Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Síða 2

Samvinnan - 01.09.1950, Síða 2
„Kalda slríðið” í Alþjóðasambandinu NAZISTASTJÓRNIN ÞÝZKA var enn ung að árum, þegar hún réðist til atlögu gegn kaupfélögunum. Árið 1933 voru kaup- félagssamböndin þýzku lögð niður með vald- boði, en í stað þeirra kom rikisstofnun — Reichsbund — sem tók við eignum þeirra og forráðum. Þýzku kaupfélögin höfðu ver- ið meðlimir í Alþjóðasambandi samvinnu- manna. Nú vildi þessi nýja stofnun nazista fá inngöngu í Alþjóðasambandið. Stjórn þest svaraði málaleituninni um hæl. Svarið var. Nei. í greinargerð fyrir svari sínu til Þjóðverja, lét þáverandi stjórn Alþjóðasam- bandsins svo ummælt: „Stjéirnin ítrekar þá ák.vörðun sína standa vörð um hið frjálsa Qg óþvingaða eðli samvinnustefnunnar. Sam- vinnufélögin eiga að vera opin öllum, án tillits til trúar- eða stjórnmálaskoðana. Stjórnin mótmælir harðlega sérhverri íhlut- un rikisvaldsins eða annarra valdhafa, sem héfur í för með sér takmörkun frjálsræðis- ins eða setur skorður við því, að frjáls félags- samtök geti þróazt undir eigin stjórn.“ Mið- stjórn Alþjóðasambands samvinnumanna kom saman til fundar í Helsingfors dagana 16.—18. ágúst síðastl. Af hálfu íslenzkra sam- virnumanna var þar mættur Vilhjálmur Þór, forstjóri Samliands íslenzkra samvinnufélaga, en hann á sæti í miðstjórninni. Þetta varð sögulegur fundur. Þar varð ekki hjá því komizt, að rifja upp viðskiptin við Þjóð- verja 1933 og afstöðu Alþjóðasambandsins. Þótt margt hafi breytzt í mannheimi síðan 1933, er enn að stríða við kúgun, einræði og harðhent ríkisvald í sumum löndum. Kaupfélögin hafa orðið fyrir barðinu á hinum nýju einræðisstefnum. í sumum lönd- um eru þau ekki lengur frjáls samtök fólks- ins, heldur aðeins deildir ríkisvaldsins, þeim er stjórnað af embættismönnum ríkisstjórna og þau lúta boðum þeirra en ekki vilja með- limanna. Á þessu m fúndi var inntökubeiðnum frá Ungverjalandi og Austur-Þýzkalandi hafnað, á sömu forsendum og hinu þýzka lleichs- bund var neitað um inngöngu í sambandið árið 1933. í þessunt löndum — og raunar fleiri — er kaupfélagshreyfingin ekki lengur frjáls. Ríkisvaldið skipar henni stjórn og starfsmenn. Hið lýðræðislega skipulag, sem áður var á þessum stofnunum, var afnumið með. valdboði. Félagsmennirnir voru ekki spurðir um sinn vilja. Stofnanir samvinnu- manna eru nú aðeins hluti allshcrjar ríkis- reksturs og þær eru notaðar til framdráttar ákveðnum péilitískum sjónarmiðum. Slíkt gelur engan veginn samrýmst eðli frjálsra samvinnusamtaka og slíkar stofnanir geta ekki verið meðlimir Alþjóðasambandsjns. I lögum þess er beinlínis svo fyrir mælt, að kaupfélög jtau og kaupfélagasambönd, sem í sambandinu eru, skulu vera íullkomlega frjáls að taka ákvarðanir um eigin málefni, án íhlutunar eða fyrirskipana ríkisvalds eða pólitískra flokka. AÐ ER LÖNGU KUNNUGT, að fram- kvæmd samvinnustefnunnar í hinum vestrænu lýðræðisríkjum annars vegar og í Sovét-Rússlandi og hinum svo kölluðu „al- þýðuríkjum" Austur-Evréipu hins vegar, er með ólíkum hætti. Á yfirborðinu er þessi mismunur ekki augljós. í lögum félaganna er talað um svipaða hluti, svo sem frjálsa inngöngu manna, lýðræðislega stjórn og fraðslustarfsemi. En orðin hafa aðra þýðingu austan járntjalds en vestan, alveg eins á vettvangi samvinnumála og stjórnmála. Lýð- ræði Vesturlanda þekkja allir íslendingar. Kommúnistar tala líka um lýðræði, en Jreirra lýðræði en annars eðlis. Það er í rauninni flokkseinræði og takmarkalaus undirgefni þegnanna við boð flokksins og ríkisvaldsins. Það er því löngu augljóst — kom fyrst greini- lega í ljós á samvinnuþinginu í Prag 1948, og enn betur í Helsingfors nú í ágúst — að skipting heimsins í tvo hluta — austur og vestur — nær líka til Alþjóðasamvinnusam- bandsins. Sambandið er í rauninni klofið. Vesturlandabúar hafa enn sömu afstöðu og þeir höfðu 1933-. Lýðræði og frelsi er undir- staða alls félagsstarfs og samvinnustarfsins sérstaklega. Þess vegna var nazistum ekki lcyft að koma ríkisstofnun s.'nni í Alþjóða- sambandið. Síðan 1933 hafa einræðissinnar náð undir sig kaupfélagasamböndum í sum- um þeim löndum, sem áður lutu lýðræðis- stjórn, og þeir keppa nú að því að koma ríkisstofnunum í sambandið undir því yfir- skyni að þarna séu frjáls samvinnusamtök. Einn rússnesku fulltrúanna i Helsingfors út- skýrði innihald baráttunnar innan Alþjóða- sambandsins: „Það er barizt um það,“ sagði hann, „hvort Alþjóðasambandinu verði stjórnað af borgaralegu ríkjunum eða af hin- um framsæknu samvinnusamtökum," eins og hann orðaði það. Það er engin launung, hvað bíður Alþjéiðasambandsins, ef kommúnistar ná þar yfirtökunum. Örlög alþjóðlega verk- lýðssambandsins eru þar ljóst dæmi. Alþjóða- samband samvinnumanna yrði gert að tals- manni ofbeldisstefnanna. Því yrði beitt fyrir vagn „friðarhreyfingarinnar" og það yrði auðmjúkur túlkandi þeirrar stefnu, sem bezt þykir lienta utanríkisstefnu Rússa á hverjum tíma. Þannig var farið með alþjóðlega verk- lýðssambandið og afleiðingin varð sú, að flest lýðræðislöndin sögðu sig úr því. Það missti gildi sitt sem alþjóðlegur félagsskapúr. V'EL MÁ SVO FARA, að Alþjóðasamband samvinnumanna klofni. Það væri skaði því að þá væri í bráð búið að brjóta þá brú, sem enn tengir saman samvinnumenn í austri og vestri. Flitt er þó augljóst, að samvinnumenn Vesturlanda vilja heldur að þau örlög bíði Alþjóðasambandsins, en að það verði liaft að skálkaskjóli fyrir ein- ræðisstefnurnar, og að undir verndarvæng þess verði sú samvinnufræðsla rekin, að ein- valdsherrar, sem taka í sína umsjá eignir og skipulag samvinnumanna, séu talsmenn fólks- ins og geri allt í þessu urnboði. Samvinnu- stefnan er einu sinni ekki alvaldur ríkis- sósíalismi og verður Jrað ekki þótt einhver gríma sýndarlýðræðis verði hengd á ásjónu hennar. Slíkt er meira en blekking. Það er hættuleg sjónhverfing. Gegn því munu allir frjálsir samvinnumenn berjast, hvar i flokki seir Jreir annars standa. í STUTTU MÁLI Minnismerki. Hinn 28. ágúst aíhjúpaði Albin Johansson, forstjóri KF í Stokkhólmi, fagurt minnis- merki úr steini, sem reist hefur verið við hliðina á Rochdale-minnismerki Norður- landaþjóðanna við Vár Gard í Stokkhólmi. Þetta er risastór fjölskyldumynd, sem heitir „Mót framtíðinni". Myndhöggvarinn er pró- fessor Nils Sjögren, einn frægasti myndhöggv- ari Svía. Minnismerki þetta er gert í tilefní af 50 ára afmæli sænska samvinnusambands- ins. Fé til þess að gera minnisvarðann og koma honum upp, lögðu kaupfélagsstarfs- menn í Svíþjóð fram með frjálsum samskot- um. Söfnuðust 80 þús. krónur í þessum til- gangi. Minnismerkið er 4 metra hátt, og vegur 8 smálestir. Þykir það fagurt og heil- steypt listaverk. Samvinnan mun flytja rnynd af því í næsta mánuði. Dönsku samvinnuleikhúsin, Andels Teatret, — sem stofnuð voru í fyrra og áður er ýtarlega greint frá í Samvinnunni, — hófu hauststarfsemina að þessu sinni með sýningum á sjónleiknum „Óvænt heimsókn", eftir brezka skáldið J. B. Priestley. Þjóðleik- húsið íslenzka hóf vetrarstarfsemi sína einnig með þessum sjónleik, sem kunnugt er. Andels Teatret liefur sýningar víðsvegar um Dan- mörk á vegum kaupfélaganna. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnuíélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði -Vraangurinn kostar kr. 25.00 44. árg. 9. hefti September 1950 2

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.