Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 2
11 Kaldð stríðið" í Alþjóðasambandinu [AZISTASTJORNIN ÞYZKA var cnn ung að árum, þegar hún réðist til atlögu gegn kaupfélögunum. Árið 1933 voru kaup- félagssamböndin þýzku lögð niður með vald- boði, en í stað þeirra kom ríkisstofnun — Reichsbund — sem tók við eignum þeirra og forráðum. Þýzku kaupfélögin höfðu ver- ið meðlimir í Alþjóðasambandi samvinnu- manna. Nú vildi þessi nýja stofnun nazista fá inngöngu í Alþjóðasambandið. Stjórn þesi' svaraði málaleituninni um hæl. Svarið var. Nei. í greinargerð fyrir svari sínu til Þjóðverja, lct þáverandi stjórn Alþjóðasam- bandsins svo ummælt: „Stjórnin ítrekar þá ákvörðun sína standa vörð um hið frjálsa og óþvingaða eðli samvinnustefnunnar. Sam- vinnufélögin eiga að vera opin öllum, án tillits til trúar- eða stjórnmálaskoðana. Sljórnin mótmælir harðlcga scrhverri íhlut- un ríkisvaldsins eða annarra valdhafa, sem hefur í för með sér takmörkun frjálsræðis- ins eða setur skorður við því, að frjáls félags- samtök geti þróazt undir eigin stjórn." Mið- stjórn Alþjóðasambands samvinnumanna kom saman til fundar í Helsingfors dagana 16.—18. ágúst síðastl. Af hálfu íslenzkra sam- vinnumanna var þar mættur Vilhjálmur Þór, forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en hann á sæti í miðstjórninni. Þetta varð sögulegur fundur. Þar varð ekki hjá því komizt, að rifja upp viðskiptin við Þjóð- verja 1933 og afstöðu Alþjóðasambandsins. Þótt margt hafi breytzt í mannheimi síðan 1933, er enn að stríða við kúgun, einræði og harðhent ríkisvald í sumum löndum. Kí'upfílögin hafa orðið lyrir barðinu á hiiium nýju einræðisstefnum. í sumum lönd- um eru þau ekki lengur frjáls samtök fólks- ins, heldur aðeins deildir ríkisvaldsins, þeim er stjórnað af embættismönnum ríkisstjórna og þau lúta boðum þeirra cn ekki vilja með- limanna. Á þessum fundi var inntökubeiðnum frá Ungverjalandi og Austur-Þýzkalandi hafnað, á sömu forsendum og hinu þýzka lieichs- bund var neitað um inngöngu í sambandið árið 1933. í þessum löndum — og raunar fleiri — er kaupfélagshreyfingin ekki lengur frjáls. Ríkisvaldið skipar henni stjórn og starfsmenn. Hið lýðræðislega skipulag, sem áður var á þessum stofnunum, var afnumið með. valdboði. Félagsmennirnir voru ekki spurðir um sinn vilja. Stofnanir samvinnu- manna eru nú aðeins hluti allsherjar ríkis- reksturs og þær eru notaðar til framdráttar ákveðnum pólitískum sjónarmiðum. Slíkt getur engan veginn samrýmst eðli frjálsra samvinnusamtaka og slíkar stofnanir geta ekki verið meðlimir Alþjóðasambandsins. í lögum þess er beinlínis svo fyrir mælt, að kaupfclög þau og kaupfélagasambönd, sem í sambandinu eru, skulu vera fullkomlega frjáls að taka ákvarðanir um eigin málefni, án íhlutunar eða fyrirskipana ríkisvalds cða pólitískra flokka. AÐ ER LÖNGU KUNNUGT, að fram- kvæmd samvinnustefnunnar í hinum vestrænu lýðræðisríkjum annars vegar og í Sovét-Rússlandi og hinum svo kölluðu ,,al- þýðuríkjum" Austur-Evrópu hins vegar, er með ólíkum hætti. Á yfirborðinu er þessi mismunur ekki augljós. í lögum félaganna er talað um svipaða hluti, svo sem frjálsa inngöngu manna, lýðræðislega stjórn og fræðslustarfsemi. En orðin hafa aðra þýðingu austan járntjalds en vestan, alveg eins á vettvangi samvinnumála og stjórnmála. Lýð- ræði Vesturlanda þekkja allir Islendingar. Kommúnistar tala líka um lýðræði, en þeirra lýðræði en annars eðlis. Það er í rauninni ílokkseinræði og takmarkalaus undirgefni þegnanna við boð flokksins og ríkisvaldsins. Það er því löngu augljóst — kom fyrst greini- lega í ljós á samvinnuþinginu í Prag 1948, og enn betur í Helsingfors nú í ágúst — að skipting heimsins í tvo hluta — austur og vestur — nær líka til Alþjóðasamvinnusam- bandsins. Sambandið er í rauninni klofið. Vesturlandabúar hafa enn sömu afstöðu og þeir höfðu 1933. Lýðræði og frelsi er undir- staða alls félagsstarfs og samvinnustarfsins sérstaklega. Þess vcgna var nazistum ekki lcyft að koma ríkisstofnun sfnni í Alþjóða- sambandið. Síðan 1933 hafa einræðissinnar náð undir sig kaupfélagasamböndum í sum- um þeim löndum, sem áður lutu lýðræðis- stjórn, og þeir keppa nú að því að koma ríkisstofnunum í sambandið 'undir því yfir- skyni að þarna scu frjáls samvinnusamtök. Einn rússnesku fulltrúanna í Helsingfors út- skýrði innihald baráttunnar innan Alþjóða- sambandsins: „Það er barizt um það," sagði h?nn, „hvort Alþjóðasambandinu verði stjórnað af borgaralegu ríkjunum eða af hin- um framsæknu samvinnusamtökum," eins og hann orðaði það. Það er engin launung, hvað bíður Alþjóðasambandsins, ef kommúnistar ná þar yfirtökunum. Örlög alþjóðlega verk- lýðssambandsins eru þar ljóst dæmi. Alþjóða- samband samvinnumanna yrði gert að tals- manni ofbeldisstefnanna. Því yrði beitt fyrir vagn „friðarhreyfingarinnar" og það yrði auðmjúkur túlkandi þeirrar stefnu, sem bezt þykir henta utanríkisstefnu Rússa á hverjum tíma. Þannig var farið með alþjóðlega verk- lýðssambandið og afleiðingin varó' sú, að flest lýðræðislöndin sögðu sig úr því. Það missti gildi sitt sem alþjóðlegur félagsskapur. VTL MÁ SVO FARA, að Alþjóðasamband: samvinnumanna klofni. Það væri skaðí því að þá væri í bráð búið að brjóta þá brú, sem enn tengir saman samvinnumenn í austri og vestri. Hitt er þó augljóst, að samvinnumenn Vesturlanda vilja heldur að' þau örlög bíði Alþjóðasambandsins, en að það verði haft að skálkaskjóli fyrir ein- ræðisstefnurnar, og að undir verndarvæng þess verði sú samvinnufræðsla rekin, að ein- valdsherrar, sem taka í sína umsjá eignir og skipulag samvinnumanna, séu talsmenn fólks- ins og geri allt í þessu umboði. Samvinnu- stefnan er einu sinni ekki alvaldur ríkis- sósíalismi og verður það ekki þótt einhver gríma sýndarlýðræðis verði hcngd á ásjónu hennar. Slíkt er meira en blekking. Það er hættuleg sjónhverfing. Gegn því munu allir frjálsir samvinnumenn berjast, hvar í flokki seir beir annars standa. í STUTTU MALI Minnismerki. Hinn 28. ágúst afhjúpaði Albin Johansson, forstjóri KF í Stokkhólmi, fagurt minnis- merki úr steini, sem reist hefur verið við hhðina á Rochdale-minnismerki Norður- landaþjóðanna við Vár Gard í Stokkhólmi. Þetta er risastór fjölskyldumynd, sem heitir „Mót framtíðinni". Myndhöggvarinn er pró- fessor Nils Sjögren, einn frægasti myndhöggv- arl Svía. Minnismerki þetta er gert í tilefní af 50 ára afmæli sænska samvinnusambands- ins. Fé til þess að gera minnisvarðann og koma honum upp, lögðu kaupfélagsstarfs- menn í Svíþjóð fram með frjálsum samskot- um. Söfnuðust 80 þús. krónur í þessum til- gangi. Minnismerkið er 4 metra hátt, og vegur 8 smálestir. Þykir það fagurt og heil- steypt listaverk. Samvinnan mun flytja mynd af því í næsta mánuði. Dönsku samvinnuleikhúsin, Andels Teatret, — sem stofnuð voru í fyrra og áður er ýtarlega greint frá í Samvinnunni, — hófu hauststarfsemina að þessu sinni með sýningum á sjónleiknum „Óvænt heimsókn", eltir brezka skáldið J. B. Priestley. Þjóðleik- húsið íslenzka hóf vetrarstarfsemi sína einnig með þessum sjónleik, sem kunnugt er. Andels Teatret hefur sýningar víðsvegar um Dan- mörk á vegum kaupfélaganna. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstrxti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Árgangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 9- hefti September 1950

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.