Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 26
ar línur eru ritaðar, stendur rósa- kálið teinrétt og skrúðgrænt, og eru að byrja að myndast smáhöfuð við hvern blaðfót. Þessi káltegund þol- ir frost og kulda og er því látin vera áfram í garðinum ásamt græn- kálinu og nokkrum hluta af stein- seljunni. Laukuppskeran varð fjórföld Laukurinn hafði vaxið upp í háa stilka (60—70 cm.), og voru þeir holir og gildari en fingur manns. Þann 15. september var hann tek- inn upp, og var þá mikil eftirvænt- ing hjá öllum heimamönnum. Upp úr moldinni ultu 9 meðalstórir laukar, stinnir og fallegir, en tæp- lega eins hnöttóttir og venjulegt er um matarlauk. Annar laukurinn gat 6 afkvæmi en hinn 3. Munu þeir flestir hafa verið heldur minni en móðurlaukurinn. (Sjá mynd á bls. 24. Þegar lokið var við upptektina, var garðurinn heldur óvistlegur ásýndum. Það, sem áður hafði ver- ið skrúðgrænn blettur, með bústn- um kálhöfuðum og alls kyns góð- gæti, var nú allt í orðið að moldar- flagi með hrúgum af visnum blöð- um og laufum hér og hvar. En heima í kjallaranum var því bú- sældarlegra, og í krukkum og kirn- um beið vetrarforðinn, að auki allra vitamínanna, sem garðurinn hafði gefið í ríkum mæli allt sum- arið. _____ A. S. S. Pestalozzi-þorpið HÁTT UPPI í fjöllum í norð- austur hluta Sviss, liggur þorp eitt, lítið þekkt, Trogen að nafni. Trog- en er ekki ferðamannabær í venju- legum skilningi þess orðs, en þó sækir þangað fjöldi manna, sem áhuga hafa á þjóðfélagsmálum. í tæprar mílu fjarlægð frá þorpinu, nokkuð ofar, liggur annað þorp ennþá minna. Það er Pestalozzi- þorpið, sem samanstendur af 12 timburhúsum, sem hvert um sig hefur sérstakan byggingarstíl og í- búar húsanna eru af ótal þjóðern- &^s#s»s»s»#s^«N»>fs#s»r#>#s#s»s»s»#s»#>##s»^#^»s»«Nrrsffs»sr^sys»*s»s»sr# um. Á efstu brún klettsins blakta flögg margra þjóða, því að þetta er „alþjóða-nýlenda" fyrir munaðar- laus börn af völdum styrjaldar- innar. Pestalozzi-þorpið var stofnsett ár- ið 1946 og eru því aðeins fjögurra ára gamalt. Það hefur þegar sýnt ágæti sitt á margvíslegan hátt og orðið stofnendunum til mikils heið- urs og frama. Hvert þessara húsa er heimili fyrir munaðarlaus börn víðs vegar úr álfunni, og eru börn sama þjóðernis látin vera í einu húsi. Kennarar af sama þjóðerni, svo að „faðir" og „móðir" eru í húsunum með börnunum. Börnun- um er kennt á máli föðurlands þeirra, og lifnaðarháttum þeirra er hagað sem mest eftir venjum heima- landsins og háttum, eftir því, sem verður við komið. En þegar börn- in eru að leikjum, íþróttum eða við skemmtanir, eru þau öll með- limir eins og sama þjóðfélagsins; þau eru öll þegnar þorps „samein- aðra þjóða." FRAM til ársins 1950 var þorp- inu haldið uppi af sjóðum svissnesku samtakanna „Pro Juven- tute" (fyrir æskuna), en frá ársbyrj- un 1950 varð þorpið sjálft að stand- ast straum af kostnaðinum við rekst- ur þess. Rætt hefur verið um að láta hina litlu þorpsbúa rækta græn- meti og ávexti og hafa á hendi ýmis konar framleiðslu, svo að þorpið gæti að einhverju leyti orðið sjálft sér nóg á samvinnugrundvelli. í marzbyrjun beitti svissneska samvinnuhreyfingin sér fyrir fjár- öflun til handa þorpinu. Svissnesku kvennagildin tóku mikinn þátt í þessari fjáröflun, sem var skipulögð af öllu leyti af samvinnumönnum. Samtökunum tókst að safna inn um 200.000 sv. fr., en það mun nægja þorpsbúum fyrir vistum í átján mánuði. Svissneska samvinnuhreyf- ingin sýndi með þessu alþjóðavin- áttu og samúð með hinum smáu. Pestalozzi-þorpið er ekkert stund- arfyrirbrigði. Það hefur þegar orð- ið til fyrirmyndar fyrir svipaðri starfsemi í öðrum löndum. Um 100 þorp af svipuðu tagi hafa verið skipulögð, og stofnað hefur verið bandalag slíkra þorpa, með aðal- skrifstofu í Trogen. Það var ekki aðeins nauðsyn þess, að hjálpa mun- aðarlausum börnum af völdum styrjaldarinnar, sem kom mönnum af stað, þegar fyrsta Pestalozzi-þorp- ið var stofnsett. Hinum litlu bæj- um, er einnig ætlað að stuðla að alþjóðasamvinnu og friði og sýna umheiminum, að frelsun heimsins er ekki fólgin ií hervæðingu og styrjaldarundirbúningi, heldur í einlægri friðarleitun og samvinnu þjóðanna. Hugsjón Pestalozzi, að vegurinn til friðarins liggi í gegnum hina sönnu menntun, er staðreynd, sem á erindi til allra, einnig í dag. Ahaldakassi Hverju heimili er nauðsynlegt að eiga eitthvað af áhöldum, þótt ekki sé til annars en að geta lag- fært ýmislegt smávegis, sem úr lagi fer. Þar sem einhver í heimilinu er lagtækur, þurfa áhöldin að vera fleiri og fjölbreyttari. En þótt ekki sé nema um hin allra algengustu áhöld að ræða, eins og t. d. hamar, naglbýt, skrúfjárn, tengur o. þ. h. er nauðsynlegt að geyma þau á vís- um stað, en láta þau ekki liggj'i á einum stað í þetta skiptið og öðr- um hið næsta. Með slíku háttalagi þarf alltaf að leita að hlutunum, og það getur verið ergilegt, oft á tíð- um. Það er því ágætt ráð að hafa sérstakan áhaldakassa, og birlist hér mynd af einum slíkum, sem ekki mun erfitt að smíða. Kassinn er úr ólituðu tré og í honum cr skúffa, sem situr á lítilli brík miðja vegu í kassanum. í skúff- unni er gott að geyma hluti þá, sem oftast þarf að nota, í litlu hólf- unum má t. d. hafa lím, teikniból- ur, nagla o. s. frv., en í þeim stærii algeng áhöld. Undir skúffunni eru geymd áhöld, sem sjaldnar þarf á að halda. Röð og regla á sem alha flestu, gerir heimilislífið léttara og árekstraminna. (Mynd á bls. 27.) *+++++++++*>++<0**+++++++s0++++++++++++*++.*+++++i++++ 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.