgerðina Freyju, sem allar eru á Akur- eyri; í apríl 1947 hóf S. í. S. rekstur Vélsmiðjunnar Jötuns í Reykjavík, og í árslok 1947 keypti Sambandið Prjónustofu Ásgríms Stefánssonar, Ak- ureyri, sem nú heitir Fataverksmiðjan Hekla. Á árunum 1939-1945 hafði S. I. S. hins vegar starfrækt prjónastofu í Reykjavík og voru þar prjónaðir alls konar barna-, unglinga- og karlmanna- sokkar, mestmegnis úr íslenzku ullar- garni. Gamla tvískiptingin. Fram til ársins 1946 heyrði rekstur iðnfyrirtækja Sambandsins undir tvær aðaldeildir þess, útflutningsdeild og innflutningsdeild. Eftir það var rekst- ur fyrirtækjanna í höndum forstjóra S. I. S., þar til iðnaðardeildin var form- lega stofnuð fyrir tæpum tveim árum. Rekstur verksmiðja þeirra, sem framleiddu mestmegnis úr innlendum hráefnum, eins og Gefjun, Iðunn og prjónastofan, tilheyrðu útflutnings- deildinni. Verksmiðjur eins og Sjöfn, Freyja og Kaffibrennslan tilheyrðu hins vegar innflutningsdeildinni. Sjónarmið útflutningsdeildar við iðnreksturinn mun fyrst og fremst hafa verið það að gera íslenzk hráefni verð- meiri en áður með því að fullvinna þau í landinu, svo og það, að skapa meiri atvinnu í landinu, en á þeim ár- um, sem S. I. S. hóf verksmiðjurekstur sinn, var hér oft atvinnuleysi. Sjónarmið innflutningsdeildar mun hafa verið svipað sjónarmiði útflutn- ingsdeildar, en hér kom það þó til greina að kaupa þurfti hráefnin er- lendis og voru þau síðan fullunnin í landinu og á þann hátt mátti fá meira vörumagn fyrir gjaldeyrinn en ella. Ú tjlutningsdeildin hafði jorustuna. Það mun hafa verið Jón Árnason, framkvæmdastjóri útflutningsdeildar S. I. S., sem mest beitti sér fyrir iðnað- arframkvæmdum og verksmiðjurekstri Sambandsins á sínum tíma. Mun það ekki hvað sízt hafa komið til af því, að það var hlutverk Jóns að selja inn- lendu framleiðsluvöruna á erlendum markaði. Ekki ósjaldan urðu erfiðleik- 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.