Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 21
SVIPIR SAMTIÐARMANNA:
Jan Christian Smuts
Látinn leiðtogi Suður-Aíríska
Samveldislandsins
IJÚNÍMÁNUÐI síðastliðnum lýsti Jan
Christian Smuts, foringi Sambands-
flokksins í Suður-Afríku, yfir því, að hann
mundi láta af forustustörfum fyrir flokk-
inn „um stundarsakir“ vegna veikinda.
Þessi áttræði herforingi, heimspekingur
og stjórnmálamaður háði þá harða baráttu
við lungnabólgu og hjartasjúkdóm. Hann
var ekki búinn að ná sér fyllilega eftir
veikindin, þegar hann lét þau orð frá sér
fara síðla sumars, að hann mundi bráðlega
„taka þátt í stjórnmálaátökunum enn á ný
með auknum krafti.“
Og það var einmitt þetta, sem Smuts
ætlaði sér að gera í haust. Hann tók ekk-
ert tillit til ráðlegginga lækna sinna, held-
ur hóf á nýjan leik stjómmálabaráttuna
við aðal stjórnmálaandstæðinginn, gamlan
nemanda sinn, Daniel Malan, sem felldi
stjórn Smuts með litlum meirihluta fyrir
tveimur árum síðan.
Nokkrum dögum síðar háði Smuts þá
baráttu, sem við töpum öll, baráttuna við
dauðann.
Stóð á áttræðu.
Jan Chritian Smuts fæddist í Cape-
nýlendunni 24. maí árið 1870. Hann var því
80 ára gamall, þegar hann lézt.
Foreldrar Smuts voru af hollenzkum
ættum. Ungi Smuts er sagður hafa haft
svo mikið að gera á búi föður síns, að
hann hafi ekki haft tíma til að læra að
lesa fyrr en hann varð 12 ára gamall. En
þá hóf hann námið með því meiri krafti. í
Viktoríaháskólanum í Stellenbosch vann
hann námsverðlaun, sem veittu honum
fría kennslu í Cambridge háskólanum í
Englandi. Þar las hann síðar lögfræði, tók
próf sitt með fádæma góðum vitnisburði
og gekk í Middle Temple (eins konar
stéttarfélag lögfræðinga) í London ár-
ið 1894.
Að námi loknu fór Smuts aftur til Suð-
ur-Afríku, settist að í Cape Town og
stundaði lögfræðistörf. í Cape Town
vaknaði áhugi Smuts á stjómmálum. Af-
leiðingin varð sú, að hann fluttist til Jo-
hannesborgar og síðar til Pretoria, þar
---- 'i
sem hann varð opinber ákærandi aðeins
29 ára gamall.
Herforinginn Smuts.
Smuts barðist við Breta í Búastríðinu
árin 1899—1902. Á þeim árum vann hann
sér mjög mikla frægð sem djarfur, hraust-
ur og kænn herforingi. Árás hans með fá-
um skæruliðum inn á yfirráðasvæði Breta
í Cape, er talin eitt af fífldjörfustu atrið-
um Búastríðsins. Herstjórn hans þá og
síðar í stríðinu vakti alheimsathygli. í
stríðslokin varð hann einn af áhrifamestu
fulltrúunum á friðarráðstefnunni í Ver-
eeniging, sem batt enda á Búastríðið 31.
maí árið 1902.
Að Búastríðinu loknu beitti Smuts allri
sinni djörfung og kænsku til þess að sætta
hollenzka og enskumælandi menn í Suð-
ur-Afríku. Þá vann hann og að því að fá
Breta til að veita Suður-Afríku sjálfs-
stjórn.
Smuts varð landvarnarráðherra í Suð-
ur-Afríska-ráðuneytinu árið 1910 og síð-
ar gengdi hann ýmsum opinberum störf-
um. Á heimsstyrjaldarárunum 1914—1918
aðstoðaði Smuts þáverandi forsætisráð-
herra, Botha herforingja, við að skipu-
leggja herinn og stjórna bardaganum í
Suðvestur-Afríku, en þessi bardagi leiddi
til fyrsta sigurs Bandamanna í stríðinu og
hertöku þýzka hluta Suðvestur-Afríku.
Bretar gerðu Smuts að yfirmanni
brezku og suður-afrísku herdeildanna í
fyrri heimsstyi-jöldinni. Barðist hann þá
m. a. við þýzka herforingjann von Lettov
Vorbeck og braut á bak aftur veldi Þjóð-
verja í Suður-Afríku, þar á meðal í þýzku
nýlendnanna í brezka herráðinu.
Árið 1917 var Smuts boðið sæti í her-
ráði brezka heimsveldisins í London. Þótti
þetta mikil sæmd, enda var Smuts um
þessar mundir eini fulltrúi sjálfsstjórnar-
nýlendanna í brezka herráðinu.
Stjórnmálamaðurinn Smuts.
Á starfsárum sínum í herráðinu í Lon-
don vann Smuts m. a. að því að endur-
skipuleggja hina litlu og ófullkomnu
flugdeild hersins. í því starfi lagði hann
raunverulega grimdvöllinn að hinum
skipulagða brezka flugher, R.A.F., sem
Churchill sagði um í síðustu heimsstyrj-
öld, að „sjaldan hefðu svo margir átt svo
fáum svo mikið að þakka“.
Jan Smuts var fulltrúi á friðarráðstefn-
unni í Versailles og vann drengilega með
Wilson, Bandaríkjaforseta, að stofnun
Þj óðabandalagsins.
Á friðarráðstefnunni lagði Smuts á það
megináherzlu, að Þjóðverjum yrðu ekki
settir of harðir kostir; friður á grundvelli
mildi og mannúðar mundi vara lengur en
friður á grundvelli haturs og ofríkis.
Árið 1919 hélt Smuts aftur heim til
Suður-Afríku og varð það ár forsætisráð-
herra við dauða Botha, herforingja. Jafn-
framt tók hann við forystu samveldis-
flokksins.
Ráðuneyti Smuts féll fyrir stjórnmála-
flokki James B. M. Hertzog árið 1924, og
var Smuts í stjómarandstöðu næstu níu
árin, sem eru einhver mestu stjórnmála-
vígaár í sögu landsins.
Árið 1933 var mynduð samstjórn í Suð-
ur-Afríku og varð Smuts þá varaforsætis-
og innanríkisráðherra í ráðuneyti Hert-
zogs. Stjórnarsamvinnan gekk sæmilega,
þar til fór að skerast í odda milli Smuts og
Hertzogs um það, hvort Suður-Afríka ætti
að fara í stríðið með Bretum eða vera
hlutlaus. Smuts var ákafur talsmaður
þess, að Suður-Afríka tæki afstöðu með
Bretum í stríðinu, Hertzog, sem var þjóð-
ernissinni og vinveittur nazistum, vildi að
landið væri hlutlaust. Málið var lagt fyrir
kjósendur og náði Smuts meirihluta 3.
september árið 1939. Þá varð hann for-
sætisráðherra, landvarnarráðherra og yf-
irmaður alls herafla Suður-Afríku.
Þrumuröddin.
Það var Smuts, sem lagði til, að brezka
heimsveldið skyldi kallað Brezku sam-
veldislöndin. Fannst honum þetta mildara
heiti, sem það og er, og er það nú almennt
notað þegar talað er um Bretaveldi.
Árið 1948 féll stjórn Smuts fyrir Þjóð-
ernisflokknum undir stjórn Daniels Mal-
an. Styrkleikamunurinn var mjög lítill, en
nægði þó til þess að einangrunarstefna
Malans réði niðurlögum alþjóðastefnu
Smuts í utanríkismálum Suður-Afríku. í
innanríkismálum varð líka stórkostleg
breyting. Þjóðernisflokkur Malans er for-
svari kynþáttahaturs, en Smuts, sem var
aldrei neitt sérstaklega frjálslyndur í
þessum efnum, var talsmaður umburðar-
lyndis; hann leit á svertingjana sem börn,
er þörfnuðust uppeldis og menntunar.
Malan lítur hins vegar á þá sem þræla,
sem rétt sé að hafa sem mest upp úr.
Nokkru áður en Smuts dó, sagði hann:
„Eg þori ekki að sitja hljóður og aðgerð-
arlaus þegar eg sé að verið er að sigla
Suður-Afríku í strand. Hefði eg þrumu-
rödd mundi eg eyða þessum síðustu árum
ævi minnar til þess að tala út. ... “
Nokkru 'eftir að hánn hafði þetta mælt
var rödd hans þögnuð. Hann dó um miðj-
an september í nágrenni Pretoria.
21