Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 15
arhlutana saman. Frá Piazza della Republicca (torg lýðveldisins) liggur leiðin gegnum elzta hluta borgarinn- ar. Götumar eru víða þröngar og lilykkjóttar, eins og algengt er í göml- um ítölskum borgum. Á nokkrum .stöðum eru steinlögð torg. Götustein- arnir eru snjáðir af umferð aldanna, -en á torgunum er gjarnan vatnsbrunn- ur, og konur og börn í kringum brunninn, sumar að þvo, en aðrar að sækja vatn. En út um glugga húsanna í kringum torgið hangir þvotturinn til þerris. Og í þröngum og bugðóttum götunum eru snæri tengd milli húsa yfir götuna og þvotturinn hengdur á. Fjórfaldur heilagleiki í norð-vestur-horni borgarinnar, þar sem sléttan með gróðursælum fram- burðarjarðvegi Arnóárinnar er til annarar handar, en borgin sjálf til hinnar, er hinn fjórfaldi heilagleiki Písa-borgar samankominn á einni og sömu grænu grundinni: Þar er dóm- kirkjan fagra og skrautlega, Cattedrale, hringkirkjan, 111 Battistero, skakki turninn, 111 Campanile og grafarmust- erið, Campostanto. Þarna, á einum og sama túnblettinum eru samankomin fjögur musteri, sem hvert á sinn hátt eru einhver þau fegurstu og sér- kennilegustu í víðri veröld. Þarna á grundinni á milli guðs- húsanna, sem eru minjar merkilegrar og mikils auðs, er eins og um mann fari einkennileg tilfinning. Það er eins og nútíminn hverfi, maður sam- einast fortíðinni og sagan renni fram í hugskot manns í blárri móðu Tosc- anafjallanna og kyrrð hinnar ítölsku náttúru í útjaðri útkulnaðs stórve'dis. Manni finnst ósjálfrátt, að einhvern tíma hafi öldur Miðjarðarhafsins skoll- ið nær sléttunni og hér gerst örlaga- þrungnir atburðir. — Það er eins og hinar mikilfenglegu og íburð- armiklu skrautbyggingar kristindóms- ins hafi dagað þarna uppi og standi eftir einkennilega yfirgefnar á túri- sléttunni langt frá öllum skarkala líi’s ins. Og þannig var það í raun og veru. þær eru minjar um foma frægð vold- ugs lýðveldis á sævarbakka, því að þá var Písa hafnarborg við Miðjarðarhaf, þó að nú sé hún 10 kílómetra inni í landi. Lýðveldi i Pisa og á íslandi. Um svipað leyti og íslenzkir afreks- menn sögualdarinnar unnu hvert frægðarverkið af öðru, í menningar- málum jafnt sem vopnaburði, átti annað ríki suður á Italíuskaga skjótri og auðfenginni velgengni að fagna. Það var Písa. Ítalíu var þá skipt í mörg smáríki. Vegna aðstöðu sinnar við sjóinn og dugnaðar íbúanna varð Písa voldug borg. Verzlun, siglingar og hernaður voru aðalatvinnuvegir borgarbúa, sem bjuggu saman um skeið undir allmerkilegu lýðveldisfyr- irkomulagi. Písa er líka fyrst getið í sögunni í sambandi við hernað. Það var árið 225 fyrir Kristsburð; Rómverjar settu þar á land her, sem kom frá Sardínu. Písa var því strax á dögum forn Rómverj- anna þýðingarmikill staður í hernaði og friði. Hún var á strandveginum mikla frá Róm norður Ítalíuskagann fvia Aemilia) og frjósemi sléttunnar í Arnódalnum þama niður við sjóinn var einstök. Trjáviður var þar þá næg- ur til skipagerðar. Það var þó ekki fyrr en á elleftu öld að Písabúar fóru að láta til sín taka svo um munar. Snemma á öldinni gerðu þeir félagar við borgina Genúa, sem var mikil hafnarborg þá eins og nú. Genúa var um langt skeið sjálf- stætt ríki, auðugt og voldugt. Stórveldi verður til. Þessar tvær borgir tóku sér fyrir hendur að leggja undir sig eyríkið Sardiníu. Tókst þeim það í félagi. Vináttan entist samt ekki lengi milli Genúa og Písa og áttu borgirnar í grimmum styrjöldum sín á milli síð- ar. Písa réði þó lengi yfir Sardiníu og einnig yfir hinni frjósömu og arðbæru eyju Korsíku. í byrjun tólftu aldar runnu nýjar stoðir undir veldi Písaborgar. Um aldamótin tók hún þátt í annarri krossferðinni til landsins helga. Þá notuðu Písabúar tækifærið og settu á stofn banka, ræðismannaskrifstofur og vörugeymsluhús í flestum mikil- vægustu hafnarborgunum við austan- vert Miðjarðarhaf og sköpuðu sér þannig hvers konar aðstöðu til verzl- unar og siglinga, sem færði þeim óhemju mikinn auð. Písa átti nú brátt 300 skipa flota á Miðjarðarhafinu. Borgin var lýðveldi að nafninu til og laut yfirstjórn kirkjuhöfðingjans á staðnum, erki- biskupsins. Skip Písaborgar börðust frækilega gegn Aröbum víðs vegar við Miðjarðarhafið, frelsuðu kristna menn úr áþján þeirra, en hnepptu Múhammeðstrúarmenn aftur á móti í fjötra. En voldugur nágranni í norðri fékk ofbirtu í augun af allri þessari vel- gengni litlu borgarinnar á bökkum Arnó. Það var Genúa. Styrjöld hafin út af hundi. Hagsmunir þessara borga á sjónum, við verzlun og siglingar, rákust á, og vopnin ein gátu úr því skorið, hvor ætti að ráða. í fyrstu áttust Genúa og Písa einar við, en þegar á leið komu aðrar borgir Toscanahéraðs Genúa til hjálpar í viðureigninni við Písa. Fundnar voru upp ýmsar ástæður til að segja Písa stríð á hendur. Flórenz fór í stríðið vegna þess að sendiherr- um hennar og Písa í Róm hafði orðið sundurorða út af hundi, sem annar þeirra átti. Það var snemma á 13. öld, eða í sama mund og deilur Sturlunga- aldarinnar norður á íslandi voru sem illvígastar. En Písa varðist vel og lengi ofurefl- inu og það var ekki fyrr en seint á öld- inni, að herflota hinna tókst að eyða meginflota Písabúa. Þá misstu þeir yfirráð sín yfir sjónum. Endalok sjálf- stæðisins urðu þau, að herskip óvin- anna réðust inn í höfnina og tóku öll mannvirki. Nokkru síðar gekk borgin kaupum og sölum. En Písa verður aldrei rænd skrauti sínu og stolti. Guðshúsin fjögur úr hvítum og svörtum marmara standa enn á grundinni grænu og vitna um forna frægð og dýrðarljóma. Skakki turninn i Pisa. Frægastur þessara fjögurra bygginga er skakki turninn í Písa. Hann kann- ast flestir við og það er hann, sem borgin Písa á að þakka frægð sína í heiminum í dag. Skakki turninn í Písa átti alls ekki að verða skakkur, heldur varð hann það af tilvljun. Turninn er byggður upphaflega með það fyrir augum að vera kirkjuturn hinnar miklu dóm- kirkju í Písa, en slíkur byggíngastíll í 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.